Vísir - 29.03.1978, Síða 23

Vísir - 29.03.1978, Síða 23
víöm Miðvikudagur 29. mars 1978 23 Nýtt áhugamanna- félag harmoniku- leikara stofnað Félag islenskra áhugamanna um harmonikuleik var nýlega stofnað i Reykjavik. Rúmlega 60 manns hafa þegar skráð sig i félagið. Aðal markmið félagsins er að safna saman sem flestum harmonikuáhugamönnum innan sinna vébanda og efna til kynningar félagsmanna inn- byrðis, að þvi er segir i frétt frá félaginu. Þá er ætiunin að stuðla að aukinni kynningu á hermonikutönlist um land allt. Einnig hefur komið til umræðu viðhorf yfirvalda menntamála gagnvart harmonikukennslu i tónlistarskólum landsins. Auk Það varlif og fjör i Kökuhúsinu við Austurvöll á mánudaginn I sið- ustu viku en þá þöndu félagsmenn nikkurnar sinar um leið og þeir kynntu blaðamönnum starfsemi sina. Nokkrir félagar úr Félagi Islenskra áhugamanna um harmonikuleik meðnikkurnar sínar. þess er stefnt að rekstri nótna- og plötusafns til afnota fyrir fé- lagsmenn. Félagsmenn hittast mánaðar- lega og spila saman. Ein skemmtun hefur verið haldin til styrktar félaginu. Ætlunin er að skapa félaginu fjárhagsgrund- völl með þeim hætti i fram- tiðinni. 1 stjórn félagsins eiga sæti: Bjarni Marteinsson for- maður, Guðmundur Gúðmunds- son, Elsa Kristjánsdóttir, Guðmar Hauksson og Karl Jónatansson. Harmonikan er talin eiga uppruna sinn að rekja til kin- versks hljóðfæris, cheng, sem þekkt er frá þvi um 4000 fyrir Krists burð. Giskað er á að hún hafi borist til Evrópu með land- könnuðinum Vasco da Gama rétt fyrir árið 1500. VinarbUinn Demian finnur siðan upp hljóð- færi sem hann nefndi ,,Akk odeon” árið 1829. Hins vegar segjast Rússar hafa smiðað slikt hljóðfæri miklu fyrr eða á siðustu tugum 18. aldar og köil- uðu ,,Garmonica”. Þessi hljóð- færi hafa lfkst konsertinu sem hér á landi er óþekkt nema hvað stundum er leikið á slikt hljóð- færi i Hjálpræðishernum. Fyrst er vitað um pianónótur á harmoniku er Frakkinn Bouton i Paris smiðaði árið 1852. Atta árum siðar er vitað um -þriggja áttunda pianó- harmoniku i Vinarborg. Það er hins vegar ekki fyrr en árið 1909 sem hin nUtimaiega pianó- harmonika kemur fram á sjón- arsviðið. HUn er kennd við Pietro Deiro italsk-ameriskan spilara og tónskáld. Annar þekktur harmonikuleikari og tónskáld Pietro Frosini lét smiða tveggja áttunda bassa- borð um 1930 SU þróun að vikka tónsvið bassans hefur stöbugt haldið áfram siðan. — KS Mótmœla ffrum- varpi til iðnaðarlaga Mjólkurfræðingar hafa varað alvarlega við þvi að réttindi iðn- lærðra manna verði skert eins og gert sé ráð fyrir i frumvarpi til iðnaðarlaga, sem nU liggur fyrir alþingi. 1 samþykkt, sem gerð var á að- alfundi Mjólkurfræðingafélags Islands, er minnt á ummæli ráða- manna um nauðsyn aukinnar verkmenntunar og fullyrt, að með samþykkt frumvarpsins væri dregið verulega Ur gildi verk- menntunar —ESJ. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu Varahiutir íbílvélar Stimplar, siífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ■ I I ■ I ■ ■ I I ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 TAKTU ÁKVÖRÐUN Ætlar þú að vera með í áskrifendagetraun Vísis ? Akkúrat núna er rétti tíminn til að freista gæfunnar og það aðeins með einu símtali. * . 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.