Vísir - 03.03.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 03.03.1978, Blaðsíða 28
VÍSIR Bremsumar frvsu og bíUinn í sjóinn Fólksblll dk út af smábátabryggjunni i Bolungarvlk aðfaranótt iniðvikudags og lenti i sjónum. Einn maður var i bilnum og tókst honum við iilan leik að komast i land. Manninum varð ekki meint af volkinu en bfllinn er tals- vert skenimdur. Tildrög slyssins voru þau að maðurinn sem heitir Elias Ketilsson var á leið niður bryggjuna að huga að báti er hann átti. Þegar hann ætlaði að stöðva bil- inn voru bremsurnar frosn- ar fastar og billinn steypt- ist fram af bryggjunni. Hörkugaddur var og norð- austan stórhrið og var sjór- inn isi lagður. Billinn braut vök i ísinn og tókst mannin- um að komast út úr honum. Það tók hann nokkurn tima að finna vökina og synda aö bryggjunni. Þar vildi það honum til láns að stigi lá frá bryggjunni niður i sjó og komst hann upp hann með naumindum. Enginn var nærstaddur sem hefði getaö komið honum til hjálpar. —K.L.M, Bolungarvík/KS MÍSjÖÍFN ÞÁTTTAKA Tveggja daga verkfalli nokkurra stærstu launþegasamtaka i landinu er nú lokið og er þátttakan i þvi mjög mis- jöfn, og ber upplýsingum aðila vinnu- markaðarins ekki saman. Samkvæmt upplýsing- um frá Alþýðusambandi Islands hefur vinnustöðv- un á Reykjavikursvæðinu báða verkfallsdagana verið sem næst alger hjá þeim tveim félögum, sem boðuðu formlegar verk- fallsaðgerðir, en það voru Dagsbrún og Prentara- félagið. Ennfremur hafi þátt- takan á mótmælaað- gerðum verið mjög al- menn úti á landi, á Akra- nesi, i Borgarnesi og á Siglulfirði. Á Akureyri lögðu um 70-80% manna niður vinnu á félagssvæöi Einingar. A Neskaups- stað var algjör stöðvun báða verkfallsdagana að þvi er segir i frétt frá ASt. Þessum upplýsingum ber ekki saman við upp- lýsingar atvinnurekenda. I frétt frá Félagi is- lenskra iðnrekenda segir að 80% starfsfólks iðn- fyrirtækja hafi mætt til starfa 1. og 2. mars og er þessi niðurstaða byggð á könnun sem tók til 30 fyrirtækja af 200 sem aðild eiga að Félagi is- lenskra iðnrekenda. „Þaö voru flest fyrir- tæki i rekstri en misjafnt hvernig gekk eftir at- vinnugreinum”, sagði Kjartan Jónsson fulltrúi Vinnuveitendasambandi íslands viö Visi. Kjartan sagði að meginþorri fyrirtækja i málm- og skipasmiðaiðnaðinum hefði verið starfræktur i verkfallinu en hins vegar hefðu aðeins um 50-60% mannaflans mætt. Það virtist sem lögð hefði ver- ið áhersla á að stöðva stærri fyrirtækin. Hjá Eimskip var ekkert unniö við aígreiöslu og upp- skipun. í byggingar- iðnaöinum mættu flestir múrarar og pipu- lagningarmenn. Ein- hyerjar fjarvistir voru hjá trésmiðum og verka- mönnum en þó hlutfalls- lega meiri hjá tré- smiðum. Kjartan sagði aö viðast hvar hefði verið unnið úti á landi. Samskonar upplýsing- ar fékk Visir hjá Gunnari Bjarnasyni hjá Meistara- félagi byggingarmanna en hann taldi þó að fljótt á litið hefði þátttakan ,i verkf allsa ðgerðum i byggingariðnaðinum verið 40-50%. —KS Margt góöra manna og kvenna var vibstatt opnunina I gærkvöldi, eins og sjá má á þessari mynd. A litlu mynd- inni eru þeir Ólafur Laufdal og Baldvin Jónsson að skála fyrir Hollywood. Visismynd BP. Nú dansa Reykvík- ingar í Hollywood Nýr skemm tistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur” sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margirurðu frá að hverfa. Það er ólafur Laúfdal, fyrrum óöalsbóndi, sem er aðaleigandi hins nýja diskóteks, en það er þar sem áður var Sesar, á mótum Armúla og Hallarmúla. Litlar sem engar breyt- ingar hafa verið geröar á húsakynnum staðarins og eru ekki fyrirhugaðar i bráð. Starfsfólkið munu gestir kannast viö úr Óöali, en það hefur fylgt Ólafi til Hollywood. —GA. Tóku sér stöðu fyrir framan Flugfélagsvéi Dagsbrúnarmenn hindruðu á miövikudaginn eina af Fokker-vélum Flugfélags tslands i að fara til Vestmanna- eyja með þvi að leggja við hana bifreiö og standa I hóp fyrir framan hana. Einar Helgason yfir- maður innanlandsflug- deildar sagði Visi i morgun að Dagsbrúnarmenn hefðu sagt þetta löglegt verkfall boðað i nafni félags sfns og þvi ekki mætt til vinnu. Verkstjórar voru þá látn- ir afgreiða vélarnar en það sögðu Dagsbrúnarmenn verkfallsbrot. Einar sagði aö í venjulegu verkfalli yrðu verkstjórar aldrei látnir gegna þessum störf- um, en þeir hefðu talið að i þessu tilfelli væri þvi ekki til að dreifa. Þegar hins vegar Dags- brúnarmenn röðuðu sér við vélina og sögðu hana hvergi fara var hætt við flugið og ekki reynt aftur né heldur siðari verkfalls- daginn. I morgun var hins vegar hafið flug eftir þvi sem veður leyfði. —óT „Sœkí aftur um starfið" — segir Rognar B|örnsson „Ég héf tekið þá ákvörð- un að sækja aftur um starf organista viö Dómkirkjuna vegna þess að ég tel, að sem tónlistarmaður á þeim stað geti ég orðið kirkjunni og islenskri tónlist að mestu gagni innan lands og utan. Kirkjan er stofnun sem hlýtur að aga sina, en ekki forherða og er sáttfýsi þvi ekki minkunn”, segir í yfirlýsingu frá Ragnari Björnssyni organista, en eins og komið hefur fram i Visi hefur honum verið vik:- ið úr starfi án nokkurra skýringa. Vegna uppsagnar Ragnars sendu meðlimir I Dómkórnum bréf til sóknarnefndar, þar sem segir að kórinn hafi hætt störfum meðan ekki verður breyting á þvi ástandi sem núer. —KP. Fáir fjarverandi, segir ráðuneytið Niargir í verkfalli, segja félögin ,,í stórum dráttum var mætt mjög vel i langflestar stofn- anir rikisins verkfallsdagana. Fjarvistir voru hvað mestar i skólum, en mæting var yfirleitt betri seinni daginn”, sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri i fjármálaráðuneytinu, i samtali við Visi. Fjármálaráðuneytið lét gera yfírlit yfir mætingar starfsmanna fyrsta verk- fallsdaginn. Af 159 stofn- unum voru allir mættir hjá 104. 1 ráðuneytunum voru yfirleitt allir mættir en þó vantaði nokkra i einstakar stofnanir og á vegum þeirra og að sögn Þorsteins Geirssonar skrifstofustjóra I fjármálaráðuneytinu var yfirleitt litil mæting hjá íitlum stofnunum. Upplýsingar frá mennta- málaráðuneytinu lágu ekki fyrir þar sem ekki var lokið könnun á mætingu kennara iskóla landsins. Vitað er að sumir skólar störfuðu með eðlilegum hætti eins og M.R. og Tækniskólinn, en hins vegar iá kennsla niðri eða þvf sem næst i Hamra- hlið og mörgum deildum Háskólans. Þorsteinn sagði að gróft reiknað, ef skólarnir væru teknir út úr dæminu, væri ekki vafi á þvi að mæting i rikisstofnanir hefði veriö yfir 90%. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, sagði i samtali vð Visi að þátttaka félagsmanna i verkfallinu hefði verið um 50%, ef frá eru taldar heil- brigðisstéttir og þeir sem þurftu að sinna öryggis- þjónustu. Ef kennarar við grunnskóla væru teknir sérstaklega hefði þátttaka þeirra verið um 60-70%. Haraldur sagði, að af um níu þúsund félagsmönnum væru i heilbrigðis og öryggisþjónustu um þrjú þúsund og um helmingur þeirra sem eftir væru mættu ekki til vinnu. Magnús Skúlason hjá. BHM sagði i samtali við Vísi að þeim teldist til að um 75% félagsmanna heföu tekið þátt i verkfallinu. —KS AEG TELEFUNKEN litsjónvarpstœki DREGIÐ20.APRIL Smáauglýsingainöttaka alla virka daga frá 9-22, Laugardaga frá 9-15 og sutinudaga frá 18-22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.