Vísir - 21.04.1978, Qupperneq 17
VISIK Föstudagur 21. apríl 1978
—
\
Staða dollarans
versnar á ný
Dollarinn virtist standa verr
aö vigi á gjaldeyrismörkuðum i
gær eftir að hafa verið á uppleið
undanfarna daga. Gagnvart
marki lækkaði hann úr 2.05 i 2.04
og i Kaupmannahöfn lækkaði
dollarinn Or 564.65 i 563.15 við
siðustu skráningu.
Ástæðan er sú að gjaldeyris-
höndlarar telja að dollarinn hafi
hækkað of mikið upp á siðkastið
og þvi margir viljað selja áður
en hann lækkar aftur sem aftur
leiðir til skjótrar lækkunar.
Staða dollarans er þvi óviss sem
fyrr og jafnvel talin veikari en
áður. Óvissa rikir um efnahags-
stefnu Bandarikjanna og óvissa
um fyrirhugaðan toppfund og
fund urn gjaldeyrismál og þvi
erfitt að spá um stöðu dollarans
i nánustu framtið.
i næstu viku verður haldinn
fundur i Mexíkó þar sem allir
helstu fjármálaráðherrar heims
munu meðal annars ræða
möguleika á að auka lánveiting-
ar til þeirra rikja sem búa við
óhagstæðan greiðslujöfnuð.
Fjármálaráðherra Dana, Knud
Heinesen, mætir á fundinn á
vegum Efnahagsbandalagsins.
i forsæti á fundinum verður
fjármálaráðherra Breta, Denis
Healey og kveðst hann vona að
fundurinn verði spor í þá átt að
Bcrsen_________VÍSIR
'* CENCIOC GJALDMIDLAJR
treysta ástandið á gjaldeyris-
mörkuðum heims.
Evrópski fjárfestingarbank-
inn hefur tekið lán að upphæð 15
milljónir danskra króna og er
það til að fjármagna stærri og
minni iðnaðarframkvæmdir.
Lánið er til 10 ára og er með
8.25% vöxtum.
í Svíþjóð hafa forvextir verið
lækkaðir niöur i 7%, en i febrúar
fóru vextirnir niður fyrir 8%
sem þeir höfðu verið i frá árinu
1976.
-Peter Brixtofte/-SG
GENGISSKRANING
Gengi no. 66 Gengi no. 65
20. april kl. 12 14. april kl. 12
- Kau[i Salá:
1 Bandarikjadollar.... 254.70 255.30 253.90 254.50
1 Sterlingspund 469.80 471.30 476.20 477.40 222.20
1 Kanadadollar 222.30 222.90 221.60
100 Danskar krónur ... 4 529.00 4539.70 4578.45 4589.25
lOONorskarkrónur ... 4733.95 4745.15 4804.40 4815.70
lOOSænskar krónur ... 5543.55 5556.65 5554.00 5567.10
lOOFinnsk niörk 6074.40 6088.70 6119.50 6134.00
100 Franskir frankar.. 5543.55 5556.65 5588.50 5691.70
lOOBelg.frankar 799.95 801.85 810.30 812.20
100 Svissn. frankar .... 13333.35 t33 64.75 13692.90 13725.20
lOOGyllini 11679.20 11706.70 11825.80 11853.80
100 V-þýsk mörk 12442.00 12471.30 12636.90 12666.70
lOOLirúr 29.60 29.67 29.84 29.91
100 Austurr. Sch 1728.55 1732.65 1754.70 1758.80
lOOEscudos 614.10 615.50 618.90 620.40
lOOPesetar 318.10 318.90 318.70 319.40
100 Yen 115.01 115.29 115.90 116.10
Hárgreióslu-og
snyrtiþjónusta
Permanent-klipping
o.fl. o.fl.
Unnið úr
heimsfrægu
snyrtivörunum frá
Helena Rubinstein
^éiBöir
Háaleitisbraut 58-60
Miðbær SÍMI83090
Opiö frá kl. 10-18 mán.-föst. kl. 10-12 laugard.
Síminn er
Meðoi efnis í 32 síðno Helgarbloði ó morgun:
Málar framliðna
— Eggert Guömundsson, list-
málari er þeirri sérstæðu gáfu
gæddur að geta málað framliðið
fólk. sem hann hefur hvorki
þekkt persónulega né séð
myndir af. Berglind Asgeirs-
dóttir, blaðamaður heimsótti
Eggerl og ræddi við hann um
þetta og aðra dulræna atburði
sem gerst hafa i lifi hans, og birt
eru dæmi um myndir hans af
..fyrirsætum" að handan. Þá er
rætt við Hjálmar Hjálmarsson á
Húsavik, einn afkomenda Bólu-
Hjálmars en skáldið ,,sat fyrir”
hjá Eggert tvö kvöld. Nánar
segir frá þessu óvenjulega
viðtali i frétt i Visi i dag.
Timburhús innan i steinhúsinu
— nefnist viötal Guðjóns Arn-
grimssonar, blaðamanns við
Björn Björnsson. leikmynda-
teiknara. t viðtalinu er rætt um
Savannatrióiö. leikmyndagerð
fyrir leikhUs og kvikmyndir,
islenska hýbýlamenningu og
fleira.
íslandi
I annari grein Páls Pálssonar
um Bitilæðið tekur hann fyrir
ýmis atriði þess hér á íslandi og
ræðir við mann sem kom við
sögu þess, Rafn Haraldsson.
Speaker's Corner í Reykjavík?
— SU hugmynd hefur komið
upp að setja upp ræðumanna-
horn i Reykjavik eins og tiðkast
i Hyde Park i London. Edda
Andrésdóttir, blaðamaður og
fleiri gerðu sérkennilega
athugun á þvi máli.
— Þá skrifar sr. Gunnar
Björnsson grein i „Eftir mið-
nætti", grein er Ur fiokknum
um „Sérstæð sakamál”, barna-
siða Onnu Brynjólfsdóttur o.fl.
Missið ekki of Helgarblað-
inu á morgun