Vísir - 03.03.1978, Side 10

Vísir - 03.03.1978, Side 10
10 Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundurG. Petursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Bláðamenn: Edda Andrésdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Palsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, 'Sæmundur Guóvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jon Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Frá austri til vesturs Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra fékk eins og vænta mátti höfðinglegar móttökur í opinberri heim- sókn sinni til Ráðstjórnarrikjanna/ sem nú er nýlokið. Ráðherrann hefur eftir heimkomuna lýst yfir því að þessi heimsókn hafi bæði verið gagnleg og ánægjuleg. Ráðstjórnarstjórnvöld hafa lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bjóða íslenskum ráðherrum austur. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra haf a þegar farið auk sjávarútvegsráðherra og Vilhjálmur á Brekku á þangað heimboð, sem hann hefur ekki komið við að þiggja enn sem komið er. Ekki er nema gott eitt að segja um þessar opinberu heimsóknir. En eftir heimkomuna frá Ráðstjórnarríkj- unum hefur Matthías Bjarnason vakið athygli á þeim viðskiptaörðugleikum, sem við stöndum frammi fyrir gagnvart þessari gestrisnu þjóð. Sjávarútvegsráðherra flytur þann boðskap frá Ráð- stjórnarríkjunum að það sé stef na þeirra að verða sjálf- um sér nóg varðandi öf lun sjávaraf urða. Þau hafa þegar gert fiskveiðisamninga við þjóðir, sem fært hafa land- helgi sína út i 200 sjómilur gegn því að landa þar f iski og kaupa hann síðan fullunninn. Þessar aðstæður hljóta að opna augu manna fyrir mikilvægi þess að leita nýrra markaða, sem smám sam- an gætu komið i staðinn fyrir kaup Ráðstjórnarríkjanna. Einsýnt virðist að Ráðstjórnarríkin geta ekki nema í mjög takmörkuðum mæli boðiðþað verð sem við þurf um að fá fyrir útflutningsafurðir okkar. Framleiðsla á Ráðstjórnarríkjamarkað er ekki háð sömu kröfum og gerðar eru á mörkuðum í Vestun Evrópu og Ameríku. Ef við byggjum framleiðslu okkar þannig upp getum við augljóslega staðið frammi fyrir verulegum viðskiptalegurrrhættum, sem felast í því að við getum lent í erf iðleikum með að aðlaga okkur að öðr- um mörkuðum. Ullariðnaður á Akureyri er t.a.m. kominn undir velvild Ráðstjórnarríkjanna að miklu leyti. Þannig geta þau haft afgerandi áhrif á atvinnulíf á Akureyri. Sama er upp á teningnum að því er varðar lagmetisiðnaðinn. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra bendir rétti- lega á það í viðtali við Vísi sl. þriðjudag, að lagmetisiðn- aðurinn á nú mest undir útf lutningsmöguleikum til Ráð- stjórnarríkjanna. Ýmislegt bendir því til þess aðgera þurf i verulegt átak í því að opna nýja markaði, bæði fyrir sjávaraf urðir og ullariðnað. Að því er sjávarafurðirnar varðar er það ekki einungis lagmetið, sem á í hlut, heldur einnig ný framleiðsla, er við komum til með að byggja á eins og t.d. kolmunninn. Þær hugmyndir hafa verið settar fram, að við freist- uðum þess að koma fiskafurðum á markað í Vestur Evrópu, t.a.m. í Þýskalandi, með svipuðum hætti og í Bandaríkjunum. Ef þannig færi myndum við kaupa olíu þar sem hagstæðast væri hverju sinni, en ekki binda þau kaup við Ráðstjórnarríkin. Vísir hefur áður bent á að þessum málum verður að gefa gaum. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sagt skýrt og skorinort, eftir heimsókn sina til Ráðstjórnarríkjanna, að hann telji sjálfsagt að efla við- skipti okkar við Vestur-Evrópu. Hann hef ur einnig sagt í viðtali við þetta blað að honum lítist ekki illa á þá hug- mynd að við reisum f iskvinnslufyrirtæki í Þýskalandi, en hefur um leið lagt áherslu á að hann vilji ekki síður auka viðskipti við Holland og Belgíu. Meginatriðiðer, að Islendingar verða í meiri alvöru en hingað til hef ur verið gert að auka viðskiptin við Vestur Evrópu. Við getum eftir sem áður stundað vinsamleg samskipti við Ráðstjórnarríkin, en megum umfram allt ekki einangra stóra þætti í framleiðslustarfsemi okkar við þann markað. Askríftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. »0 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Föstudagur 3. mars 1978 visir HÆGT AÐ KOMAI I VEG FYRI SJÓFLÓÐATJÓN • Vísir rteðir við Þórarin Magnússon verkfrœðing hjó Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Þórarinn Magnússon verk- fræðingur. Visismynd BP „Við viljum að það verði settar reglur um skipu- legar varnaraðgerðir gegn snjóflóðum hér á landi til þess að reyna að koma i veg fyrir að slys af völdum snjóflóðs á borð við það sem varð i Neskaupsstað endurtaki sig. En slysin vilja gleymast þegar hjá líður og mönnum verður hættan ekki eins ljós og áður”, sagði Þórarinn Magnússon verk- fræðingur i samtali við Visi. Þórarinn hefur ásamt Helga Björnssyni jöklafræðingi og Magnúsi Hallgrimssyni verk- fræðingi kynnt sér rannsóknir á snjóflóðum og vörnum gegn þeim bæði hér heima og erlendis. „Fyrsta ferðin utan var farin til Noregs og Sviss i janúar 1976. Styrk til fararinnar fengum við frá Rauða - krossi Islands, Hjálparstofnun kirkjunnar auk þess hafa vinnuveitendur okkar borið hluta af kostnaðinum við námsferðirnar. Hafa nokkrar ferðir verið farnar m.a. til Bandarikjanna og Kanada.” Varnarvirki ofviða ein- stökum bæjarfélögum „Að minu áliti hefur árangur af þessum ferðum verið góður”, sagði Þórarinn. „Miklum upp- lýsingum hefur verið safnað, mannvirki skoðuð og tengsl hafa fengist við mjög marga aðila sem fást við snjóflóðarannsóknir. 1 Noregi var stofnuð sérstök deild Félagsmálastorfið er annað og meira en úthlutun peninga Umþessar mundir eru 10 ár liðin siðan sam- þykkt um félagsmálaráð Reykjavikurborgar tók gildi, en með henni var miðað að þvi að sameina og samræma félags- málastarf á vegum Reykjavikurborgar i einni stofnun, Félags- málastofnun Reykjavík- urborgar, undir stjórn félagsmálaráðs. I fljótu bragði verður mörgum hugsað fyrst og fremst til aðstoð- ar við ýmis olnbogabörn þjóðfé- lagsins, þegar nafn Félagsmála- stofnunar ber á góma, en hér er allt annað og miklu meira á ferð- inni. Starf Félagsmálastofnunar tekur yfir afar vitt svið, nær með- al annars til heimilishjálpar fyrir aldraða, starfsemi upptökuheim- ila og stofnana fyrir börn, rekst- urs leiguhúsnæðis borgarinnar, félagsmálaaöstoðarfyrir þá, sem eru hjálpar þurfi, tómstunda- starfs aldraðra, og uppbyggingar og reksturs dagvistunarstofiiana fyrir börn, svo nokkuð sé talið. 1 vaxandi mæli hefur verið lögð á- ... \ Markús Örn Antonsson« borgarráösmaöur og I formaöur félagsmála- ráðs Reykjavikurborg- ar skrifar um starf- semi Félagsmála- stofnunar Reykjavík- urborgar og segir m.a. að aukin áhersla sé lögö á fyrirbyggjandi aðgerðir. '---------Y^---------- hersla á fyrirbyggjandi starf á vegum Félagsmálastofnunar og mun starfsemi hennar beinast æ meir i þann farveg. 1 ljós hefur komið, að þeim fjölgar hlutfalls- lega, sem aðeins njóta aðstoðar i formi leiðbeininga og ráðgjafar, en fá ekki fjárhagsaðstoð. Er það mikilsverður árangur i félags- málastarfinu. Starfssvið félagsmálaráðs Það er félagsmálaráð, sem er stjórnarnefnd Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, og hef- ur eftárlit með henni og þeim öðr- um stofnunum borgarinnar, sem að félagsmálum vinna. Auk þess að hafa umsjón með starfi þess- arar stofnunar borgarinnar, er félagsmálaráð borgarstjórn ráð- gefandi um ýmsa aðra þætti fé- lagsmálanna og hefur frumkvæði aðþviað gera tillögur um nýmæli á því sviði eða endurskoðun og endurbætur á gildandi lögum, reglugerðum eða samþykktum. Félagsmálaráð er skipað 7 mönn- um, sem kjörnir eru hlutfalls- kosningu af borgarstjórn og jafn- mörgum til vara. Samþykkt fyrir ráðið tók gildi 1968 og frá sama tima tók félagsmálaráð við verk- efnum framfærslunefndar. Siðan hefur ráðið tekið við verkefnum barnaverndarnefndar og áfengis- varnarnefndar að nokkru sam- kvæmt reglugerðum um verk- efnaskiptingu milli félagsmála- ráðs og nefndanna. Fundir félagsmálaráðs eru haldnir flestalla fimmtudags-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.