Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 7
7
m
vism Föstudagur
17. mars 1978
Moro er meðal virtustu
stjórnmálamanna Italiu og af
mörgum talinn liklegastur til
þess að verða næsti forseti
italiu.
1 árásinni á bifreið Moros tóku
þátt tólf menn, klæddir i stolna
einkennisbúninga flughersins.
Auk þeirra leitar svo lögreglan
að konu, sem talin er hafa tekið
þátt i ráninu, klædd i einkennis-
búning flugfreyju.
Italska þjóðin
stendur ó ðnd-
inni vegna róns-
ins á Aldo Moro
Á þriðja þúsund ítalskir
lögreglumenn tóku þátt í
leit í nótt og morgun að
Aldo Moro/ fyrrum for-
sætisráðherra, og mann-
ræningjum „Rauðu her-
sveitarinnar".
Fimm lögreglumenn,
lífverðir Moros, voru
skotnir til bana af ræn-
ingjunum, þegar þeir
sátu fyrir Moro á leið
hans frá kirkju til vinnu í
gær. — Þykir þetta versti
glæpur öfgamanna á
Italíu á annars róstu-
sömum timum.
Aldo Moro, sem er forseti
kristilegra demókrata, er 61 árs
gamall og sagður þurfa að vera
undir læknishendi.
Rauða hersveitin, hryðju-
verkasamtök vinstri ofstækis-
manna, sem hefur lýst ráninu á
hendur sér hefur orðið langan
lista af óhæfuverkum á sam-
viskunni. Þar á meðal morð á
dómara og lögreglumanni.
Leiðtogi þessara samtaka, Re-
nato Curcio, og fjórtán félagar
hans biða i fangelsi þess að
verða dregnir fyrir dóm. Er það
grunur lögreglunnar, að
ræningjarnir ætli að þvinga
fram lausn þeirra úr varðhald-
inu með þvi að prútta um lif
Aldos Moros.
Aldo Moro, hinn 61 árs gamli
forseti Kristilegra demókrata.
Hundruð þúsunda tóku þótt
í mótmœlagöngum til að for-
dœma ofstœkismennina
Frá ræningjunum hefur ekk-
ert heyrst um kröfur þeirra, en
blöð og lögregla hafa fengið
fjölda upphringinga manna,
sem segjast vera ræningjarnir.
Telur lögreglan, að ræningjarn-
ir séu enn innan borgarmarka
Rómar með fórnardýr sitt.
Ránið hefur mælst feikilega
illa fyrir, og fjöldamargir
áhrifamenn orðið til þess að for-
dæma verknaðinn. Þar á meðal
leiðtogi franskra kommúnista.
Hundruð þúsunda Itala fylltu
stræti og torg Rómar, Milanó,
Torino, Napóli og annarra
borga i mótmælagöngum i gær-
kvöldi, og má segja, að öll
italska þjóðin standi á öndinni
vegna þessa atburðar. I þessum
mótmælum við ódæöinu tóku
þátt verkamenn, námsmenn,
vinstrisinnar og hægrimenn,
prestar og guðleysingjar.
Eyða vígjum
skœruliða
ísraelskt herlið sótti í
nótt fram i skjóli skrið-
dreka sinna að fjalla-
þorpinu Tebnine, einu af
síðustu vigjum skæru-
liða Palestinuaraba,
sem eftir standa i Suð-
ur-Libanon.
Talsmaður skæruliðasamtak-
anna sagði, að skæruliðarnir i
Tebnine hefðu búist til varnar og
ætluðu að selja lif sitt dýrt, svo að
umsátrið getur staðið lengi. —
Tebnine er siðasta öfluga vigið,
sem vinstrimenn og Palestinu-
skæruliðar ráða yfir við þjóðveg-
inn til hafnarbæjarins Tyre.
ísraelsmenn sækja að Tebnine
úr tveim áttum, en i gæreinbeittu
þeir sér að þvi að eyða slikum
virkjum skæruliða i S-Libanon,
sem heita má, að þeir hafi alveg á
valdi sinu. Erþað um 40 km breitt
belti meðfram landamærunum.
Skæruliðar hafa víðast neyðst
til þess að flýja til f jalla úr virkj-
um sinum en hafa varist af hörku
á flóttanum. Einn af foringjum A1
Fatah segir, að stöku hópar hafi
leynst fyrir innrásarliðinu, og
gert siðan árásir að baki fram-
varðarsveitunum.
Bandaríkin skora ó
ísrael að hörfa úr
Suður-Líbanon
Bandaríkjastjórn hefur
skorað á ísrael að draga
herlið sitt aftur til baka frá
Suður-Líbanon og hvetur
um leið til þess að gæslu-
sveitir Sameinuðu
þjóðanna verði sendar inn
á þetta svæði.
Aður en þessi áskorun var
kunngerð átti stjórnin viðræður i
gærkvöldi við fulltrúa ísraels,
Libanons og annarra Arabarikja,
og svo loks fulltrúa Sovétríkj-
anna.
Verður nánar um gæsluliðstil-
löguna fjallað i öryggisráði Sam-
einuðu þjóöanna en fulltrúar
Arabalandanna hjá Sameinuðu
þjóðunum eru orðnir á eitt sáttir
um að krefjast fundar öryggis-
ráðsins til að taka fyrir innrás
Israels i Suður-Libanon.
I yfirlýsingu Bandarikja-
stjórnar var hvort tveggja gagn-
rýnt árás Palestinuskæruliða i
Tel Aviv á laugardaginn og svo
viðbrögð ísraels við henni.
Washingtonstjórnin vill þó greini-
lega taka tillit til beggja sjónar-
miða og leggur til að samningar
verði hafnir um leiöir til þess að
tryggja að tsrael stafi ekki hætta
af hryðjuverkaárásum frá S-
Libanon ef þeir veröi á brott með
innrásarlið sitt þaöan.
Risaolíuskip strand
Þyrlur franska flotans
björguðu i morgun 42
mönnum úr oliuskipi,
Dauðadœmdir fengu frest
Dauðádæmdur morð-
ingi i Salt Lake-borg
hefur fengið frestun á
aftökunni, aðeins viku
áður en hann átti að
mæta fyrir aftökusveit-
ina.
Hæstiréttur Utah-fylkis úr-
skurðaði, að aftökunni skyldi
frestað, þegar lögfræðingar hins
24 ára gamla Dale Pierre til-
kynntu, að þeir hefðu skotið mál-
inu til hæstaréttar Bandarikj-
anna.
Liklegt þykir, að aftöku félaga
Pierre, Williams Andrews (24
ára), verði sömuleiðis frestað,
þvi að verjendur hans hyggjast
einnig áfrýja til hæstaréttar.
Þeir voru báðir dæmdir til
dauða fyrir morð á þrem
manneskjum i viðtækjaverslun i
Ogden i Utah f april 1974.
sem strandaði i nótt á
Brittaniuskaga. Eftir
eru þó um borð skip-
stjórinn og einn af vél-
stjórum skipsins.
„Amooo-Cadiz” er 109.000 smá-
lesta oliuskip, sem sigldi undir
fána Liberiu. Farmur þess er
230.000 lestir af hráoliu, sem skip-
ið flutti frá Persaflóa á leið til
Bretlands.
Tveir vestur-þýskir björgunar-
bátar biða hjá strandstaðnum,
tiltækir að freista þess i birtingu
að koma dráttartaugum um borð
i hið strandaða skip og freista
þess að draga það á flot. En oiiu-
skipið er farið að siga, enda hefur
að likindum sjór komist i vélar-
rúm þess.
Nyr
glæsivagn