Vísir - 15.02.1978, Page 1
Seldu stolna hjólaskóflu
fyrir 20 milljónir króna
• Vélinni var stolið í Hamborg 1975 • Verksmiðjunúmer voru
móð af • Sðmu aðilar hafa óður selt hér notaðar vinnuvélar
Eru seldar stolnar
vinnuvélar fyrir
milljónir króna hér á
íslandi á hverju ári?
Þessi spurning vaknar
þegar i ljós hefur kom-
ið að fyrir nokkrum
dögum var seld hér
stór vinnuvél sem stol-
ið var i Hamborg i
Vestur-Þýskalandi árið
1975.
Þarna er um að ræða hjóla-
skóflu sem kostar ný hér á landi
um 38 milljónir króna. Þessi vél
var aftur á móti seld á liðlega 20
milljónir króna, þar af hafði
hinn nýi kaupandi greitt 10
milljónir, er málið komst upp.
Forsaga þessa máls er sú að
fyrirtæki eitt i Reykjavik sem
selur notaðar vinnuvélar, bauð
til sölu hjólaskóflu sem þá var
nýkomin til landsins. Haföi
fyrirtæki þetta tekið að sér söl-
una fyrir umboðsmann hinna
„þýsku útflytjenda”.
Maður sem hafði áhuga á að
kaupa þessa vél, hafði samband
við fyrirtæki það sem flytur inn
nýjar vélar af þessari tegund og
bað um aðstoð við að aldurs-
greina vélina.
Einn starfsmanna fyrirtækis-
ins skoðaði hana og sá strax að
eitthvað var búið að eiga við
verksmiðjunúmer hennar, og
var það óljóst.
Það nægði til að farið var að
rannsaka málið og kom þá i ljós
að þessari vél hafði verið stolið i
Hamborg árið 1975 en þá var
hún svo til ný.
Á meðan verið var að kanna
málið hér og i Þýskalandi var
vélin seld. Vestfirðingur einn
keypti hana og greiddi viö
undirritun samnings 10 milljón-
ir króna.
Þeirri upphæð var siðan kom-
ið til „útflytjendans” i Þýska-
landi en kaupandinn situr vélar-
laus eftir hér heima á meðan
verið er að komast til botns i
málinu.
Ekki er vitað með fullri vissu
hvort fleiri stolnar vélar hafi
verið seldar hér á landi á und-
anförnum árum. Sá aöili sem
þarna kemur við sögu hefur
áður selt hér innfluttar. notaðar
vinnuvélar — þar á meðal vöru-
lyftara. —klp—
Það hefur löngum verift vitað, aft strætisvagnabiistjórar iifa ekkineinu sældariffi á launum sinum, en
aft svona þröngt væri i búi hjá þeim vissum vift ekki. Annars er þessi mynd af ljósmyndasýningunni
„Ljós” sem hefst á Kjarvalsstöftum á morgun og er tekin er nokkrir áhugamenn um leiklist — þar á
meftal þessi vagnstjóri —voru aft vinna aft gerft kvikmyndar. Ljósmyndina tók Kjartan Kristjánsson.
Landbúnað og mólefni hans
tekur Páll Bergþórsson til meðferðar í
Vísi í dag. Hún er á 10. og 11. síðu
HITI í GAMLA
GÍGBARMINUM
Á SKJALDBREIÐ
Ferðalangar sem
lögðu leið sina um
Þingvöll og að fjallinu
Skjaldbreiði um sið-
ustu helgi, tóku eftir
því að snjór hafði
bráðnað af tindi fjalls-
ins. Þar hafði fjallið
brætt af sér snjó á
þrem stöðum. Fóru
þeir á f jallið og aðgættu
þetta betur. Þegar þeir
komu upp urðu þeir
þess visari að allmikill
hiti var efst við gamla
gigbarminn og töluvert
bráðið af snjó.
Visir hafði samband viö Nor-
rænu eldfjallastööina og sögðust
menn þar hafa heyrt um að hiti
væri i Skjaldbreiði. Þeir sögðust
hins vegar ekki hafa kannaö
máliö, en sögðu að engar
hræringar heföu komið fram á
jaröskjálftamælum þarna i
grenndinni.
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræöingur sagöist ekki hafa at-
hugað þetta mál, en hann sagði
að Skjaldbreiöur væri um niu
þúsund ára gömul dyngja og þar
hefði ekki runnið hraun i jafn
langan tima. Hann sagöi að
dyngjur væru venjulega ekki
virkar nema einu sinni.
— KP.
örin bendir á Skjaldbreifti, en myndin er tekin frá Lögbergi á
Þingvöllum.
VEIST ÞÚ HVAÐ KÍSILJÁRN ER?
Um það geturðu frœðst í opnu Visis í dag, og líka hvernig framleiðslu þess verður háttað hjá Járnblendiverksmiðjunni