Vísir - 15.02.1978, Qupperneq 11
VISIR Miðvikudagur 15. febrúar 1978
n
Frá ráðstefnunni um Alþjóðabankann. Sitjandi frá v. eru m.a. Baldvin Tryggvason, formaður Félags SÞ á tslandi, Jón Sigurðsson, for-
stjóri, sem stjórnaði ráöstefnunni, Einar Magnussen, fulltrúi f stjórn Alþjóöabankans, Leif Christofferson og Odd Myhrer, starfs-
menn bankans, Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri og Jón Skaftason, alþingismaður. — Visismynd: JA
hvað þessar tölur þýða i reynd,
sagði Einar Magnússon, að um
aldamótin siðustu heföu þjóðar-
tekjur á mann i Noregi verið um
1000 dalir.
Meira tUlit til
félagslegra sjónarmiða
Einar Magnússon nefndi nokkuð
þá gagnrýni, sem lent hefur á Al-
þjóðabankanum á liðnum árum.
Einkum fjallaði hann um þá
gagnrýni, að framkvæmdir, sem
bankinn hefi lánað fé til, hefði
ekki komið fátækustu ibúum viö-
komandi landa til góða. Haiíji
sagði það rétt vera, að marghátt-
uð fjárfesting, sem bankinn hefði
átt aðild að i þróunarrikjunum,
hefði vissulega orðið til þess aö
breikka bilið milli fátækra og
rikra i þróunarlöndunum og þar
með gert stöðu hinna fátækustu
enn verri. Þetta væri viðurkennt
innan Alþjððabankans, og hefði
skýrt komið fram i ræðum
McNamara, forseta Alþjóða-
bankans, siðustu ti'u árin.
,,0g þetta er ekki bara i orði.
Þessi viðurkenning kemur i vax-
andi mæli fram i starfsemi bank-
ans” sagði hann.
Hann sagöi, að Norðurlönd
legðu mikla áherslu á það innan
Alþjóðabankans, að lán hans til
þróunarlandanna ættu fyrst og
fremst aö fara til fátækustu land-
anna, og fátækustu ibúanna innan
þeirra, og vaEri vaxandi fylgi við
þessa skoðun. Bankinn yrði hins
vegar að fara það varlega i sak-
irnar að samstaða þeirra landa,
sem aðild eiga að honum, héldist.
Þessi breytta stefna kæmi m.a.
fram i þvi, að nú væri aö mörgu
leyti lánað tfl annars konar fram-
kvæmda en áður. Bankinn hefði
fyrrum lagt megináherslu á lán
til virkjana, samgöngutækja, iðn-
aðar og landbúnaöar, sem gæfi
öruggan arð. A árunum
1965—1968 hafi t.d. um 98% af lán-
um bankans farið til slikra verk-
efna. Nú væri þetta breytt. Farið
væri t.d. að lánamun meira til
landbyggðarþróunar, þar sem á-
hersla væri lögð á að hjálpa fá-
tækum bændum, til uppbyggingar
i fátækrahverfum stórborganna,
til menntunar, heilbrigðismála,
næringarmála og fjölskyldu-
skipulagningar. Fyrir árið 1970
hefði litið af lánum bankans fariö
til slikra hluta, en á árunum
1975—1977 hafi hins vegar um 45%
af heildarútlánunum farið til
þeirra, og sýndi þetta þá miklu
breytingu, sem orðið hefði.
Bandarikin hafa
mest atkvæðamagn
Einar Magnussen fjaUaöi einn-
ig um, hvernig valdahlutföll væru
i Alþjóðabahkanum og hvaða
möguleika Norðulönd hefðu á að
koma sinum sjónarmiðum fram.
1 Alþjóðabankanum eiga um
130 rilci sinn hlut, og á ráðherra
frá hverju aðildarrikisæti I aBðstu
stjórn bankans, en hún kemur
saman einu sinni á ári. Fulltrúi
Islands nú er Ólafur Jóhannes-
son, viöskiptaráðherra.
Atkvæðamagn fer eftir hluta-
fjáreign. Bandarikin hafa þyngst
atkvæði, eða 21.75% allra atkvæð-
anna, en t.d. V-Þýskaland hefur
5%. Norðurlöndin öll hafa 3.41%.
Iðnþróuðu rikin hafa samtals
um 61% atkvæðanna, ofluútflut-
ingsrikin 9% og önnur þróunar-
riki 31%.
Ráðherrarnir veita sérstakri 20
manna bankastjórn mikinn hluta
valds sins. Þessir bankastjórar
eru i föstu starfi hjá bankanum i
Washington, og er McNamara,
forseti bankans, formaður banka-
stjórnarinnar. Þar eiga Norður-
lönd einn fulltrúa. Fimm ríki —
Bas.darikin, Bretiand, V-Þýska-
land, Frakkland og Japan — hafa
hvertum sig einn bankastjóra, en
hin 125 rikin verða aö sameinast
um þá 15, sem eftir eru, og skipta
sér niöur i hópa i þvi skyni. Hver
hinna 15 bankastjóra er þvi i
reynd fulltrúi margra landa, og
eiga þeir þvi stundum erfitt um
vik.
Lögð er mikil áhersla á að ná
samkomulagi innan bankans um
ákvarðanir. Ljóst er, að æðstu
embættismennirnir, og þá sér-
staklega McNamara, hafa gifur-
leg áhrif á niðurstöður mála.
Mikilvægt er að hafa áhrif á gang
mála áður en þau koma fýrir
fundi bankastjórnar, þvi eftir að
þangað er komið verður litlu
breytt.
Alþjóðabankinn og
fjölþjóðleg fyrirtæki
Á ráðstefnunni urðu nokkur
orðaskipti um samskipti Alþjóða-
bankans við fjölþjóðleg fyrirtæki.
Elias Daviðsson, kerfisfræðingur,
taldi, að Alþjóðabankinn hefði
þrjú meginmarkmið: „að finna
hagvænleg fjárféstingartækifæri
fyrir eigendur fjölþjóðafyrir-
tækja, að auka hagkvæmni og
arðsemi þeirra fjárfestinga, sem
fjölþjóða fyrirtæki leggja i, i ein-
stökum löndum, og að tryggja
réttarstöðu fjölþjóðafýrirtækja
gagnvart þjóðrikjum”. Talaði
hann um Alþjóðabankann sem
„erindreka fjölþjóðafyrirtækja”,
og sagði, að bankinn neitaði að
lána þeim þjóðum, sem höfnuðu I-
tökum fjölþjóðafyrirtækja, á
meðan „gerræðisstjórnir, t.d. i
Chile”, fengju fyrirgreiðslu.
Einar Magnussen sagði gagn-
rýni þessa fjarri lagi. Það væri
auðvitað rétt, að f jölþjóðleg fyrir-
tæki ættu aðild að ýmsum verk-
efnum, sem Alþjóðabankinn lán-
aði til, enda væri það þá að vilja
þeirra rikja, sem lánin fengju.
Hins vegar væri gjörsamlega út i
hött að fullyrða, að Alþjóðabank-
inn væri erindreki fjölþjóðlegra
fyrirtækja.
Um þá fullyrðingu, að Alþjóða-
bankinn lánaði ekki löndum, sem
höfnuðu itökum fjölþjóðlegra fyr-
irtækja, sagði hann, að hún væri
byggð á mikilli vanþekkingu eöa
öðru verra. Alþjóðabankinn lán-
aði til landa án tillits til sliks. Sem
dæmi um, hversu fáránleg full-
yrðingin væri, mættí nefna, að Al-
þjóðabankinn lánaði til Tanzaniu,
Rúmeniu, Júgóslaviu og Laos, og
fyrir dyrum stæöi lánveiting til
Vietnam. „Varla verðurþvi hald-
ið fram, að þessi riki séu undir á-
hrifum fjölþjóölegra fyrirtækja”,
sagði hann. —ESJ
Páll Bergþórsson segir
aö langflestir greind-
ari og gætnari bændur
séu komnirá þá skoðun
að rétt sé að draga úr
útflutningi á búvörum
þvert ofan i barnaskap
sauðf jármálaráðherr-
ans okkar Halldórs E.,
sem ár eftir ár hafi
haldið því fram, að
vaxtarbroddur land-
búnaðar lægi i útflutn-
ingi búvöru.
um er ég samþykkur. Og svo vill
nú til að langflestir greindari og
gætnari bændur eru komnir á
þessaskoðun, þvertofan i barna-
skap sauðfjármálaráðherrans
okkar, Halldórs E, sem hefur
haldiö því fram ár eftir ár að
vaxtarbroddur landbúnaöar lægi
i útflutningi búvöru. Hér má
minna á ágæta grein Hjartar E.
Þórarinssonar i Timanum fyrir
skemmstu, þar sem hann telur of-
framleiðsluna staðreynd og legg-
ur á nokkur ráð um það, hvernig
við skuli bregðast. Hann vill eink-
um takmafka mjólkurframlejðsl-
una algerlega við innlendar þarf-
ir. Hann bendir á, að þau 40 þús-
und tonn af erlendu kjarnfóðri
sem nú eru flutt inn, svari fræði-
lega til nálega allrar mjólkur sem
til samlags berist á landinu.
Þessa hringavitleysu sem ég leyfi
mér að kalla svo vill Hjörtur tak-
marka með nægjanlega háum
kjarnfóðurskatti eins og hyggnari
leiðtogar bænda hafa lagt til. 1
augnablikinu er þetta útlenda
kjarnfóður ódýrt og freistandi en
getur orðið bændum jafn hættu-
legt og falleg beita á öngli er
fiskinum. Það má sanna að i
henni sé mikil næring en mundi
ekki meltingin stöövast, þegar
þorskurinn er kominn i kösina?
Og hér með vil ég leggja til aö
kjarnfóðurskatti verði m.a. varið
til að lækka verð á graskögglum
og öðru innlendu kjarnfóðri eink-
um þó meö hagræðingu á fram-
leiðslunni. Einnig mætti nota
hann tíl að hvetja til votheys-
verkunar.
Annað er þaö sem Hjörtur
bendir á að bændur þurfi að laga
framleiðsluna sem mest eftir
eftirspurn. Innlendi markaöurinn
tæki áreiðanlega við meira kjöti
en hann gerir nú ef þaö væri að
hæfilegum hluta gott nautakjöt af
holdablendingum. Og þó aö kenn-
ingar sumra þeirra sem hæst tala
um manneldismál séu næsta hæp-
in visindi þá sé minnkandi eftir-
spurn eftír feitmeti staöreynd
sem er óiiklegt að breyting verði
á i bráð og við þvi verði bændur
aðbregðast á skynsamlegan hátt.
Hjörtur gagnrýnir með réttu þá
kenningu sem hann segir hafa
skotið upp i vinstri herbúðum
stjórnmálanna að i rauninni sé
engin offramleiösla á búvörum,
allt mundi seljast ef kaupgetan
væri meiri. Það hefur sýnt sig
eftír kauphækkanirnar i haust að
þessi kenning stenst ekki vel og
ég er ekki einn um þá skoðun á
vinstri vængnum þvi að Skúli á
Ljótunnarstööum hefur afhjúpað
þessa blekkingu i grein i Þjóð-
viljanum fyrir skemmstu.
Hagræðing i landbúnaði
Það sem mér finnst einna at-
hyglisveröast i grein Hjartar á
Tjörn er að bændur verði nú
fremur en nokkru sinni fyrr að
beina athygli að hinni hagrænu
hlið búrekstursins, minnka til-
kostnaðinn án þess að minnka að
sama skapi nettótekjur búsins til
dæmis með þvi að bæta fóður-
framleiösluna og draga úr ofvél-
Sauðf jár má laráðher rann
Halldór E. hefur í barna-
skap haldið því fram, að
vaxtarbroddur landbún-
aðar lægi í útflutningi bú-
vöru.
væðingu. Þetta er mál sem ég hef
talsvert hugleitt i sambandi við
baráttuna við islenskt loftslag.
Ef gengið er út frá þvi að bú-
vöruframleiðslan sé sem mest
takmörkuð við innlendan markað
er augljóslega þýðingarmikið að
draga sem allra mest úr þeim
sveiflum sem á henni verða bæði
frá einu ári til annars og ekki
siður frá einum áratug til annars.
I nýútkomnu riti Landverndar
um fæðubúskap Islendinga hef ég
sett fram tölulega hvernig töðu-
fengur af hektara sé háður fyrst
og fremst tveimur þáttum, hita-
fari og tilbúnum áburði. Ef alltaf
er notaður jafn mikill áburður,
hlýtur heyfengur að sveiflast
stórlega þegar loftslagsbreyting-
ar verða eins og tíl dæmis á kal-
árunum fyrir 1970. En með þvi að
haga áburðargjöf i samræmi við
loftslag á hverjum tima má jafna
mjög framleiðsluna. I góöæri á þá
aðdraga úr áburði frá þvi sem nú
er. Þetta er meinalitið þvi að
siðustu skammtarnir af tilbúnum
áburði gefa á að giska helmingi
minni sprettuauka en fyrstu
skammtarnir. Þegar svo harðir
vetur og vor koma er rétt að auka
áburðinn, en þar sem þá er um að
ræða óviðráðanlegar aðstæöur af
völdum náttúrunnar, er sjálfsagt
að slik áburöaraukning veröi
greidd að mestu leyti niður af
þjóðfélaginu. Og þá má greiða
niður kjarnfóður. Þar með halda
bændur bústofni sinum, en neyt-
endur fá þær vörur sem annars
yrði skortur á. I grein minni i riti
Landverndar sem minnst var á,
er talið sennilegt, að islensk tún
gefiað jafnaði 40% minni heyfeng
en friðaðir reitir á tílrauna-
stöðvum jafnvel þótt tekiö sé tillit
til túnbeitar nautpenings. Svipuð
skoðun kemur fram i annarri
grein i sama riti eftir Friðrik
Pálmason og fleiri búvisinda-
menn. Ef bændur gætu dregið úr
þessum stórkostlegu afföllum af
sprettunni minnkað til dæmis
óhagkvæma túnbeit sauöfjár væri
hægt að spara áburðarkaup að
sama skapi og auka nettótekjur
búsins. Gott viðhald þurrkunar i
votlendum nýræktum er atriði,
sem gætí sparaö áburð. Búfjár-
áburð má nýta betur en gert er.
Hjörtur nefnir ofvélvæðingu
sem vandamálbænda. Mæli hann
manna heilastur og þarft væri að
Sambandið sneri nú blaðinu við
og hvetti bændur til að kaupa
slika vöru I hófi. Þaö er kunnugt
að til votheysverkunar þarf mun
einfaldari vélakost en tíl að
þurrka hey, en i leiöinni munu
fást miklu fleiri fóðureiningar af
hektaranum með súrheysverkun-
inni og jafnara fóöur frá ári til
árs. Þungar og margar vélar
eyða mikiíli orku og skemma
viðkvæm gróðurteppi túnanna.
Að nota saltarann
I upphafi greinar minntist ég á
þrjú afbrigði af hinum vonda,
kölska gamla sjálfan, verðbólg-
una og Jónas ritstjóra. Vist var
Satan vondur, en þó girnilegt að
fara að dæmi hans i hófi. Verð-
bólgan er bölvuð, er getur þó
hvatt til framkvæmda og fram-
fara sé haldið i hemilinn á henni.
A sama hátt getur stefna Jónasar
Hjörtur Þórarinsson á
Tjörn gagnrýnir réttilega
þá kenningu, sem hann
segir að hafi skotið upp
kolli i vinstri herbúðum
stjórnmálanna, að i raun-
inni sé engin offram-
leiðsla á búvörum, allt
myndi seljast ef kaupget-
an væri meiri.
i landbúnaðarmálum leitt tíl góðs
ef menn tempra hæfilega fram-
kvæmd hennar. Sem sagt það má
hafa gott gagn af óvininum ef við
eigum i fórum okkar saltara til að
lemja í hausinn á honum á réttum
augnablikum, eins og Sæmundur
fróði gerði á sinni miklu sundreiö
yfir íslands ála. En hvenær sem
Jónas verður laminn er þó allra
brýnast að bændur keyri saltara
sinn þegar i staö i höfuöið á Hall-
dóri E. áður en hann lætur stór-
auka búvöruframleiðslu til út-
flutnings, fyrir spottpris.