Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 2
 SVISIR' spyr f Reykjavik Gæliirðui hugsað þér að flytja til Færeyja? Marino Ólafsson, ljósmyndari: Já, þar býr gott fólki. Kjartan Ingvason, bankamaöur: Já, þar eru góðir atvinnumögu- leikar og þar býr gott og skemmtilegt fólk. Halldór Kristjansen, banka> maöur: Nei, þaö vildi ég ekki. Ég þekki landiö ekki neitt. Róbert Sigurbsson, bankamaöur: Nei, mér likar vel við Island og vildi ekki flytja héðan. Helga Jónsdóttir, bankamaöur: Já, lffskjör virðast vera betri i Færeyjum en á íslandi og landið er fallegt. Föstudagur 17. mars 1978 VISIH Séö yfir verksmiöjusalinn. Forráöamenn verksmiöjunnar kynna blaöamönnum framleiösluna. Vlsismynd: BP. Ný samvinnuverksmiðja: Baka um tvö tonn af kexi á hverjum degi Kexverksmiðjan Holt hefur sett á markaöinn þrjár nýjar kextegundir. Verksmiöjan er nýtekin til starfa og er i eigu Sambandsins. Hún er til húsa i vöruhúsi Samhandsins aö Holtagöröum. Vélarnar i kex- verksmiðjuna voru keyptar til landsins frá irlandi. I þessu tilefni var blaðamönn- um boðið að skoða verksmiðj- una og bragða á framleiðslunni. 1 verksmiðjunni vinna 12 manns. Aætlað er að baka um tvö tonn af kexi á dag og er nú unniðmeðfullum afköstum eftir um mánaðar starfrækslu. Þeg- ar er komið á markaðinn van- illukex, mjólkurkex og kornkex en framundan er að hefja fram- leiðslu á þrem öðrum kexteg- undum. Það kom fram að vélarnar voru keyptar notaðar frá Ir- landi. Þær ganga fyrir rafmagni og að sögn forráöamanna verk- smiðjunnar er rafmagn það dýrt á írlandi að bakarofnar eru yfirleitt kyntir með gasi. Verk- smiðjusalurinn er um 86 metra langur og er bakarofninn lang- leiðina eftir salnum endilöngum og renna kökurnar i gegnum hann á færibandi. Þegar kexið kemur úr ofninum rennur það áfram á færiböndum meðan það er að kólna og fer siðan i pökk- unarvélina. Það er eina stigið i framleiðslunni sem er ekki sjálfvirkt. I’ökkunarvélin er frönsk og getur afkastað um 2400 pökkum á >dukkustund. Þegar Sambandið ákvað að setja á stofn kexverksmiðju fékk það danskan kexverk- smiðjustjóra, Georg Engstrup, til ráðuneytis við kaup á vélum, skipulagningu ásamt vali á upp- skriftum. Við þróun uppskrifta hafa danskar uppskriftir verið hafðar til viðmiðunar en þeim hefur litillega verið breyt't i samræmi við islenskan smekk. Verksmiðjustjóri i Kexverk- smiðjunni Holt er Ornólfur örnólfsson. KS Er að lifna yfir poppmenningunni? STRANGLERS KOMA I BYRJUN MAI! Nú hefur endanlega verið gengiö frá því aö breska popp- hljómsveitin „Stranglers” kem- ur hingað til lands og heldur tónleika i Laugardalshöllinni miövikudagskvöldiö 3. mai. t samtali Visis viö Steinar Berg, sem ásaint Baldvin Jóns- syni annast komu þeirra hingað og tónleikahald, kom fram að hljómsveitin er að senda frá sér nýja plötu og hefur ákveðið aö lialda blaðamannafund til kynn- ingar á henni — á islandi. Þeir koma við hér á leiö frá New Vork til Noregs, og vegna þess að hljóðfæri þeirra og tækjabúnaður er með i förinni, þótti tilvalið að halda tónleika i ieiðinni. Akveðið hefur verið að verð aðgöngumiða fari ekki yfh’ 2.500 krónur og á tónlcikunum munu auk Stranglers leika Spilverk þjóðanna og önnur þekkt isiensk hljómsveit sem ekki hefur verið ákveðin. Tónleikarnir munu taka þrjá klukkustundir. Þótt Strangiers séu ekki mjög þekktir hérlendis hefur þeim að undanförnu gengið mjög vel út i hinum stóra heimi og eru meðal ef th’sóttustu hljómsveita i popp- heiminum. Þeir leika hressiiega rokktónlist — ekki þó það sem kallaö hcfur verið „punk” — og þykja afburðaskem mtilegir á sviði. Koma þeirra hingað er þvi fagnaðarefni, að sögn Steinars, og ekki spillir það, að með i för- inni eru margir áhrifamenn i poppheiminum sem gott er að eiga aö i framtiðinni þegar sótst er eftir skem mtikröftum liing- að. —GA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.