Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 29.03.1978, Blaðsíða 24
Hafa áhuga á íslenskri vesturfaramynd National Kilm Board oi'C'anada heiur lýst yfir áhuga á þvi aö vinna meö Edda-film aö kvikmynd um islenska vesturfara og landnám þeirra i Kanada. Indriði G. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Edda- film sagði i samtali við Visi að aðdragandi þessa hefði -verið að Edda-film skrifaði National Film Board of Canada i desember s.l. og spurði hvort ekki væri grundvöllur íyrir sam- vinnu um gerð slikrar myndar. Sérstaklega hefði verið um það rætt að stuðst yrði viö fyrsta landnema- hópinn sem settist að á haustdögum 1875 að Viði- nesi við Winnepegvatn og átti þar mjög harðan vetur. Jafnframt væri hug- myndin að gera hluta myndarinnar hér á landi og sýna ástæður fyrir þvi að fólk fór vestur en þá voru eldgosa- og harðindaár hér heima. Svar frá National Film Board of Canada barst svo 7. mars s.l. og var þar lýst áhuga á þessari hugmynd. Sagði Indriði að það væri ekki sist vegna þess,að haft hefði verið samband við vestur-islenskan filmu- gerðarmann, Guðrúnu Bjerring Parker. Áttræð frænka hennar, Sigurbjörg Stefánsson,sem býr nálægt Víðinesi,hafði upplýst hana um hina dramatisku at- burði á fyrsta ári Vestur- Islendinga i Kanada. Um framhald þessa máls sagði Indriði að ekki heföi ennþá verið haldinn stjórnarfundur i Edda-film en hann taldi að samning- um yrði haldið áfram. Ef af þessu yrði reiknaði hann með þvi að byrjað yrði á myndinni næsta sumar. —KS Tveggja ára halli Rafmagnsveitna rikisins: 420 milff- ónir króna - tillögur um að hann verði leystur með hœkkun verðjöfnunargjalds og verðhœkkun hitunarrafmagns Rekstrarhalli Rafmagnsveitna rikis- ins i fyrra og fyrirsjáanlegur halli i ár nemur samtais um 420 milljónum króna. Nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði hefur gert tillögu um að þessi rekstrarvandi verði leystur með hækk- un verðjöfnunargjalds af raforku og með verðhækkun á hitunarrafmagni, að sögn Helga Bergs, fyrrverandi stjórnarformanns Rarik. Um það bil viku áður en meiri hluti stjórnar Raf- magnsveitnanna þ.e. Helgi Bergs, Björn Friðfinnsson og Tryggvi Sigurbjarnarson sögðu af sér, skipaði iðnaðar- ráðherra þriggja manna nefnd til að gera tillögur til lausnar á fjárhags- vandamálum Rafmagns- veitnanna. 1 nefndinni voru Helgi Bergs, Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri og Gísli Blöndal, hagsýslustjóri. „Samkvæmt tillögum okkar átti að leysa rekstrarvanda Raf- magnsveitnanna með hækkun verðjöfnunar- gjalds og verðhækkun á hitunarrafmagni sérstak- lega sem er alltof ódýrt út um allt land,” sagði Helgi Bergs í morgun er hann var spurður um tillögur þessarar nefndar. „Fjárfestingavanda Rafmagnsveitnanna átti, samkvæmt okkar tillög- um að leysa á tvennan hátt: Að hluta til með því að framlengja lán og að hluta til annað hvort með þvi að skera niður fram- kvæmdir og þá var eink- um bent á möguleikann á að sleppa Vestfjarðalin- unni eða með þvi að taka ný erlend lán. Það verður svo auðvitað að vera val rikisstjórnarinnar hvor leiðin er valin”, sagði Helgi. Nefndin skilaði tillög- um sinum til iðnaðar- ráðherra fáeinum dögum eftir að hún var skipuð og samkvæmt yfirlýsingu frá iðnaðarráðuneytinu lagði ráðherra fram ákveðnar tillögur á fundi rikisstjórnarinnar þriðju- daginn fyrir páska „i samræmi við greinar- gerð” nefndarinnar. —ESJ Tók peningana en skildi töskuna eftir Fimmtiu þúsund krónum var stolið úr tösku i húsi Hitaveit- unnar við Grensásveg 1 i gærdag. Blaðsölu- drengur hafði komið i kaffistofu starfsfólks og selt Visi og Dagblaðið, Kona i hópnum skildi tösku sina eftir á meðan hún brá sér aðeins frá og taldi starfsfólkið að drengurinn hefði gripið töskuna og hlaupið út. Er út var komið, kast- aði hann töskunni frá se'r. Fimmtiu þúsund krónurnar, sem eigandi töskunnar sijgði háfa ver.ið i -hefini, voru þá horfnar. — EA Kristberg óskarsson, Sverrir Ólafsson og Halldór Bjarnason við töku Listaverksins. ______________________ Visismynd JA Listaverkið“ fílmað Ilérna er hann kominn, listamaðurinn af forsiðunni. í gær þegar Visismenn voru á ferð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar komu þeir auga á þrjá unga menn sem unnu kappsam- lega að töku kvikmyndar. Við nánari eftirgrennslan kom i ljós að þeir eru úr Menntaskólanum við Hamrahlið og voru þarna að gera 5-7 min. langa 8 mm kvikmynd um lista- mann sem gerir tilraun til að mála umferöina þarna á horninu. ..Það tekst ekki allt of vel hjá honum", sagði Krist- berg Óskarsson, aðalleikar- inn og höfundur handrits „Listaverksins". en það er nafnið á myndinni. „Hon- um tekst ekki að festa bil- ana á strigann gefst upp og hleypur í burtu.” Þeir kumpánar hafa að baki nokkrar kvikmyndir og Kristberg vinnur að annarri lengri um þessar mundir. —GA Skoðana- könnun í Borgarnesi Sjálfstæðisfélögin I Borgarnesi efna til skoðanakönnunar á morgun, fimmtudag. fyrir sveitarstjörnar- kosningarnar. Ekki verður um sér- stakan lista að ræöa heldur geta allir þeir sem ætla að styðja Sjálfstæðisflokkinn i næstu kosningum komið á kjörstað og skrifað fjögur til sjö nöfn þeirra sem viðkomandi vilja helst fá i sveitarstjórn. Kjörstaður verður opinn að Borgarbraut 4, neðri hæð. frá klukkan 18-23 á morgun. —SG Fórst í bílslysi Hinn kuimi söngvari Vilhjálmur Vilhjálms- son, beið bana i bif- reiðaslysi i Luxemborg i fyrrinött. Vilhjálmur var staddur i Luxem- borg á vegum Arnar- flugs. en hann var flug- maður hjá þvi félagi. Slysið átti sér stað meö þeim hætti að Vil- hjálmur var einn á ferð i bilaleigubil skammt frá flugvellinum. Þoka var og rigning og fór bfllinn út af veginum með þeim afleiðingum að Vilhjálmur mun hafa látist samstundis. Vi lh jál mur Vi 1 - hjálmsson var 32 ára að aldri og lætur eftir sig konu og þrjú börn—SG Engin loðnu- veiði síðasta sólarhring Engin loðnuveiði var siðasta sólarhring, eftir þeim upplýsingum er fengust hjá Loðnunefnd i morgun. Loðnuflotinn var i hufn um páskana en var kominn á miðin i gær. Mæmt veður var til veiða og aö sögn Andrésar Finnbogason- ar hjá Loðnunefnd er loðnan nú farin að hrygna og heldur sig nu nær botni og nær landi en áður og er erfitt að eiga við hana nema i góðu veðri. Heildar- loðnuafli nú,samkvæmt skyrslum Fiskifélags lslands,er 4ri83bU Iestir en var a sania tima I fyrra 544663 lestir.—KS DREGIÐ 1. APRÍL n.k. um hinn glœsiíega FORD FAJRMONT argeró 78, aó verómæti 4,1 mi11i. kr. Ertu orðinn óskrifandi? Sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.