Vísir - 24.04.1978, Blaðsíða 2
Mánudagur 24. apríl 1978 VISIB
Hvaða aðferð telur þú
heppilegasta til þess að
ná af þér aukakilóun-
um?
Magnús Guðmundsson, bygg-
ingafræðingur: Sitja rólegur og
éta minna.
Jón Guöjónsson, blaöamaður:
Blaðamennsku.
Sif Friöieifsdóttir nemi: Borða
minna af feitmeti og stunda ein-
hverja iþrótt.
Heiður Björnsdóttir, nemi: Éta
kál og gulrætur, og trimma dag-
lega.
Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson,
nemi: Ætli það sé ekki bara ab
hlaupa og svoleiöis.
„Þú verður
fyrir hann"
að syngja
— Björn Guðjónsson hefur róið úr
Grímsstaðavör í 57 úr
Skipsjómfrú hjá afa.
Það voru margir sem heilsuðu
upp á þá Björn og Asgeir þegar
þeir komu að landi. Meðal þeirra
var hún Berglind litla, sex ára
hfiáta sem kom og tók á móti afa.
Hún er búin að panta pláss hjá
honum og ætlar að verða skips-
jómfrú.
Pósturinn kom og heilsaði upp á
fólkið. Hann var greinilega öllum
hnútum kunnugur. Þeir Björn
ræddu um þær breytingar sem
hafa orðið frá þvi að sótt var á
árabátum þarna úr vörinni.
Jón Sigurðsson i Garðinum,
hefur átt heima við Ægissiðuna
frá þvi hann var strákur. „Þetta
er engin sjómennska miðað við
það þegar ég var á togurum”,
sagði hann. „Stóru bátarnir eru
alveg að gera út af við okkur hér.
Aflinn i fyrra var frekar lélegur,
en við sjáum til með þetta i ár”.
Glænýr rauðmagi.
Eftir að báturinn hafði verið
tekinn upp var farið að koma afl-
anum i land. Spriklandi rauð-
maginn var settur á handvagn.
Þeir sem vilja fá sér i soðið koma
svo með plastpoka til Björns.
Grásleppuveiðin fyrir suður- og
vesturlandi stendur frá 18. april
til 17. júli. Nú hafa verið gefin út
um 290 leyfi. A Austurlandi hafa
verið veitt 49 leyfi, á norð-austur-
svæðinu 185 og á norö-vestur-
svæðinu 78 leyfi. Netafjöldi er
miðaöur við mannfjölda á hverj-
um báti. Einn maður má hafa 40
net, tveir 80 net, en net i sjó mega
ekki vera fleiri en 150. Ef öll þau
net sem eru i sjó væri sett i eina
lengju, þá gætum við þumlungað
okkur langleiðina til meginlands-
ins.
—KP.
„Blessaöur vertu, þú verður að
syngja fyrir hann”, sagði Björn
Guðjónsson við Jón I Garðinum
þegar sá siðarnefndi kvartaði
undan lélegri veiði I Skerjafiröin-
um. Björn hafði komið að landi
með mjög góðan rauömagaafla
og þeir kumpánarnir ræddu um
veiðiskapinn. Þeir láta báðir úr
vör við Ægisslöuna og hafa nú
lagt grásleppunet sin.
Visismenn lögðu leið sina út i
Grimstaðavör við Ægissiðuna á
dögunum. BjÖrn Guðjónsson var
þá að leggja að landi, en hann
hafði farið snemma um morgun-
inn á sjó á nýjum báti, sem ber
nafn föður Björns og heitir
Guðjón Bjarnason. Hann var
mikil aflakló og reri úr Grim-
staðavör i áratugi. Þetta er 57.
sumarið sem Björn sækir á miðin.
Pósturinn var mættur f Grimstaðavör til að aðgæta aflann og ræða um veiðiskapinn..
■ v' —
STJÓRNARSKRÁIN ER POTTÞÉTT
Sumir leggja fyrir sig að æfa
iþróttir, aðrir æfa sig á
stjórnarskránni. Siðasta æf-
ingaliöiö hefur nú verið leyst
l'rá störfum enda hafa ekki
verið haldnir fundir um
breytingar á stjórnarskránni i
eitt og hálft ár eða meir. For-
maöur stjórnarskrárnefndar,
llannibal Va ldim arsson,
hefur tekið þvi vel að allsherjar-
nefnd hefur afturkallað umboð
stjórnarskrárnefndar vegna að-
gerðaleysis hennar. Var þó búið
að sjá til þess að stjórnarskrár-
nefndin gerði ekkert af sér af
þvi hún „hafði ekkert með
kosningalögin að gera”.
Það er sem sagt alltaf verið
að endurskoöa stjórnarskrána.
i ioftinu liggur aö skipuð verði
ný stjórnarskrárnefnd, sem hafi
m.a. með kosningalög að gera.
Þessi, sem Hannibal stjórnaði
og starfað hefur i sex ár, lifði
ma.ellefu hundruð ára afmælið
af ánþess aö gera nokkrar breyt-
ingartillögur, en það var jafn-
framt hundrað ára afmæli
stjórnarskrárinnar, sem Kristj-
án niundi, konungur islands og
Danmerkur, færði okkur á tiu
alda afmæli byggðarinnar.
Stjórnarskrá Kristjáns niunda
var mótuð af frjáislyndisanda
nítjándu aldarinnar, og virðist
þeim göldrum gerð, að hún þurfi
engra breytinga við hundrað ár-
um siðar. Fjölmörg lönd eiga
eldri stjörnarskráren viðog eru
ekki alltaf að breyta þeim. Við
þurfum þó að hafa endurskoð-
unarnefnd f gangiaf ogtil. En til
allrar guðslukku hafa nefndir
þessar staðfastlega unnið að
þvi, að láta stjórnarskrána i
friöi. Þómá vel vera, þótt undan
dragist að gera breytingartil-
lögur við stjórnarskrána, að
nefndarmennhafi sæmileglaun
fyrir umhugsunina. Og kostnað-
ur við einhverjar athuganir
varöandi stjórnarskrár annarra
landa i samanburðarskyni
munu hafa komist upp i nimar
þrjár milljónir á siðustu sex ár-
um. Þessi kokteilkostnaður er
látinn i friöi.
Þaö skortir ekkert á, að þing-
rnenn taki fullan þátt i grininu
um stjórnarskrána. Þeir telja
óhjákvæm ilegt að endurnýja
stjórnarskrárnefnd. ,,Það segir
sig sjálft, að eigi einh ver von að
vera um árangur af starfi slíkr-
ar nefndar, þarf hún að koma
oftar saman”, segir Ragnar
Arnalds i Morgunblaöinu i gær.
Já, mikil ósköp. Auðvitað væri
það þénanlegra fyrir skattborg-
arann að vita að vellaunuð
nefnd kæmi endrum og eins á
fund til að froðufella þar yfir
einstökum málsgreinum
stjórnarskrár Kristjáns niunda.
Og það þarf endilega að vinda
bráðan bug að þvi að kjósa nýja
stjórnarskrárnefnd, sem skipuð
verði duglegum fundarmönnn-
um og froðufellurum.
Agnúinn á öllu þessu máli er
hins vegar sá, að enginn veit
hverju á ab breyta i stjórnar-
skránni og allra sist þær
nefndir, sem hafa verið fja rvist-
um viöað endurskoða hana. Við
höfum að visu þurft að breyta
kosningalögum, en slikt gerist
varla í st jórnarskrárnefnd
nema að forminu t3. Fráfarandi
stjórnarskrárnefnd hafði fyrir-
mæli um að gera ekki tillögur
um breytingu á kosningalögum.
Sú nefnd sem nú verður skipuð,
mun hins vegar eiga að gera til-
lögu um breytt kosningalög.
Þaðerallur munurinn. Liklegt
er aðtillögurum ný kosningalög
liggi fyrir á miðju næsta kjör-
timabili. Næsta stjórn verður
þvi ekki langlif. Það var sem
sagt ekki von að fráfarandi
nefnd g^eti eitthvað gert, eða
vissi hvaö hún ætti að gera.
Stjórnarskráin er nefnilega i.
góöu lagi. Hún skaðast ekkert
viö það þótt stjórnarskrár-
nefndir séu notaðar fyrir elli-
heimili stjórnmálamanna, að-
eins ef undan eru skilin afskipti
af kosningalögum.
Svarthöfði