Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 2
Föstudagur 7. aprll 1978 vism [ I Weykjavlk ^ Hvernig lýst þér á verk- f a I Isaðgerði r Verka- mannasambands Islands? Kristján Hallgrimsson, lyfsali: Mér lýst nú ekki vel á þessar að- gerðir. Ég er ekki hlynntur svona aðgerðum, sem geta skaðað allt landið i heild — alla, verkamenn og iðnaðarmenn. Gisli Dagsson, múrari: Eitthvað verða menn að gera til þess að ná aftur upp þvi sem tapast hefur með aðgerðum rikisstjórnarinn- ar. Sigrún Kinarsdottir, húsmóðir: Kg veit ekki hvernig ég á að svara þessu. Ég hef ekki fylgst svo vel með þessu máli. Hallberg llalldórsson, verslunar- maður: Ég tel þær alveg voðaleg- ar. Þessar aðgeröir koma til með aö hafa skaövænleg áhrif á mark- aði okkar erlendis. Gisli Már Helgason, póstmaður: Mér list mjög vel á þær. Það verður að mótmæla vitleysu rikisstjórnarinnar meö einhverj- um hætti. Auðmennirnir geta ekki ráðið öllu. Læknanemar athuga blóðþrýsting vegfaranda f Austurstræti. Vlsismynd: J.A. Vegfarendur voru ólmir I að láta athuga blóð- þrýsting sinn. Niður með há- þrýstinginn „Niður nteð háþrýstinginn” cr kjörorð dagsins I dag. Þaö er al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin sem valið hefur 7. aprll sem alþjóð- legan baráttudag gegn of háum blóöþrýstingi. Læknar og heilbrigöisyfirvöld telja að fólk eigi aö fara reglu- lega til læknis og láta þá mæla blóðþrýstinginn. Læknanemar viö Háskóla ís- lands vöktu athygli á þessu máli með þvi aö fara i gær á fjóra staði hér i borginni og bjóðast til að mæla blóðþrýsting þeirra sem það vildu. Einn þessara staða var Austurstræti. Þar höfðu læknanemar ásamt Arna Kristinssyni lækni komið sér upp athugunarstöð á miðri göngugötunni. Og þeir höfðu varla komiö sér fyrir þegar bið- röð tók að myndast. Ungir sem aldnir vildu fá að vita þrýsting- inn. Og læknanemarnir höfðu snör handtök. „Meö þessu erum við að vekja athygli fólks á að þvi að láta reglulega mæla blóðþrýsting- inn, sagði Arni Kristinsson, læknir. — JEG Arni Kristinsson limir upp merki dagsins „niður með háþrýsting” utan á bifreiðina sem notuð var við mælingu læknanemanna f gær. Að hafa frið með vonir sínar Lækningabylgjur þær, sem gengið hafa yfir þessa þjóð eru hreint með ólikindum. i einn tima voru það elexirar allskon- ar, þá straum og skjálftalækn- ingar á kreppuárunnm og nú, með þróun miðla og miðlastarf- semi, eru það læknar að hand- an, sem veita mörgum hjálp I raunum, eða þar sem jarðbund- in læknavisindi duga ekki til. Erlendis eru svo til aðilar. sem vilja enga lækna sjá, hvorki lif- andi eða látna, og s verja það viö trú sina að mcinin batni af sjálfu scr, eða þá vegna neyslu sérstakrar fæðu. Ekki hefur enn borið á slikum sérviðhorfum hér, og bendir það blessunar- lega til þess, að við höfum þó lækna i hávegum. Á striðsárun um siðustu, og líklega þeim fyrri einnig, lágu undralækningar niðri að mestu. En þær fóru að blómstra aö nýju þegar nokktið leið frá striði og nú eru þær að komast á nokkurs konar hástig, og fylgja að þvi leyti þróuninni aö nokkru, að leita þarf langa vegu eftir hin- um fjarstýrðu læknishöndum. I.iklegast stafar þetta af þvi að nú er þotuöld og loftvegir greið- ir. Þess vcgna er ekki leitað læknis í hinum eða þessum hreppnum heldur alla leið til Filipseyja. Eftir að sýndar hafa verið kvikmyndir frá aðgerðum undralækna á Filipseyjum virð- ist færast nokkur móður I heimamenn. Ekki er annað vit- að en dr. Baldur ætli að „skera upp” i sjónvarpinu á laugar- dagskvöldið. Það cr þó að vissu lcyti óvenjulegur „uppskurð- ur”, þvi dr. Baldur cr einn af þeim vantrúuðu og telur að undralæknarnir hafi með nokkrum hætti ruðst inn á vett- vang sjónhverfinga. Nú vill dr. BaUlur svara i sömu mynt og sýna aðaúðvelt er að berasig að eins og filipinskur nndralæknir. Annars ætti fólk að taka mildilega á þessum læknamál- um. Undralækningar eru alls ekki eins þýðingarlausai- og hin- ir trúlausu álita, og þær cru á engan hátt inóðgun við alvöru- lækna og þau læknavisindi, sem við höfum spurnir af og stund- Vonandi kemst dr. Baldur vel fram úr þessari tilraun, en komi einhvcr undrakraftur yfir hann á meðan á aðgerð stendur er æskilegt að hann skilji hjartað, lifrina og önnur ámóta þýðingarmikil Ifffæri eftir i „sjúklingnum”. um nokkra reynslu á langriævi. Of margir hafa vitnað um bata fvrir tilvcrknaö yfirskilvitlegra af la til að hægtsé að visa slíkum atriðum alveg á bug. Sanngirni og skilningur i þessum efnum er farsælastur á mcöan gruflið verður ekki að faraldri. Fólk cr misjafnlega móttæki- legt fyrir dulræna reynslu, og þótt mestur hluti þess séu þeir hrosshausar að verða aldrei varir viö neitt, þýðir það ekki að Itinir fáu útvöldu hafiekkert til sins máls. Varla eyða heilbrigð- ir menn langri ævi t athuganir á dulrænum efnum, Itafi þeir ekki orðið varir við einhver dæmi um óskýranlega atburði. Það er þvi fyllsta ástæða til að láta þá i friði með trú sina. Eins er þessu variö með þá sjúklinga, sem leita sér bóta á sviðum, sem standa ofar mannlegum skiln- ingi. Það er illa gert að taka frá þeini vonina, sem er kannski það eina, sem þeir eiga eftir. Og vilji þeir kosta nokkrum fjár- munum til að framlengja von- ina, þá eru þaö þeirra eigin fjár- munir. Maðurinn hcfur stórt ego, og hann sættir sig ekki við að kvikna til llfs hér á jörðinni, sem sfðan sé iokið. Þá er vitað mál að skynvitund allrar skepnu er mjög takmörkuð, og atriði éins og timi og aldur er fyrst og fremst aðeins viðmið- un, sem i náinni framtið getur tekið breytingum, svo seni eins og i löngum geimferðum. Þvi skildi ckki vera eitthvað það til, utan okkar skynvitundar, sem okkur reynist erfitt aö skil- greina. Um Filipseyjalæknana el' aðeins það að segja, að fyrst þeirhafa yfirskilvitlegt afl til að fara innan i fólk, ætti að vera óþarfi að láta blæða. En við sjá- um þetta nú allt betur hjá dr. Baldri. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.