Vísir - 24.02.1978, Side 9

Vísir - 24.02.1978, Side 9
VTSIR Föstudagur 24. febritar 1978 9 Guörún Eggertsdóttir. Linda Bergen. Sigriftur Vaigeirsdóttir. Guftbjörg Guftmundsdóttir. m hefur ekki hug á þvi. Sjálf á hún barn sem er að verða tveggja ára, og hún sækir námskeiðið til að vera betur undir uppeldið búin. „Ég hef lært eitt hér sem ég hefði ekki vitað annars, en það er að gefa barninu minu lýsi. Ég var alltaf á móti þessu, en hér hef ég fengið óyggjandi sannanir fyrir þvi hversu hollt þetta er og það breytti auðvitað afstöðu minni”, sagði Linda. Hún kvaðst einnig vera mjög ánægð hve leikir og störf barna fengju góðan tima á námskeiðinu, þvi það bættist allt- af eitthvað nýtt við og það væri alveg náuðsynlegt að fylgjast með á þessu sviði eins og öðru. „Mér finnst þetta mjög fræðandi og skemmtilegt og vildi alls ekki hafa misst af þvi að vera þátttak- andi”, sagði Linda. Hefur barnarbarnið i gæslu „bað er nú orðið nokkuð langt siöan ég var með min börn litil, svo að þegar ég tók að mér að gæta barnabarns, þá fannst mér nauðsynlegt að hressa upp á hin ýmsu svið sem lúta að barna- gæslu. bað hefur svo margt breyst á undanförnum árum og það er alveg nauðsynlegt að fylgj- ast með”, sagði Sigriður Val- geirsdóttir. Hún sagði að það gæti vel farið svo að hún tæki fleiri börn en barnabörnin i gæslu, en samt væri hún ekki ákveðin i þvi ennþá. námskeið. bað hafa allir gott af viðbótarþekkingu á þessu sviði og mér list mjög vel á það sem kom- ið er. bað er nú svo að það halda allir að þeir kunni alls konar leiki fyrir börn, en þegar á reynir þá vantar alltaf hugmyndir. 1 þetta atriði verður farið mjög vel hér og eins næringarefnafræði, sem er mjög nauðsynlegt,” sagði Guð- rún Eggertsdóttir, þátttakandi i namskeiðinu. „Mjög fræðandi og skemmtilegt” Linda Bergen er bandarisk en hefur búið hér á landi i sex ár. Hún hefur ekki börn i gæslu og i samtali vift konurnar á námskeiftinu kom fram mikii ánægja meft leiftbeiningar I næringarefnafræfti og nauðsyn á kennslu og leiðbeiningum um rétt fæðuval. —Vlsismyndir Jens Alexandersson Auftur Jónsdóttir. Vann á barnaheimili en tekur nú börn heim Guðbjörn Guðmundsdóttir hefur nú fjögur börn i gæslu. bau eru á aldrinum eins til fimm ára. „Ég vann á barnaheimili, en ákvað svo að taka börn á heimili mitt og þvi sæki ég þetta nám- skeið til að vera betur undir þetta búin. Ég er mjög ánægð með það efni sem hér er farið yfir, sér- staklega næringarefnafræði og fæðuval fyrir börnin. Eins er fjallaðum sálarfræði og uppeldis- fræði, sem er nauðsynlegt”, sagði Guðbjörg. ,,Öðru visi en að vera með sin eigin börn.” „Mimr krakkar eru orönir þaö stórir, að það var upplagt fyrir mig að rifja ýmislegt upp”, sagði Auður Jónsdóttir. Hún hefur fjög- ur börn i gæslu á heimili sinu all- an daginn og gefur þeim einnig að borða eina máltið á dag. Hún kvaðst mjög ánægð með val á efni. i námskeiðið t.d. næringarefna- fræðina, leikina og hjálp i viðlög- um, svo eitthvað væri nefnt. „Ég hef sloppið mjög vel með min börn, en mér finnst að fólk verði að vera undir það búið að geta veitt fyrstu hjálp ef eitthvað kem- ur fyrir, sem maður vonar nú auðvitað ekki það er alltaf öðru- visi að vera með annarra börn en sin eigin”, sagði Auður. —KP Jimmy Kruger, dómsmálaráftherra — valdamesti maftur Suftur- Afriku. hættu”. Sönnunarbyrðin er lögð þar á sakborninginn, sem verður að sýna fram á, að hann hafi ekki ætlað að vinna hryðjuverk. Lág- marksrefsing er 5ára fangelsi, en brot af þessu tagi geta varðað dauðarefsingu. bessi lagagrein veitir lögreglunni heimild til þess að setja i fangelsi til ótakmarkaðs tima, hvern þann, sem hún grun- ar um „hryðjuverk”, og má hún gera það með leynd. Sérstök lög um öryggismál inn- anlands voru sett 1976 til höfuðs starfsemi kommúnista. bau veita dómsmálaráðherranum heimild til þess að lýsa „banni” á hvern þann, sem grunaður er um kommúnisma eða athæfi sem „grafið gæti undan stjórnskipan landsins”. Nú þarf öryggislögreglan ekki einu sinni að hafa grun eða illan bifur á viðkomandi til þess að varpa honum i fangelsi. bað er nóg að ætla hann hugsanlegt vitni saksóknarans i máli gegn ein- hverjum pólitiskum fanga.bá má varpa viðkomandi i fangelsi og halda honum i allt að sexmánuði með leynd. betta hefur Gestapólögregla Krugers notfært sér óspart. Og vei þeim sem lendir i fangeGum hennar. 45 pólitískir fangar hafa látið lifið með vofeiflegum hætti i þessum fangelsum siðustu 18 mánuðina. Um 21 þeirra var sagt, að hann hefði framiö sjálfsmorð Hinir sem sleppa lifs úr prisund- inni, ganga ekki allir heilir til skógar og kunna hroðalegar sög- ur að segja af pyndingum, þar sem beitt er raflosti, barsmiðum og fleiri hugvitsamlegum kvalar- aðferðum. Hróskinnaleikur franskra kommúnista Umsjón: Guðmundur Pétursson Frakkland stendur nú enn einu sinni við þröskuld mikilvægra kosninga. Aldrei fyrr hafa sigurlikur vinstri aflanna i landinu verið eins miklar og fyrir þessar kosningar, en sigur þeirra gæti ekki aðeins hrist stoðir Frakklands heldur einn- ig valdið verulegri rösk- un á valdajafnvæginu i Evrópu. Siðan að Socialistar, og Kommúnistar gerðu kosninga- bandalag sitt árið 1972, hafa þeir stöðugt styrkt stöðu sina. í dag standa þeir nær þvi að ná stjórnartaumunum en nokkurn- tima fyrr i sögu fimmta lýð- veldis Frakklands. Skoðanakannanir sýna að vinstriöflin muni sigra. Ef kosningarnar hefðu fariö fram fyrr i þessum mánuði, heföu vinstri flokkarnir fengið 259 þing- sæti en hægri flokkarnir 228 sæti — eða 31 sæti minna. Takmark kommúnista með samkomulaginu var aö fá viður- kenningu og að auka fylgi sitt meðal kjósenda, en meginþorri Frakka hræddustog hræðast enn kommúnista. Ftanski kommúnistaflokkurinn hefur alla tið dansað á Moskvu-linunni, og er enginn kommúnistaflokkur i allri Vest- ur-Evrópu sagður Moskvu eins trúr. bar sem kosningabandalagið náði ekki tilætluðum árangri varð kommúnistaflokkurinn neyddur til að taka eitt skref enn til að auka álit sitt meðal kjósenda, og fyrir valinu varð „Evrópu- kommúnisminn” Slikt kostaði innbyrðis uppgjör innan flokksins enda flokksmenn ekki allir á sama máli um ágæti þessarar nýjustefnu. Margir eru lika á þeirri skoðun aö ekki sé hægt að taka „Evrópukommún- isma” flokksins alvarlega þar sem vitað sé og viöurkennt af flökksstjórninni, að flokkurinn fái m.a. mikinn fjárhagslegan stuön- ing frá Sovétrikjunum, og sé á annan hátt háður Moskvu enn. Evrópukommúnisminn reynd- ist lika vera einskonar millileik- ur. begar sýndi sig aö þessi nýja stefna hrökk ekki til, var „lin- unni” enn breytt. Socialistar voru skammaðir blóöugum skömmum fyrir að brjóta samkomulagiö með þvi að snúa sér til hægri. Dag eftir dag i meira en tvo mánuði var Socialistaflokkurinn kallaður öllum illum nöfnum, og allir helstu forkálfar flokksins rakkaðir niður eins og mögulegt var. Slikur var hávaðinn og lætin og ásakanirnar á báða bóga, að talið var með öllu útilokað að flokkarnir næðu saman að nýju. begar til kom reyndust slikar getgátur vera út i hött. Kommún- istaflokkurinn snéri gjörsamlega við blaðinu i lok janúar. Marchais formaður flokksins hélt ræðu þann 27. janúar og kallaði þá sósialistana „sina vini”. Var þaö i fyrsta sinn i tvo mánuði að slik setning heyröist úr búðum kommúnista.Sagöi hann þá, að ef vinstri öflin næöu meirihluta i komandi kosningum, myndu kommúnistar með glöðu geði stjórna við hlið vina sinn i sósiali staflokknum...

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.