Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 7. april 1978 Raunvextir eru enn neikvœðir: Innlán aðeins 19% af þjóðarframleiðslunni Nýkjörin stjórn Fil og framkvæmdastjórar. Fremri röö f.v.: Björn Gu&mundsson, Davlö Sch. Thorsteinsson formaöur, Krist- inn Guöjónsson, Sveinn S. Valfells. Aftari röö f.v.: Haukur Björnsson aöalframkvæmdastjóri. Pétur Sveinbjarnarson fram- kvæmdastjóri, Pétur Eirfksson Viglundur Þorsteinsson og Agnar Kristjánsson Innlán I bankakerfinu hafa fariö minnkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóöarframleiöslu landsmanna og námu aðeins um 19% i fyrra. Á Norðurlöndum er hlutfall innlána almennt 40-50%. Þetta kom fram i ræöu sem Jónas Haralz bankastjóri flutti á ársþingi iðnrekenda i gær. Hann rakti þarbæðiþróun vaxta oginn- og útlána bankakerfisins á und- anförnum árum. Fram kom að þrátt fyrir breytta vaxtastefnu eru vextir enn neikvæðir um sem næst 12%. Þó miðar i rétta átt sagði Jónas vextir voru t.d. neikvæðir um 22-23% á árunum 1974 og 1975. Um 1970 voru öll innlán um 28% af þjöðarframleiðslu en hafa nú fallið niður i 19% eins og áður seg- ir. Útlán hafa fallið úr 29% árið 1970 i 21% i fyrra. Hér er um að ræða útlán án endursölulána. Séu þau tekin með hafa útlán sem hlutfall af þjóðarframleiðslu fall- iðúr 25% árið 1970 i 15% i fyrra. Jónas taldi að á liðnum árum hefði ekki strandað á þvi að heil- brigð og vel rekin fyrirtæki fengju þá lánafyrirgreiðslu sem nauðsynleg væri. Þvert á móti væru dæmi um að óheilbrigð fyrirtæki hefðu fengið of greiðan aðgang að lánsfé, og væru þau dæmi lærdómsrik. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að samræmi væri á milli verðlagsþróunar og vaxta á meðan við hefðum við alvarlega verðbólgu. Þá taldi hann rétt að horfið yrðifrá þvi sjálfvirka lána- kerfi atvinnuveganna sem þekkt- ist i dag og lánamálin færð til viðskiptabankanna sem gætu þá lagt sjálfstætt mat á fyrirtæki sem fyrirgráðslu æskja. Þróunin yrði að stefna i þessa átt en það væri langt i land. Þá taldi Jónas einnig brýnt að endurskipuleggja bankakerfið m.a. með þvi að fækka rikis- bönkunum úr þremur i tvo og einkabönkunum úr fjórum f tvo. Það væri mál sem þyldi ekki bið. —ESJ Jónas Haralz gagnrýnir starfsemi Byggðosjóðs Jónas Haralz banka- stjóri Landsbankans gagnrýndi harðlega starfshætti Byggðasjóðs i ræðu sem hann flutti á ársþingi Félags is- lenskra iðnrekenda (Fíl) i gær. 1 ræðunni sem fjallaði um lána- mál iðnaðarins sagði Jónas að eitt af þvi sem hamlað hefði iðn- þróun væri starfsemi Byggða- sjóðs eins og hún hefði verið. Hann sagði að byggðastefna væri nauðsynleg — en hún yröi að byggja á heilbrigðum og eðli- legum sjónarmiðum. „Það hefur mikið á skort að svo hafi verið hjá Byggðasjóði”, sagði Jónas. Það kom fram hjá honum að starfshættir Iðnþróunarsjóðs hefðu leitt til bættra vinnubragða hjá öðrum f járfestingalána- sjóðum. „Það er þó ekki enn I nógu rik- um mæli og hjá Byggðasjóði hefur það verið i minnkandi en ekki vaxandi mæli”, sagði Jónas. Það kom fram i ræðu hans að nú stæði fyrir dyrum enn frekari breyting á útlánakjörum fjár- festingalánasjóöa og yrði visi- tölubinding lána tekin upp I miklu rikari mæli en verið hefur til þessa. —ESJ Tvö stjórnarfrumvörp vœntanleg: Jöfnunargjald á inn- fluttar íðnaðarvörur Rikisstjórnin mun næstu daga leggja fram á Alþingi frumvarp um timabundið jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur og frum- varpum Tæknistofnun iðnaðarins að sögn Gunnars Thoroddsens iðnaðarráðherra. Samkvæmt frumvarpinu um timabundið jöfnunargjald er ætlunin að það sé tekið af þeim innfluttu iðnaðarvörum sem toll- ar hafa verið lækkaðir eða felldir niður á og sem tollfrjálsar verða l. janúar 1980. Gjaldinu verður m. a. varið til endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti. Frumvarpið um tæknistofnun iðnaðarins miðar að „endur- skipulagningu og sameiningu Iðnþróunarstofnunar tslands, Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins og Rannsóknastofnun- ar iðnaðarins þannig að þær myndi eina heild”, sagði ráðherra. 3 Davið Sch. Thorsteinsson um grundvöll lifskjara okkar: „Spilaborg, sem getur hrunið hvenœr sem er" „t stað þess að láta arðsemis- sjónarmiö og frjálsa samkeppni ráða hefur fullri atvinnu og fölsk- um lifskjörum verið haldið uppi með erlendri lántöku. Flest bendir nú til þess að ekki verði gcngið lengra á þessari braut og að grundvöllur lifskjara okkar geti nú hvenær sem er hrunið eins og spilaborg”, sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags islenskra iðnrekenda (Ftl) í ræðu á ársþingi fétagsins í gær. 1 ræðusinni lagði Davið áherslu á nauðsynlegar ráðstafanir á fjöl- mörgum sviðum: i fjármálum, rikisins kjaramálum, verðtrygg- ingarmálum, skattamálum, gengismálum, tollamálum og á ýmsum öðrum sviðum. Hann itrekaði að iðnaðurinn færi ekki fram á nein forréttindi en nauðsynlegt væri að skapa at- vinnuvegunum heilbrigð rekstrarskilyrði. „Við krefjumst sömu starfs- skilyrða og aðrir höfuöatvinnu- vegir njóta sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar njóta hver i sinu landi, og siðast en ekki sist sömu starfsskilyrði og út- lendingar njóta á íslandi”, sagði' hann. A fundinum igær var samþykkt itarleg stefnuskrá félagsins um nauðsynlegar aðgeröir i efna- hagsmálum með sérstöku tilliti til iðnaðarins. ESJ alltaf eitthvaÓ á r PRJONUNUM OPNUMí DAG NÝ VERSLUN Á GÖMLUM STAÐ! Við erum alltaf að stækka. Nú siðast að Laugavegi 37, úr 70 ferm i 140 ferm, allt á einni hæð. Ný verslun og allt nýjar vörur Já, við höfum alltaf eitthvað á prjónun- um! LAUGAVEGI 37 SÍMI 12861 —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.