Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 11
VISIB Miövikudagur 29. mars 1978 11 MANNRETTINDI EKKI MEDAUMKUM Fyrir tveimur árum eða svo fluttum við, nokkrir þingmenn i Norðurlandaráði, tillögu um að- gerðir tilþess að fatlað fólk m.a. i hjólastólum, geti hagnýtt al- menningsfarartæki til jafns við aðra. Tillagan fór til athugunar i samgöngumálanefnd Norður- landaráðs, þar sem ég á sæti, og var þar rættýtarlega um hana og aflað vitneskju um hverskyns tæknilegar nyjungar sem nú eru tiltækar eða á þróunarstigi til þess að auðvelda fötluðu fólki að lifaeðlilegu og sjálfstæðu lifi, þar á meðal öldruðum sem búa einir á heimilum sinum. Tillagan var send til umsagnar fjölmörgum aðilum, santökum fatlaðra, yfir- mönnum samgöngumála og heil- brigðismála og ýmsum öðrum sem gátu lagt fram vitneskju og hugmyndir. Svör bárust frá þess- um aðilum öllum, mjög jákvæð i afstöðu. Þó var ein undantekning. Frá íslandi barst ekkertsvar, likt og fötlun séóþekktfyrirbærihér á landi. Þetta er þvi miður ekki undantekning heldur regla um til- lögur sem fluttar eru i Norður- landaráði, yfirleitt koma engin viðbrögð frá íslandi. Skrifstofu- stjóri Alþingis er einnig starfs- maður Norðurlandaráðs að þvi er Island varðar, en vinnuálag hans er mjög mikið á Alþingi og hann hefur ekki fengið neinn starfs- mann til þess að sinna málefnum Norðurlandaráðs. Er þetta mjög illa farið, þvi að þegar skýrslur berast frá öllum Norðurlöndum um eitthvert málefni er hægt að bera saman hvernig þjóðfélögin eru á vegi stödd og sá saman- burður verður þeim hvatning sem dregist hafa aftur úr.En til kunna að vera valdamenn á tslandi sem ekki kæra sig um slikan saman- burð. leggja fram nauðsynlegt fjár- magn til þess að vinna til fullrar hli'tar þau rannsóknarstörf, sem embættismannanefnd Norður- landa um samgöngumál hefur hafið i þvi skyni að aðlaga sam- göngukerfið i heild þörfum fatl- aðra, og stuðla að þvi að settar verði sameiginlegar norrænar reglur um þetta svið hið skjót- asta”. Að geru hreint fyrir sínum eigin dyrum Ég flutti stutta ræðu á eftir er- indi framsögumanns, kvaðst vera einn af upphaflegum flutnings- mönnum tillögunnar og hafa fjallaðum hana i samgöngumála- nefnd og þvi' þyrfti ég ekki að gera grein fyrir stuðningi minum. En ég bað þingheim að leiða hugann að öðru. Þá daga sem ég hefði tekiðþátt i störfum Norðurlanda- er fyrir mann i hjólastól að at- hafna sig þar, hins vegar er sænska þingið nú i bráðabirgða- húsnæði sem er þannig hannað að fatlað fólk i hjólastólum getur starfað þar. Ég benti norrænu þingmönnunum á það af ef einn fremsti stjórnmálaleiðtogi þess- arar aldar, Franklin Delano Roosevelt, hefði verið stjórn- málamaður á Norðurlöndum hefði hann orðið að fella niður stjórnmálastörf þegar hann lam- aðist ungur þingmaður og fela sig ieinhverjum afkoma, þótt reynsl- an sannaði að hann hefði haft andlegt þrek til þess að verða eitt af mikilmennum mannkynssög- unnar, bundinn við hjólastól. Ég fagnaði þvi að lokum að Norðurlandaráð markaði þá stefnu að tryggja fötluðu fólki sem mest jafnrétti á sviði sam- göngumála, en bað norræna félaga mina að minnast þess Sjötti hver maður fatlaður Tillagan um samgönguvanda- mál fatlaðra kom til afgreiðslu á Norðurlandaráðsþingi þvi sem haldiðvari ósló fyrir skemmstu. Af hálfu samgöngumálanefndar flutti framsögu sænski þingmað- urinn Eric Carlsson. 1 framsögu sinni lýsti hann þeirri afstöðu nefndarinnar að þróun þjóðfélaga verði að haga svo, að fatlaðir og hreyfilamaðir geti lifað sem eðli- legustu lifi og tekið þátt i athöfnum þjóðfélagsins. Vitnaði hann i merkar kannanir sem gerðar hafa verið i Sviþjóð, Finn- landi, Danmörku og Noregi — en auðvitað ekki á Islandi —og lagði áherslu á nauðsyn þess að niður- stöður og framkvæmdir yrðu samræmdar á Norðurlöndum öll- um. Hann benti á að samgöngu- vandamál bitna mjög illa á fötl- uðu fólki, og þvi þyrfti að haga al- mannasamgöngum svo að allir gætu notið þeirra, breyta sam- göngutækjum, biðstöðvum og endastöðvum i samræmi við þarf- ir fatlaðra og hafa reglurnar samræmdar á Norðurlöndum öll- um. Hann benti á að mjög margir eru þannig fatlaðir að þeir geta ekki ekið bil sjálfir og væru þvi háðari almannasamgöngum en flestir aðrir. Fatlaðir og hreyfilamaðir eru fleiri en almenningur gerir sér grein fyrir. Rannsóknir hafa leitt i ljós að meira en : miljónir manna eru fatlaðir á Norðurlönd- um, þ.e. 15% eða 6ti til 7di hver maður — og af þeim stóra hópi um 600.000 alvarlega fatlaðir. Að sjálfsögðu geti verið dýrt að breyta mannvirkjum sem fyrir eru, svo að fatlaðir geti haft gagn af þeim, en hitt sé lágmarkskrafa að hugað sé að þessum stað- reyndum framvegis og að öllum nýjum framkvæmdum hagað i samræmi við þarfir fatlaðra. Tillaga súsem samgöngunefnd lagði fyrir Norðurlandaráð var svohljóðandi: „Norðurlandaráð skorar á ráð- herranefnd Norðurlanda að ráðs i ósló hefði ég áttað mig á þvi að fatlað fólk i hjólastól getur ekki starfað á norska þinginu. Það á þess engan kost að komast inn um aðaldyrnar, þangað lægju mjög brattar götur og siðan tæki við mikið tröppukerfi sem enginn maður ihjólastól gæti komist um. A afturhlið hússins eru einskonar leynidyr, alltaf læstar, og aðeins einn af embættismönnum hússins hefur lyklavöld. Þar er auðveld- ara að komast inn i húsið fyrir fatlaða, en þó eru þar tvö þrep, þannig að maður sem bundinn er við hjólastólgeturekkikomist inn i húsið af eigin rammleik. Hvar- vetna i húsinu eru þröskuldar sem torvelda mjög notkun hjóla- stóla, og salerni hússins eru þannig að ekki er hægt að komast inn i þau á hjólastól. Ég minntist einnig á önnur þinghús á Norðurlöndum. Aðal- inngangur að finnska þinghúsinu er þannig að þangað hggur eitt- hvert hrikalegasta tröppukerfi i viðri veröld, svo að fullfriskir menn eru móðir og másandi þegar þeir koma að dyrunum. Danska þinghúsið er þannig að þess er enginn kostur að komast inn i það i hjólastól, né aka um ganga þess, alstaðar eru óþarfar tröppur. Enginn maður i hjólastól getur komist inn i Alþingi Islend- inga, þar er ómannlegt tröppu- kerfi, engin lyfta, þrengstu sal- erni i heimi og engin leið að at- hafna sig innanhúss i hjólastól vegna þrengsla. Sænska þing- húsið er einnig þannig að ókleift þegar þeir greiddu atkvæði að sá sem vill hreinlæti ætti að byrja á þvi að þrifa fyrir sinum eigin dyrum. Tillagan var siðan samþykkt með öllum atkvæðum gegn tveimur. Andstæðingarnir voru fylgismenn Glistrúps hins danska, en þeir vilja að lögmál frumskógarins verði tekin upp i þjóðfélögum og hinir máttar- minni likamlega verði látnir deyja drottni sinum. Ákvörðun Norðurlandaráðs um jafnrétti fatlaðra mun vafalaust hafa áhrif hjá öllum Norðurlandaþjóðum — nema Islendingum. Ég hef ekki orðið þess var að unnið sé skipu- lega að þvi að framkvæma stefnumið Norðurlandaráðsþinga hérlendis — frekar en taka þátt i undirbúningi mála. Jafnrétti — ekki nóðarbrauð Siðan ég fatlaðist hef ég ferðast um Norðurlönd öll, einnig um af- skekktar slóðir, og veitt umhverfi minu athygli frá öðrum sjónar- hóli en þegar ég flandraði um áð- ur. Mér hefur verið það ánægju- efni að meiriháttar flugstöðvar eru hvarvetna hannaðar þannig að fatlað fólk i hjólastólum geti farið þar um og notið þjónustu á eðlilegan hátt, og þar er starfs- fólk sem hefur það verkefni sér- staklega að aðstoða fatlaða ef á þarf að halda. Mér virðast Norð- urlönd vera misjafnlega vel á vegi stödd á þessu sviði, Islend- ingar auðvitað aftastir allra, en Sviar tvimælalaust i fararbroddi, enda hafa þeir einir Norðurlanda- búa fest i lög að allar fram- kvæmdir á sviði skipulagsmála, byggingamála og samgöngumála verði að taka mið af þörfum fatl- aðra. Égheimsótti i fyrra eina af miðstöðvum fatlaðra i Stokk- hólmi til þess að kynnast þvi hvernig stendur á forustu Svia. Þar var mér sagt að öryrkjasam- tök Svia hefðu að fullukveðið nið- ur þau viðhorf til fatlaðra sem áð- ur hefðu verið rikjandi: mannúð, meðaumkun, samúð, góðvild, likn, hjartagæsku. Þeir tilfærðu ein saman mannréttindarök, að allir væru fæddir jafnir, ættu kröfu á jöfnuði i þjóðfélögum sin- um, þar væri ekki um náðarbrauð að ræða heldur mannréttindi. Þeir kváðust hafa skipulagt sam- tök sin á svipaðan hátt og verk- lýðssamtök, þau væru baráttu- tæki til þess að knýja fram þjóð- félagsbreytingar og stöðug þátt- taka hinna fötluðu i baráttunni væri grundvallaratriði. Að þvi er varðar sveitarstjórnir og þjóð- þing, kváðust þeir fylgjast skipu- lega með öllum málum sem þar kæmu fram, kanna þau frá sjónarmiiöi fatlaðra og koma á framfæri breytingartillögum þegar þess væri þörf. Væri um mikilvæg mál að ræða fylgdu þeir breytingartillögum sinum eftir með pólitiskum aðgerðum á al- mannafæri, fjöldafundum fatl- aðra, kröfugöngum o.s.frv. Á sama hátt hefðu þeir frumkvæði að hugmyndum og tillögum. Arangur þessarar baráttu hefði orðið sá að stjórnmálaflokkarnir allir gerðu sér ljóst að þeir yrðu i stefnu sinni og störfum að taka tillit til fatlaðra — u.þ.b. sjötta hvers kjósanda. Þessi baráttuað- ferð hefði einnig haft mikilvæg sálfræðileg áhrif á fatlaða sjálfa, tekist hefði að uppræta að veru- legu leyti uppgjöf þá og sjálfs- meðaumkun sem áður voru al- gengustu fylgifiskar fötlunar, og gera öllum ljóst að það er skylda þjóðfélagsins að tryggja jafnan rétt og skipuleggja samfélög, byggingar, samgöngur og vinnu- staði þannig að tekið væri fyllsta tillit tilfatlaðra ekki siður en ann- arra. Aðstaða til vinnu væri mjög mikilvæg, og þvi hefði sú skipan verið tekin upp i Sviþjóð, að gæti fatlaður maður ekki skilað sömu vinnuafköstum og heilbrigður kæmi til rikisstyrkur sem jafnaði metin gagnvart atvinnurekstrin- um. Ef fatlaðir gætu unnið fyrir sér lækkuðu útgjöld almanna- trygginga, en hitt væri þó miklu mikilvægara að fatlaðir ættu rétt á þvi að lifa og starfa i samneyti við aðra, svokallaðir verndaðir vinnustaðir fatlaðra einna væru neyðarúrræði sem þyrfti að halda i algeru lágmarki. Fatlaðir noti stjórnmálavald sitt Markvissar endurhæfingar- lækningar eiga sér skamman ald- ur, segja má að þær hafi hafist i siðustu heimsstyrjöld. Þær hafa hins vegar haft byltingarkenndar breytingar i' för með sér, veruleg- an hluta fatlaðra tekst að lækna en flesta tekst að styrkja svo mik- ið likamlega og andlega að þeir getagegnt störfum i þjóðfélaginu til jafns við aðra. Hins vegar hef- ur þjóðfélögum ekki verið breytt nema að litlu leyti i samræmi við þessa staðreynd, segja má að byggingarstarfsemi, samgöngur, skipulagsmál, aðstaða á vinnu- stöðum og mörg hliðstæð atriði miðist einvörðungu við forn við- horf og taki ekkert tillit til fatl- aðra, þó það sé unnt að gera með fyrirhyggju einni án aukins kostnaðar að þvi er varðar nýjar framkvæmdir. Á þessu sviði er- um við tslendingar eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða, og reynsla mi'n af Alþingi Islendinga er sú að þrátt fyrir ókjör af fögr- um og samUöaríuilum orðum er erfitt að fá heilbrigða þingmenn til þess að leggja nokkuð fram i þvi skyni að tryggja jafnrétti fatl- aðra. Af þessum ástæðum er tima- bært að fatlað fólk á tslandi geri samtök sin að baráttutækjum og taki sjálft forustu. Það viðhorf sem innræta verður þjóðinni allri er jafnrétti — ekki meðaumkun. Fatlað fólk getur haft mikil stjórnmálavöld, það er 15% þjóð- arinnar og getur af eigin ramm- leik komið svo sem niu mönnum á þing. Áuðvitað hafa fatlaðir ekki sömu stjórnmálaskoðanir, og Magnús Kjartansson alþingismaður skrif- ar: Fatlaðir munu aldrei ná árangri í sókn fyrir jafnrétti nema þeir heyi baráttu sína sjálfir á virkan hátt og hætfi að sætta sig við meðaumkun eina/ þótt hún geti verið fagur eiginleiki. i ár er lag að hefjast handa. sjálfstætt framboðaf þeirrahálfu væriað minni hyggju Ut i hött. En hægt er að knýja flokkana alla til þess aðtaka tillit til fatlaðs fólks i stefnu sinniog störfum, eða láta á það reyna. I ár eiga að verða sveitar- stjórnar- og alþingiskosningar á Islandi. Svoer nU háttað, að próf- kjör um frambjóðendur virðist ámóta eftirsóknarverð skemmt- un og bingó fyrir einum þremur áratugum. Ég hef fylgst með prófkjörum þessum, lesið sjálfs- lýsingar og hugsjónadrauma frambjóðenda i blöðum og dreifi- seðlum, og þeir löngunarfullu virðast allir vera ágætismenn að eigin mati. Margt hefur borið á góma i þessum sjálfslýsingum, en ég hef ekki tekið eftir þvi að einn einasti maöur hafi hampað þeirri brýnu hugsjón að berjast fyrir jafnrétti i þágu fatláðra, það er vandamál sem er alls ekki á dag- skrá. Þessu neikvæða viðhorfi geta samtök fatlaðra breytt. Hvernig væri að senda öllum frambjóðendum i sveitarstjórn- ar- og alþingiskosningum spurn- ingar um tilteknar framkvæmdir i þágu fatlaðra sem raunsætt er að koma megi i verk á næsta kjör- timabili og birta sfðan svör hvers einasta manns? Siðan væri með opinberri baráttu, m.a. fundum og kröfugöngum fatlaðra, hægt að knýja á valdamenn að standa við loforð sin, sem trUlega yrðu fögur fyrir kosningar. Fatlaðir munu aldrei ná árangri i siókn fyrir jafnrétti nema þeir heyi baráttu sina sjálfir á virkan hátt og hætti að sætta sig við meðaumkun eina, þótt hún geti verið fagur eigin- leiki. 1 ár er lag að hefjast handa. Skrifað á alþjóðadegi fatlaðra 19. mars 1978. Magnús Kjartansson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.