Vísir - 15.02.1978, Page 10

Vísir - 15.02.1978, Page 10
10 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. . Ölafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundurG. Pétursson. Umsjón með helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdóttir, Kátrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Áskriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Klám og gjaldeyrir Síðustu daga hafa menn rætt f relsið af talsverðu kappi og ekki er laust við að ýmsir haf i á valdi tilf inninganna stokkið upp á nef sér af því tilefni. En það eru einkan- lega jafn-óskyld fyrirbæri og klám og gjaldeyrir, sem að þessu sinni hafa komið mönnum til þess að leiða hugann að frelsinu og takmörkum þess. Gjaldeyrir og klám hafa verið talin af hinu illa á (s- landi og fyrir þá sök sætt banni að viðlagri refsingu. En á að banna mönnum að eiga gjaldeyri? Og á að meina mönnum að horf a á kvikmyndir af þeirri ástæðu einni að þær teljast af hjúpa lostugt athæf i? Hvers vegna má sýna morð i kvikmyndum en ekki klám? Menn skiptast eðlilega í hópa í þessu sambandi og lýsa mismunandi viðhorfum. Eftirtektarvert er, að ýmsir þeir sem harðast ganga fram i baráttunni fyrir frjálsu klámi, eru á móti því, að menn eigi að vera frjálsir að því að eiga erlendan gjaldeyri. Og á sama hátt eru marg- iraf formælendum frjálsra gjaldeyrisviðskipta eindreg- < ið á móti því að leyfa sýningar á lostaf ullum myndum. Oneitanlega var það svolitið djarft tiltæki hjá fram- kvæmdastjórn listahátíðar að ef na hér til kvikmyndahá- tíðar. Kvikmyndin hefur ekki enn slitið barnsskónum hér, hvorki sem listgrein né iðnaður. En á allra siðustu árum hafa komið fram f jölmargir ungir menn, sem sýn- ast geta auðgað menningarlífið í landinu með kvik- myndagerð. Kvikmyndahátíðin var því lofsvert f ramtak. Ugglaust má gagnrýna verkef navalið frá ýmsum hliðum. En það eru aðeins bjálfar, sem ekki einu sinni hafa lesið sýning- arskrána, er halda því fram opinberlega, jafnvel í dag- blaðsforystugrein, að val myndanna hafi verið ósiðlegt. Aðeins tvær af nitján myndum f rá 14 þjóðlöndum byggðu á lostafullum atriðum. Framkvæmdastjórn listahátíðar stóð frammi fyrir því, að ríkissaksóknari og rannsóknarlögreglustjóri rík- isins töldu eina af myndum hátiðarinnar brjóta í bága við hegningarlög. í framhaldi af yf irlýsingu þessara að- ila tók framkvæmdastjórnin þá kórréttu ákvörðun að hætta við sýningu á myndinni, enda verður ekki í annað ráðið en rannsóknarlögreglustjóri og ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun sina á grundvelli gildandi hegning- arlaga. Kjarni málsins er sá, að gildandi lög um þetta efni eru of þröng. Þau setja tjáningu of mikil takmörk og gera ekki ráð fyrir, að menn velji og hafni því sem á borð er borið. Kvikmyndahátíðin hefur þvi opnað augu manna fyrir því, að hegningarlögin samræmast ekki að þessu leyti nútíðarhugmyndum um tjáningarfrelsi. Sama er uppi á teningnumað því er varðar gjaldeyris- málin. Þeir sem hafa orðið uppvísir að því að eiga gjald- eyri eiga að sæta ábyrgð lögum samkvæmt. A.m.k. tveir þingmenn eru nú bendlaðir við inneignir í erlendum bonkum. Það er óloglegt þó að færa megi fram f yrir því eðlilegar skýringar. Sannleikurinn er sá, að einnig á þessu sviði hefur lög- gjafinn sett óeðlilega þröngar skorður. Vitaskuld eiga menn að vera frjálsir að því að eiga heiðarlega fengna peninga í bönkum, hvort sem er hér heima eða erlendis. Dönsku bankareikningarnir og mál þingmannanna tveggja ættu að opna augu manna fyrir nauðsyn frjáls- legri löggjafar á þessu sviði, þó að sú nauðsyn afsaki ekki brot á gildandi lögum. Það á með öðrum orðum að leyfa þeim sem áhuga hafa að horfa á lostaf ullar kvikmyndir, en hins vegar á ekki að neyða klámi og of beldi upp á menn í sjónvarpi. Og i annan stað eiga menn að vera frjálsir að því að eiga gjaldeyri hvar sem er. Miðvikudagur 15. febrúar 1978 V iði LÁNVEITINGAR ALÞJÓÐABANKANS, ALÞJÓÐAFRAMFARASTOFNUNARINNAR OG ALÞJÓÐAFJÁRFESTINGARSTOFNUNARINNAR FARA AÐ MESTU TIL FÁTÆKUSTU RÍKJANNA LÁNA 2.200 mLJARÐA ÍSLENSKRA KRÓNA Á ÁRI Alþjóðabankinn og tengdar stofnanir munu veita um 8.5 milljörðum bandarískra dala i lán og fjárfestingarframlög á yfirstandandi fjár- hagsári, en það jafngild- ir tæplega 2.200 milljörðum islenskra króna. Þetta samsvarar um fjórðungi alls fjár magnsflutnings til þró- unarríkjanna frá öllum öðrum opinberum aðil- um, og er sex sinnum hærri upphæð en þró- unaraðstoð allra Norðurlanda á þessu ári. Þetta kom fram i erindi, sem Einar Magnússen, fulltrúi Norðurlanda i stjórn Alþjóða- bankans, fluttí á ráðstefnu um starfsemi bankans, sem haldin var á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi á mánudag- inn. Þar mætti hann ásamt tveimur starfsmönnum bankans, Odd Myhrer, sem stjórnar upp- lýsingadeild Alþjóðbankans fyrir Norðurlönd, og Leif Cristoffer- son. Baldvin Tryggvason, for- maður félagsins, setti ráðstefn- una, en Jón Sigurðsson, forstjóri og fyrrum fulltrúi Norðurlanda i stjórn Alþjóðabankans, stjórnaði ráðstefnunni. Á ráðstefnunni voru mættir ýmsir forystumenn á sviði stjórn- mála, bankamála, atvinnurekstr- ar og stjórnsýslu og blaðamenn. Svöruðu hinir erlendu gestir margvislegum fyrirspurnum frá ráðstefnugestum að loknu fram- söguerindi Einars Magnussens. Einbeitir sér að þróunarríkjunum Það kom fram i framsöguer- indinu, að stefna bankans i lána- málum hefur breyst umtalsvert á liðnum árum. Aður fyrr fór mest- ur hluti lánanna til rikja i Evrópu, Astraliu og siðar rómönsku Ameriku. Þannig fengu þessi riki 65% af lánum bankans fyrstu 10 árin. Siðan hefur þetta breyst. Siðustu fimm árin fóru 60% af heildarútlánum þessara aðila til lána i Afriku og Asiu. Þá er bæði átt við Alþjóðabankann, Alþjóða- framfarastofnunina (IDA) og Al- þjóðafjárfestingastofnunina (IFC). Skilyrði til að fá lán frá IDA er að þjóðartekjur á Ibúa séu innan við 550 bandariska dali, á verð- gildi ársins 1976. í reynd fara 85-90% af fjármagni IDA til landa, sem hafa innan við 280dali i þjóðartekjur á mann. A árinu 1977 fóru rúmlega 40% af útlánum Alþjóðabankans til landa, sem höfðu minna en 550 dali i þjóðartekjur á mann. Um 40% fóru til landa, sem höfðu þjóðartekjur á mann á milli 550 dali og 1135 dali, en um 20% til landa með meira en 1135 dali. Til að gefa nokkurn samanburð um, HAMSKIPTI ÓVINARINS Nýlega hélt Magnús Kjartans- son þvi' fram i umtalaðri grein, að verðbólgan væri búin að taka við þvi hlutverki sem sá vondi i neðsta hafði einatt áöur aö vera hneykslunarhella og andstyggð allra góðra manna. Nú eru allir á móti verðbólgunni, rétt eins og menn voru fyrrum á öndverðum meiði við fjandann. Það skin þó i gegnum málflutning Magnúsar aö meiri sé þessi andstaða i orði en verki.Asamaháttogyfirlýstir andstæðingar kölska fram- kvæmdu ýmsar kenningar hans jafnt á ljósum vinnudegi sem um myrkar nautnanætur, eins hefur margur hatursmaður veröbólg- unnar ýtt undir hana með gerðum sinum og hjúfrað sig að henni á vissum stundum i lifi sinu. En hafi verðþenslan tekiö við hlutverki Óvinarins i kaup- stöðum, þá eru hamskiptin komin lengra i sveitum landsins. Þar er það Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, sem er orðinn hin fullkomna imynd skrattans. Þar er hann sá djöfull, sem er málað- ur á hvern vegg, og ástæðan er auðvitað sú, hvernig hann hefur skrifað um islenskan landbúnað. I samanburði við hann finnst flest- um sveitamönnum áreiðanlega, að verðbólgan sé álika meinlaus og Satan er orðinn i augum is- lenskra presta. Offramleiðsla búvöru er staðreynd Nú ætla ég að biðja þá bændur sem af undarlegri tilviljun kynnu að rekast á þetta forherta kaupstaðarblað Visi að taka það ekki sem fjandskap við land- búnaðinn, þó að ég kunni að mæla Jónasibótaðeinhverju leyti. Hafi hann sagt að leggja ætti niður Is- lenskan landbúnað er ég honum auðvitað ósammála. En þeirri kenningu hans að rétt sé að draga úr útflutningi á landbúnaðarvör-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.