Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 2
 Heiðar Hagnarsson. matsveinn: Nei, og ég veit ekki af hverju — hef ekki athugað þetta. Helga Sigþórsdóttir, húsmóðir: Nei. Fyrst og fremst vegna þess að samtökin hafa ekki auglýst sig nægjanlega vel. Jón Benediktsson, nemandi, Akranesi: Nei. Ég veit ekki til ■ þess að starfandi sé nein deild frá Neytendasamtökunum á Akra- nesi. Annars stafar það mest af ■ framtaksleysi að maður er ekki i | samtökunum. ISLENSKUM SOSIALISMA #/ Þáttaskil eru framundan hjá Alþýðubandalaginu, og munu þau koina fram við ákvörðun um framboðslista fiokksins i Heykjavik. Sá inaður, sem breytti Alþýðubandalaginu i áttina til sósial-lýðræðisstefnu og breikkaði grundvöll hans nteð þvi að boða honum nýja til- vist á grundvelli „islensks sósialisma" hefur verið beittur ofriki til að koma i veg fyrir að hann taki sæti sem efsti maður á lista flokksins við þingkosning- arnar i sumar. Það er sem sagt ákveðið að Magnús Kjartansson hverfi af þingi og hafa skrif hans að undanförnu bent til þess að hann eigi orðib fátt eitt sam- eiginlegt með fyrri samherjum i Alþýðuba nda laginu. Unir Magnús helst við það þessa dag- ana að likja fyrri samherjum við „Prúðuleikarana” eða þá að hann bregður á þaö ráð að benda ritstjórum Þjóðviljans á að lita i spegil vilji þeir sjá þá skepnu jarðarinnar sem einna þynnst he'fur verið talin til höfuðsins. Látið er heita svo að Magnús verði að vikja af þingi af heilsu- farsástæðum. Það er einber fyrirsláttur, enda ekki vitaö til, þótt margt sé skritið á þingi, aö þar tali menn og greiöi atkvæði meö fótunum. Sönnu er nær, að nú sé i aðsigi breyting innan Alþýðubandalagsins, sem sé meira að skapi þeirra 25 hundr- aðshluta i flokknum, sem enn veröa aö sorterast undir Stalin- ista. Þótt breytingar Magnúsar á flokknum hafi aflað honum meira fjöldafylgis en áður, sætti Magnús ætið gagnrýni i upp- byggingarstarfi sinu, og i ráð- Magnús Kjartansson. herratið hans mátti raunar tala um klofning inilli fvlgismanna lians og Stalinistanna, sem héldu áfram að bryðja grjót þokukenndra by ltingarhug- inynda, sem voru alveg i and- stöðu við þjóðernislegar hug- myndir Magnúsar um uppbygg- ingu i landinu. Þetla kom eink- um i ljós hvað snerti járnblendi- verksmiðjuna, þegar æstustu andstæðingar Magnúsar ruku til og byrjuðu að sá fræi, (tún- vingli) i þau sár, sem þeir töldu að Magnús hefði veitt lands- spildu á Hvalfjarðarströnd. Nú standa leikar þannig, að þrjú efstu sæti Alþýöubanda- lagslistans i Reykjavik verða skipuð Svavari Gestssyni, rit- stjóra, Eðvarð Sigurðssyni, verkalýðsforingja, og Svövu Jakobsdóttur, rithöfundi. Talið er að Olafur Hagnar Grimsson, prófessor, muni skipa fjórða Svavar Gestsson. sætið. Er þá lokið þrjátiu ára af- skiptum Magnúsar Kjartans- sonar af Álþýðubandalaginu. Hitt skal látið ósagt hvort hann á eftir aö beita penna sinum til framdráttar „islenskum sósial- isma” i framtiðinni. Það kemur á daginn hvort og með hvaða hætti hann tekur upp þá iöju utan dagskrár. En ljóst er af framanskráðu, að hugmyndir Magnúsar um stóran og róttæk- an jafnaðarmannafIqkk eru f’ - ir bi að sinni. A sinum tiina setti Alþýðu- flokksforustan fótinn fvrir það að Kjartan ólafsson, faðir Magnúsar yrði forsætisráð- lierra. Alla tið siðan mun Magnús liafa liugsað þeirri for- ustu þegjandi þörfina. Að þvi leyti þótti Stalinistunum hann hagkvæmur sem ritstjóri. Hins vegar er sýnilegt. að Magnúsi hefur ekki leyfst að feta i fótspor LOKIÐ Ólafur Ragnar Grimsson. föður sins og annarra krata frá átakainiklum timum milli- striðsáranna. Sósialismi rót- tækrar jafnaðarstefnu hefur aldrei verið Stalinistunum að skapi. Annars hafa þeir yfirleitt sýnt litiö frumkvæði i stjórn- málum, og Alþýðubandalagið er næsta aumkunarvei t i núverandi stjórnarandstöðu. Hvergi bólar á föstum undirstöðum, en i stað- inn haldið uppi einskonar skæruhernaði frá degi til dags, og allt sem horfir til upplausnar stutt eítir megni — jafnvel ólæti i krakkastóði hafin til skýjanna. Slikt flokkast varla undir ,,is- lenskan sósialisma” Magnúsar Kjartanssonar, sem hefur nú orðið fyrir barðinu á eina frum- kvæðinu, sem flokkur hans hef- ur sýnt i áraraðir — þ.e. þvi frumkvæði að ryðja honum af lista flokksins. Svarthöfði msiK spyr í Reykjavík } Ert þú í Neytendasamtök- unum? Miðvikudagur 29. mars 1978 VISIR Valgeröur Magnúsdóttir, hús- móðir: Nei. Það stafar sjálfsagt af athugunarleysi. Slik samtök koma áreiðanlega að gagni fyrir neytendur. Geir Kristjánsson, bakari: Nei, ég hef bara-aldrei hugsað út i það. Það er ekki vafi á þvi að þau eru til gagns fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. „HUN FEKK AÐ SJA INN ( LÍKAMA MINN" — rœtt við einn sjúklinganna sem leituðu andalœkninga ó Filipseyjum Það voru skiptar skoðan- ir hjá íslendingunum sem heimsóttu /,andaskurð- lækninn" á Filipseyjum um það hvað þeir hefðu haft út úr ferðinni. Sumir töldu þetta ekkert annað en ómerkileg svik og pretti, nánast hreina fjárplógs- starfsemi. Þeir töldu sig sist betri til heilsunnar eftir heimkomuna. Aðrir voru sannfærðir um lækn- ingamátt Filipseyingsins Anton- ios Agpaoas, sem hafði hópinn til meðferðar. Þeir sögðu að hann ynni kraftaverk og lögðu þau meira að segja að jöfnu við lækn- ingar Krists. Svo virðist sem Agpaoa þyki það sjálfum ekki svo fjarlæg samliking, þvi i iburðarmikilli og litskrúðugri kapellu hans eru málverk hlið við hlið af þeim Kristi og Agpaoa að gera krafta- verk. Ekki hefur Agpaoa þó sagt að hann sé Kristur endurborinn heldur sé skýringin á mætti hans sú að hann eigi sér guðlegan verndara og aðstoðarmann, eða kannske öllu heldur stjórnanda, sem veiti Sér lækningamátt. Hann hefur sagt frá ýmsum Aldis Jónasdóttir. Til hægri er peningur sem hún fékk til að leggja á verkjabletti. Hann á að nema burt verkinn. Visismynd: BP. furðulegum fyrirbærum varðandi sjálfan sig, meðal annars að hann hafi um tima getað breytt blóm- um i lækningavökva með augna- ráðinu einu saman. Sá máttur var frá honum tekinn þegar hann „misnotaði” augu sin til að finna gull, en hann er sann- færður um að honum verði fyrir- gefið og að hann fái máttinn aftur. Þá kveðsthann munu getað læknað vissar tegundir sjúkdóma með augnaráðinu einu. Það verða þó aðeins sjúkdómar sem sýnilegir eru útvortis. Inn- vortis mein verður hann að lækna með þvi að „skera upp’ með höndunum. Sá Jesús Krist. Einn Islendinganna sem eru sannfærðir um að Agpaoa hafi guðlegan lækningamátt er Aldis Jónasdóttir, en hún var i hópnum sem fór til Filipseyja á dögunum. Yfirskilvitleg fyrirbæri eru Al- disi engin nýjung. Hún er i Sálar- rannsóknafélaginu og hefur lesið mikið um þá grein. Hún kveðst oft hafa séð fólk frá öðrum heimi og merkilegasta reynsla hennar i þvi var árið 1940 þegar hún vann á Landakoti. Þá sá hún Jesús Krist, baðaðan skæru ljósi. „Ég get ekki sagt annað en það sem ég hef sjálf reynt og séð, ég get ekkert sagt um reynslu eða skoðanir annarra”, sagði Aldis þegar við sóttum hana heim. „Ég er sannfærð um að Tony er raunverulegur kraftaverkalækn- ir. Það sem ég upplifði var ekkert i likingu við það sem sýnt var i breska sjónvarpsþættinum um páskana. Þar voru á ferðinni loddarar og svikarar sem eru að reyna að gera sér hæfileika Tonys að féþúfu með þvi að herma eftir honum.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.