Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 3
vism Miövikudagur 29. mars 1978 3 Læknað með bænum. Aldis telur sig hafa fleiri en eitt dæmi um lækningamátt Agpaoas og segir að ekki sé alltaf nauðsyn- legt að fara til hans til Filipseyja, hann geti með fyrirbænum lækn- að fólk um langa vegu. Sem dæmi um það nefnir hún að hún fótbrotnaði um ökla 2. janúar siðastliðinn. Hún skrifaði Agpaoa um óhappið og hann kvaðst mundu biðja fyrir henni, ásamt starfsfólki sinu. Þau Aldis höfðu þá verið i bréfasambandi nokkuð lengi en aldrei sést. Aldisi þótti bati sinn undra- verður. Hún losaði sig við hækjur og göngugips ótrúlega fljótt að henni fannst og þann 8. febrúar var hún ferðbúin til Filipseyja og hafði þá aðeins stift teygjuband um fótinn. Ekki var það þó vegna fótbrots- ins sem hún fór utan, heldur vegna þess að hún hafði lengi þjáöst af brjósklosi i baki. Auk þess var hún með slit i þind sem gerði henni erfitt um andardrátt. /,Ég sá innyfli" Aldis bæði gekkst undir aögerð- ir sjálf og horfði á aðgerðir á öðr- um. Hún var með myndir af þessu sem hún leyfði okkur aö sjá, þótt hún vildi ekki leyfa birtingu i blöðum, þar sem myndirnar voru mjög persónulegar. A myndunum virtist okkur sem handbrögðin væru mjög svipuð og hjá þeim „andaskurðlæknum” sem sýndir voru i sjónvarpsþætt- inum, og nefndum það við Aldisi. „Það er alls ekki óeðlilegt. Þessir menn eru að nota sér frægð Tonys til að græða. Þeir eru auðvitað að herma eftir hand- brögðunum.” Aldis sagði þó að sá væri regin- munur á vinnubrögðum að Agpaoa reyndi ekki aö fela með höndunum hvað undir væri, eöa bregða yfir það Bibliu, eins og MKSOTÍ tfclWB Antonio Agpaoa predikar. gert var i sjónvarpsþættinum. „Þegar hann gerði þindar- skurðinn á mér og tók burtu slitið, lofaði hann islenskri konu sem þarna var, að horfa á. Hún fékk að sjá inn i likamann og hann lét hana meira að segja leggja hönd á þindina inni i mér”. Þessi kona heitir Jóhanna Kristjánsdóttir og við hringdum i hana til að fá lýsingu hannar á þvi sem gerðist: „Ég vil taka það fram aö ég var þarna-i skemmtiferð en ekki sem sjúklingur. Ég fór bara af forvitni til að sjá aðgerðirnar, þegar það bauðst. Þegar læknirinn gerði að- gerðina á Aldisi fannst mér sem hann hreinlega opnaði likamann og ég sjá. innyfli. Mér varð óglatt við þetta, en Agpaoa tók hendina á mér og lagöi hana á þindina, inni i likama Aldisar. Ég hef áöur verið við uppskurði á venjulegu sjúkrahúsi og ef þetta voru ekki innyfli sem ég þarna sá þá hef ég aldrei séö innyfli. Ég hef alltaí verið van- trúuð á allt svona andastúss og til dæmis gert grin að bróöur minum sem er mikill spiritisti. En ef þetta voru sjónhverfingar...... það bara getur ekki verið. Ég veit ekki hvað ég á aö halda eftir þetta, en ég þori allavega ekki að þvertaka fyrir að þetta geti gerst”. „Sástu breska sjónvarpsþátt- inn um andaskurölækningar?” „Já, ég sá hann og það var ekk- ert þessu likt. Þar voru auðsjáan- lega kuklarar og svikarar á ferð- inni. En þetta var allt, allt öðru- visi. Viö vorum reyndar vöruð viö þvi að allskonar svikahrappar væru að reyna að gera sér þessa starfsemi að féþúfu.” //Stykki" fjarlægð Agpaoa tók, eða virtist taka „stykki” úr likama Aldisar en engin ör sjást eftir. Sjálf er hún sannfærð um að hann hafi numiö á brott meinsemdir hennar, og að sér liði betur: „Ég er til dæmis hætt aö taka meðul við þindinni”. Ekki getur hún alveg gert sér grein fyrir hversu hress hún er orðin. Þegar hún kom heim þurfti hún að gangast undir aðgerð. þar sem læknar tóku burt naglann sem haföi. verið settur I hana vegna fótbrotsins. Eftir þá aðgerð var hún mjög máttfarin og ekki farin að lifa svo eðlilegu lifi að hún viti enn með fullri vissu að öll hennar mein séu úr sögunni. Kostnaður við þessa ferð Aldis- ar var 400 þúsund krónur. Læknisaögerðirnar eru sagðar ókeypis en hinsvegar búist við að sjúklingarnir láti af frjálsum vilja eitthvað af hendi rakna. Um þá hlið málsins vildi Aldis ekki tala. „Það er ekki komið á hreint ennþá”. __ 100 norrœnir skátar rannsaka Öskju- svœðið í sumar Bandalag islenskra skáta mun i sumar gangast fyrir 10 daga rannsóknarleiðangri á öskjusvæðinu i sam- vinnu við skáta frá hin- um Norðurlöndunum og Norrænu eldfjallastöð- ina. Um 100 skátar, 18 ára og eldri, frá Danmörku, Finniandi, Fær- eyjum, íslandi, Noregi og Sviþjóð munu ferðast um ogkanna svæði sem afmarkast af Mývatni, Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökli og Skjálfandafljóti. Áleið sinni munu þeir vinna að athugun á gróðri og dýralifi svo og kanna jarðsögu svæðisins. Verkefniþetta, sem hlotið hefur nafnið „Vulcan Projekt 1978”, er framhald á þeirri samvinnu eldri skáta á Norðurlöndum sem hvað hæst bar er þeir stöðu saman að alheimsmóti skáta, Nordjamb 1975. Nordisk ungdomsfond hefur veitt styrk til þessa verkefnis og verður hann notaður til að jafna ferðakostnað erlendra þátttak- enda. *...... ..........* ^ GENGISSKRANING Gengið nr. 53 Gengið rir. 52. 22. mars kl. 12 21. mars Kaup: Sala: Kaup: Sala 1 Bandarfkjadollar.... 254.10 255.00 254.10 254.70 1 Sterlingspund 482.95 484.15 482.65 483.85 1 Kanadadollar 225.80 226.30 225.80 226.30 100 Danskar krónur ... 4513.60 4524.30 4524.35 4535.05 100Norskarkrónur ... 4752.95 4764.15 4750.20 4761.40 lOOSænskar krónur ... 5515.45 5528.45 5506.55 5519.55 100 Finnsk mörk 6977.45 6091.70 6076.00 6090.40 100 Franskir frankar .. 5440.85 5453.65 5466.55 5479.45 100 Belg. frankar 799.50 801.40 798.55 800.45 100 Svissn. frankar .... 13201.90 13233.00 13150.45 13181.55 lOOGyllini 11636.35 11663.85 11602.75 11630.15 100 V-þýsk mörk 12455.30 12484.70 12422.35 12451.75 100 Lirur 29.73 29.80 29.70 29.77 100 Austurr. Sch 1728.25 1732.35 17 28.05 1729.15 100 Escudos 620.45 621.95 619.75 621.25 íOOPesetar 317.85 318.65 317.65 318.35 100 Yen 110.25 110.51 110.12 110.38 Jeppaeigendur! Setjum djúp 03 slitmikil JEPPA- munstur á hjól- barða. 4f> f LL L: Smiðjuvegi 32-34 - Símar: 43988 og 44880 - Kópavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.