Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 8
8
Það hefur ekki gerst
enn en Ryan O'Neal
kveðst svo sem alveg
eins eiga von á þvi f Ijót-
lega að fólki komi til
hans og spyrji: ,,Eruð
þér ekki faðir Tatum?"
En enn er hann vel
þekktur og ekki nema
36ára gamall. Feðginin
léku saman i Paper
Moon og Nickelodeon og
Ryan hugleiðir það nú
fyrir alvöru að þau leiki
saman i nýrri mynd.
Hann hefur jafnvel
veriðaðhugsa um að fá
soninn Griff in sem nú er
13 ára gamall út i leik-
listina líka. Hann sagði
reyndar fáeinar
setningar i myndinni
Nickelodeon. ,,Honum
tókst að vera blátt
áfram og eðlilegur rétt
eins og Tatum sagði
Ryan um frammi-
stöðuna. Þau tvö búa
með föður sinum. Það
hefur Tatum gert
siðustu fimm árin en
Griffin skemur. Ryan á
reyndar annan son með
seinni konu sinni Leigh
Taylor-Young. Sá er 10
ára og heitir Patrick
sem er raunverulegt
nafn föðurins. Á mynd-
inni fylgjast Tatum og
Griffin með upptökum á
The Driver.
SKUGGAMYNDIR
AF BÍTLUNUM
Það verða aðeins
skuggamyndir þeirra
fjögurra Paul, John,
George og Ringo sem
koma til með að sjást i
Bítlamyndinni I Want
To Hold Your Hand.
Ráðgjafi við gerð
myndarinnar er enginn
annar en Steven Spiel-
aerg (Jaws og Close
Encounters Of The
Third Kind). Myndin
fjallar um Bitlaæðið
sem greip um sig og seg-
r aðallega frá sex ame-
ískum táningum.
Leikarar eru flestir al-
veg óþekktir. Einn af
táningunum er þó úr
Newman-f jölskyldunni.
Það er Susan Newman,
sem er dóttir Paul New-
mans og fyrstu konu
hans. En framleiðendur
eru vissir um að myndin
muni samt sem áður
verða örugg i sessi ekki
sist þar sem hún fjallar
á óbeinan hátt um Bitl-
ana. Á myndinni eru
Susan og faðir hennar
Paul en hann kom i
heimsókn og var
viðstaddur upptökur
einn dag.
Umsjón: Edda Andrésdóttir
KELLER ( NÝRRI MYND
Sú sem strunsar
þarna áfram með sól-
gleraugu og Óskarinn i
annarri hendinni er er
leikkonan Marthe Kell-
er. Hún er þarna í hlut-
verki sínu í kvikmynd-
inni Fedora en sú mynd
er glæný og stjórnað af
Billy Wilder. Keller fer
þar með hlutverk leik-
konu sem hreppir
Öskarsverðlaunin. Þvi
var annars spáð að KelI:
ersjálf fengi útnefningu
til Óskarsverðlaunanna
að þessu sinni fyrir leik
sinn i myndinni Boddy
Deerfield þar sem mót-
leikari hennar er sam-
býlismaður hennar Al
Pacino. Annars er þvi
spáð að Fedora muni
verða hennar stærsti
sigur.
í KVIKMYNDIRNAR
VILL FÁ SONINN
Föstudagur 17. mars 1978
VÍSIR