Vísir - 24.04.1978, Blaðsíða 8
8
fóík
FIMMTA BARNIÐ
HEILSAÐI WHIT-
TAKER MEÐ ORGI
Söngvarinn Roger
Whittaker átti von á
annars konar móttökum
en gráti þegar hann kom
eftir langt ferðalag til
þess að heilsa upp á ný-
fæddan son sinn. En
Alexander litli Michael
heilsaði honum bara
með orgi. Roger var á
sviðið i Hannover i
Þýskalandi þegar
honum voru færðar þær
fréttir að kona hans
Natalie væri að fæða.
Hann lauk við að syngja,
en fór síðan beint á f lug-
völlinn og flaug heim til
Englands i eigin vél. í 15
þúsund feta hæð yfir
Þýskalandi, eftir aðeins
45 minútna flug, fékk
hann þau skilaboð i
gegnum radíóið að kona
han's hefði fætt honum
son, og hamingjuóskir
fylgdu að sjálfsögðu
með. Roger Whittaker
flýgur reyndar sjálfur.
Sonurinn er fimmta
barni i röðinni, en Whit-
taker getur lítið sinnt
honum fyrstu dagana,
því hann þarf að Ijúka
hljómleikaferð sinni.
ÞAÐ BESTA
FRÁ PAUL
,,Gjaldið sem maður
greiðir fyrir frægðina
óg framann, er einka-
lifið", segir bitillinn
fyrrverandi, Paul
McCartney. Meðfylgj-
ahdi mynd var tekin af
honum þegar hann
kynnti nýjustu plötuna
með Wings, ,,London
Town". Paul er nú 34
ára gamall en heldur'
vinsældum sínum stöð-
ugt og platan komst
strax í 4. sæti i Englandi,
og 5. sæti i Danmörku
eftir að hún kom út.
,,London Town" er
níunda platan sem Paul
gef ur út eftir að hann og
hinir Bítlarnir hættu að
spila saman og menn
segja að hún sé sú besta.
Hafa gagnrýnendur
hrósað henni mjög. Paul
segist eyða mestum
tíma sinum með fjöl-
skyldunni í húsi þeirra
rétt utan við London.
Börn hans og Lindu eru
fjögur. Heather, dóttir
Lindu frá fyrra hjóna-
bandi er 14 ára og elst,
og Paul segir að hún sé á
kafi i ræf larokkinu.
,,Hún gripur allt sem
nýtt er", segir hann.
Umsjón: Edda Ándrésdóttir
Mánudagur 24. apríl 1978 vism
1