Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 9
9 Fáir kvarta um lélega þjónustu í verslunum E.V.S. skrifar: Það er engu likara en ís- lendingar séu feimnir við að kvarta undan öðru en dagskrá sjónvarpsins sem ég þori þó að fullyrða að sé góð miðað við margar erlendar stöðvar. En verslanir komast upp með ýmislegt hér sem aldrei væri liðið i öðrum löndum, þar sem ég þekki til. Til dæmis er alveg furðulegt að gömul brauð skuli vera seld á sama verði og ný. Hér á ég ekki við bakariin yfirleitt þótt sum seljí hiklaust þurr og gömul brauð, það heyrir til undan- tekninga að ég held. Hins vegar er mjög algengt að nýlendu- vörubúðir bjóði uppá brauð frá deginum áður án þess að geta þess á nokkurn hátt við við- skiptavini sina. Mér er bara gefið illt auga þegar ég kvarta eins og mér komi ekkert við hvað ég kaupi. Þá finnst mér áberandi hvað afgreiðslufólk veit litið um vör- una sem það er að selja og jafn- vel þótt um dýra hluti sé að ræða. Það er þó lágmarkskrafa að fólki sé kennt eitthvað i starfi áður en það á að fara að leið- beina viðskiptavinunum. Margt fleira gæti ég nefnt sem er aðfinnsluvert i þjónustu verslana en ég er mest hissa á þvi hvað fólk lætur bjóða sér án þess að kvarta. Þess i stað hættir það kannski að skipta við búð þar sem þjónusta er léleg i stað þess að tala við verslunar- stjórann sem siöan getur kippt hlutunum i lag. ÞÝÐIÐ ALLEN RÉTT Ein reiö skrifar: Þýðendur sjónvarpsins eru eins misjafnir og þeir eru marg- ir. 1 ákveðnum þáttum eða kvik- myndum kemur léleg þýðing ekki svo mikið að sök þar sem t.d. atriði skýra sig að mestu leyti sjálf. 1 öðrum þáttum eru þýðingar geysilega þýðingar- miklar. Ég tek sem dæmi skemmtiþætti þar sem stjórn- endur þurfa að hitta beint i mark. Nú hefur um nokkurt skeið verið sýndur hér þáttur Dave Allan við miklar vinsæld- ir. Brandarar hans sem birtast i texta fyrir alþjóð eru lika sumir alveg þokkalegir. Hitt er öllu al- varlegra að þýðandinn stendur sig það illa að margir brandarar fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem eingöngu verða að reiða sig á islenska textann. Og undirrituð vill fullyrða að þrátt fyrir þær vinsældir sem þáttur- inn nýtur hér á landi myndu þær aukast verulega ef þeir sem lesa textann fengju brandarana al- mennilega þýdda. Dave Allen notfærir sér manna best þá tviræðni sem mörg orð enskrar tungu búa yfir. Það þarf þvi verulega góðan þýðanda sem ekki hefur eingöngu lært ensku af bókum til að þýða slikan úrvalsþátt. Þeirri áskorun er hér með beint til Jóns Thors Haraldsson- ar að hann taki enskukunnáttu sina til alvarlegrar ihugunar og leggi sig framvegis meira i líma við það að þýða þennan þátt. PEUGEOT 204 ÁRG. '69 FIAT 128 ÁRG. '72 FIAT 850 SPORT ÁRG. '72 BENZ 319 BILAPARTASALAN Hofðatuni 10, simi 1 1397. Opiö fra kl. 9-6.30- laugardaga kl. 9 3 og sunnudaga k I i 3 ★ Athugið ★ Tiskupermanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol), Nýkomnir hinir vinsœlu mánaðasteinar, með sérstökum lit fyrir hvern mánuð Ath. Fást aðeins hjá V/ 'J^BMWskjótum okkur \ //Æ?7'&t \ eyru á \ sársaukalausan hátt) MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ Hárgreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. **‘**‘*‘*''*i'**^‘*‘^iÍi*‘*i*i*iÍi*i**i^'*:i'i'ri'i:i:i:iÍ:i:i:i'i:i:i:ii«Í»iiÍiiÍiiáiiiiÉÍÉÍÍiÍiÍiÍiÍÍÍÍÍiÍiííÉÉBl SIDUMULI 8 & 14 SIMI 86611 smáar sem stórar! SAUMASTARF Starfskraft vantar til saumastarfa. Helst vanan. Upplýsingar á staðnum, ekki i sima. Skipholti 3 1 Lundir - Garðabœ Einilundur Heiðarlundur Markarflöt Sunnuflöt ’ Yogar I Barðavogur • Eikjuvogur Langholtsvegur frá 140 Blaðburðarbörn vantar: Kópavogur — Vesturbœr Kópavogsbraut Sunnubraut Þinghólsbraut VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.