Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 07.04.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR \ utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guómundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdottir, Elias Snæland Jóns'son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdottir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Ðjörgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f.____________ Sókn til frelsis Um þessar mundir eru liðin 29 ár síðan þjóðir í Vestur- Evrópu og Norður-Ameriku sameinuðust í sérstöku varnarbandalagi. Aðstæðurnar knúðu þessar þjóðir til þess að taka höndum saman í því skyni að stöðva út- þenslustefnu Ráðstjórnarríkjanna. Og það tókst. Árangurinn getur á hinn bóginn verið hættulegur að því leyti að menn fyllast andvaraleysi. í dag lif ir enginn i ótta við innrás Rauða hersins. En menn þurf a ekki einu sinni að skyggnast undir yf irborðiðtil þess að sjá að Atl- antshaf sbandalagið er grundvöllur þess vopnaða f riðar, sem við búum við eins og sakir standa. Án þess byggju frjálsar þjóðir við öryggisleysi. Það er hinn kaldi veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Oruggar varnir eru lýðræðisþjóðunum nauðsyn- legar. Hugsjónin ein tryggir ekki sjálfstæði þeirra, þvi miður. En sannleikurinn er sá að Atlantshafsbandalagið er sá bakhjarl sem gefið hefur frjálsum þjóðum styrk til þess að vinna að bættri sambúð við sósíalistaríkin og draga úr spennu. AAikill meirihluti íslendinga hefur frá fyrstu tíð stutt aðild islands að Atlantshafsbandalaginu. Gildi þessa samstarfs hef ur síst minnkað þó að aðstæður haf i breyst á þremur áratugum. Styrkur okkar innan bandalagsins kom ekki hvað sist fram þegar ríkisstjórnin beitti þar pólitískum þrýstingi til þess að knýja Breta til undan- halds við samningaborðið í landhelgisdeilunni. Þóað nokkrar deilur haf i staðið um veru varnarliðsins i Keflavík er alveg vafalaust að öruggur meirihluti þjóðarinnar kýs að halda áfram varnarsamstarf inu við Bandaríkin. l vetur stofnuðu nokkrir ungir menn til hreyfingar um vestræna samvinnu og sókn til frelsis. Þeir hafa staðið að blaðaútgáfu og fundahöldum í skól- um landsins til þess að hef ja umræður um þennan veiga- mikla þátt islenskrar utanrikisstefnu. Sannleikurinn er sá að umræður um þessi efni hafa verið mjög takmarkaðar og einhliða. Áhugamannasam- tök ungra manna um vestræna samvinnu hafa verið dauð úr öllum æðum. Hreyf ing ungu mannanna í skólun- um um vestræna samvinnu og sókn til frelsis hefur þvi hristærlega upp i umræðum um þessi efni og fengið hin- um hefðbundnu mótmælasamtökum gegn vörnum og samvinnu lýðræðisþjóðanna alvöruverkefni til þess að hugsa um. Hugsjónagrundvöllur Atlantshafsbandalagsins hefur styrkst í ýmsum ef num á síðustu árum. En því er ekki að leyna að ýmsir brestir voru komnir í innviði bandalags- ins. Innri veikleiki bandalagsins var m.a. sá að innan þess voru tvö einræðisríki, Grikkland og Portúgal. Á allra siðustu árum hafa lýðræðisöf lin náð yf irtökunum i þessum ríkjum, þó að spjótin standi hvarvetna á lýð- ræðisskipulaginu. Og á það er að líta að Bandaríkin eru að ná sér eftir síðferðislegt áfall Vietnam-striðsins. Um leið hef ur mannréttahreyf ingunni vaxið f iskur um hrygg.Frjálshuga menn í sósíalískum rikjum hafa smám saman veriðaðefla baráttuna fyrir auknum mannrétt- iridum. Segja má að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn að frjálsar þjóðir gefi þessari hetjulegu baráttu gaum m.a. með þvi að knýja á um, að aukin mannréttindi verði grundvöllur bættrar sambúðar þjóða er búa við ólíka stjórnarhætti. Samfara þessu hefur það einnig gerst að frjálsar þjóðir hafa i ríkari mæli en áður beint mannréttindabar- áttunni gegn fasista- og herforingjastjórnum. Alræðis- valdið er jafn slæmt, hvort sem það er brúnt eöa rautt. Þessar að ýmsu leyti nýju aðstæður hafa styrkt þá hreyfingu ungs fólks sem vill standa vörð um vestræna samvinnu með sókn til aukins frelsis. Föstudagur 7. april 1978 VISIR Austurlína: EFNIÐ Á REYÐAR- FIRÐI LEYST ÓT • Var gengið fram hjó innlendum aðilum við flutning á staurum til landsins Efni þaö sem lá á hafnarbakkan- um i Reyðarfirði og ætlað er i Austurlinu hefur að mestu verið leyst út og verður farið að aka þvi út á linustæðið fljótlega að sögn Bents Schevings Thorsteinssonar innkaupastjóra Rariks. Sem kunnugt er af fréttum gat Rarik ekki leyst þetta efni út á sinum tima og var óttast að ekki reynd- ist unnt að ljúka við lagningu h'n- unnar fyrir haustið. Þessi lina kemur til með að tengja Austurland við byggðalin- una en talið er, að ef ekki verði af þvi, verði vandræðaástand i raf- orkumálum á Austurlandi næsta vetur. Að sögn Bents er búið að reisa staurana i linuna en það efni sem lá á Reyðarfirði voru ein- angrarar, vir, þverslár og fleiri hlutir eru til linunnar þarf. A sinum tima þegar staurar i linuna voru keyptir stóð til að gera samning við islenskt skipa- félag um flutningana. Frá þvi var horfið á siðustu stundu og erlent skip fengið til að flytja staurana til landsins. Samkvæmt þeim heimildum er Visir hefur aflað sér var búið að gera uppkast að samningi við Vikur h.f. um að Hvalvikin flytti staurana til ts- lands. Var ekkert eftir annað en að skrifa undir þegar samningar brugðust. Varð þetta til þess að Hvalvikin varð verkefnalaus i tiu daga á eftir. Erlenda skipið er fengið var til flutninganna var rúmlega tiu þúsundlestiraðstærð.Það átti að skipa upp hluta af staurunum á Húsavik en þangað inn komst skipið ekki og varð að fara með allan farminn á Reyðarfjörð og keyra varð þann hluta farmsins sem átti að fara á Húsavik norð- ur. ÞAKKARVERÐ HEIM forustuhlutverk i áfengisvarnar- málum. Séu um tiu prósent af fólki i landinu hvort sem það drekkur áfengi eða ekki, hugsan- legir áfengissjúklingar, gerir það kort sagt um tuttugu þúsund manns. Aö þessum hópi er sótt með áfengi á skemmtistöðum, og eins og allir vita er áfengissalan i landinu hluti af innheimtukerfi hins opinbera. Aftur á móti er - sjálfsagt rétt að við erum á góð- um vegi með að ná árangri i lækningum á drykkjusýki mest vegna þeirra lærdóma sem bráð. Þannig má með nokkrum sanni segja að útvikkun á áfengisneyzlu muni hafa f för með sér fleiri sjúklinga á Freeport og fleiri vandamál við að fást á þeim stofnunum innlendum sem fást við sama vandamál. Röksemdir Betur að satt væri. Við erum að visu búin aö gera okkur grein fyrir þvi fyrir nokkru að áfengis- vandamálið er sjúkdómur en ekki ávani og hinn ágæti bandariski læknir talar tungumál sem við skiljum, þegar hann fjallar um áfengisvandamálið. Tuttugu þúsund manns Afturá mótimælirsá hafsjór af áfengi sem innbyrtur er i landinu ár hvert alveg þvert gegn þvi að fyrir okkur eigi að liggja eitthvert dregnir hafa verið af aðferðum sem viðhafðar eru á Freeport þar sem bandariski læknirinn er yfir- maður. Hverjum og einum frjálst að fara i hund- ana? A sama tima og fyrrgreindar upplýsingar liggja fyrir þykir einstöku mönnum ástæða til að berjast fyrir þvi, að jafnframt áfengisneyzlunni verði tekin upp drykkja á áfengum bjór i landinu. Varla mun hugsanleg bjór- drykkja draga úr hættunni á, að eitthvað af þeim tuttugu þúsund manneskjum sem læknirinn telur að geti orðið áfengissjúklingar hjá tvö hundruð þúsund manna þjóð verði áfengisneyzlunni að Indriói G. Þorsteinsson skrifar: Heimsókn yfirmanns Freeport er þakkarverð einkum ef koma hans á eftir að skilja þau spor eftir að hætt verði öllu frekara ávanakáki en þess í stað freistað að fást við ofneysluna eins og hvern annan sjúkdóm. Meðsérstökum hætti virðast Is- lendingar orðnir þátttakendur i einskonar heilsubótarævintýri þeirra sem eiga við ofdrykkju- vanda að striða. Hingað er kom- inn merkur bandariskur læknir, sem hefur látið hafa það eftir sér að hér sé barizt svo hart gegn of- drykkju að innan fjögurra eða fimm ára muni Island vera orðið forustuland um áfengisvarnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.