Vísir - 24.04.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 24.04.1978, Blaðsíða 12
12 Mánudagur 24. april 1978 vísm Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ný Hrafnista í Hafnarfirði hefur verið tekin í notkun og búa þar nú þegar 87 vistmenn. Þetta er aðeins fyrsti áfangi þessa glæsilega vistheimilis, sem fullbúið mun rúma 240 manns. Auk þess verður rúm fyrir 60 manns á dagvistunar- deild, sem er merk nýjung hér á landi. Margt gamalt fólk býr við ótrúlega erfiðar aðstæður og þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu og því öryggi að halda, sem dvalarheimili D.A.S. getur veitt því. Hver miði í happdrætti D.A.S. er framlag sem kemur gamla fólkinu til góða, — framlag sem er mikils metið. Verum með í happdrætti D.A.S. Söluskattsvik geta faríð í sakadóm Miklar umræður eru nú i gangi um söluskattsmál og hugsanlegt 'undanskot tuga milljóna hjá um 30 fyrirtækjum, sem skattrannsóknastjóri er að rannsaka. i þessum umræðum hefur blandast mismunandi túlkun fyrirtækja á söluskatts- ákvæðum um það hvenær beri að skila söluskatti. Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknastjóri var inntur eftir þvi hvaða regla gilti um þe tta,til dæmis þegar selt er með afborgunarskilmálum. Hann sagði að sú régla gilti að sölu- skattbæri að greiða vegna vöru strax og hún hefði verið afhent. Rannsókn á bókhaldi þeirra fyrirtækja san nú eru i athugun er mjög umfangsmikil og tima- frek og er Garðar var inntur eftir þvi hvort hægt væri að segja til um hvenær henni lyki, svaraði hann þvi til að rannsóknin væri ekki það langt á veg komin að unnt væri aö segja til um það. Þá var hann spurður að þvi hvernig þessi mál yrðu afgreidd þegar rannsókninni yrði lokið. Garðar sagði að skattstjórar eða rikis- skattstjórikvæöu upp formlega úrskurði og þá kæmi tvennt til greina, að skattsektanefndin leiddi málið til lykta og ákvæði aðilum sektir, eða að það færi i sakadóm. Mál fara þvi aðeins i sakadóm að aðili fjálfur óski eftir þvi eða rikisskattstjóri. Garðar sagði að það væri sjaldgæft að mál færu fyrir sakadóm samkvæmt beiðni aðila. Helst kæmi það til greina, ef menn teldu að eitthvað hefði veriðbrotiðá þeim við rannsókn máls. —B.A. Óháðir á Vestfjörðum: Karvel í efsta sœti Áhugafólk um óháð framboð i Vestfjarðakjördæmi hefur gengið frá og samþykkt framboðslista sinn við alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara i júni nk. Var listinn samþykktur á fundum, sem haldnir voru 27. mars sl. að tilhlutan fram- kvæmdanefndanna, sem kjörnar vori> til aðsjá um undirbúning framboðsins, og er listinn þannig skipaður: 1. Karvel Pálmason, alþm., Bolungarvik. 2. Asgeir Erling Gunnarsson, viðskiptafr., Isafirði. 3. Hjördis Hjörleifsdóttir, kennari, Mosvöllum, önundarf. 4. Hjörleifur Guðmundsson, verkam., formaður verkalýðs- félags Patreksfjarðar. 5. Birgir Þórðarson, verslunar- maöur, Hólmavik. 6. Grétar Kristjánsson, skip- stjóri, Súðavik. 7. Arni Pálsson, rafvélavirkja- meistari, Suðureyri. 8. Gunnar Einarsson, sjómaður, Þingeyri. 9. Ragnar Þorbergsson, verk- stjóri, Súðavik. 10. Halldór Jónsson, verkam., formaður verkalýðsfél. Vörn, Bfldudal. —K.S. Þátttakendur á félagsmálanámskeiðinu. Vel heppnað félagsmólanámskeið Ungmennafélagið Armann I framhald yrði á slikri félags- Hörgslands- og Kirkjubæjar- málafræðslu á vegum hreppi gekkst fyrir félagsmála- Ungmennafélagsins. A nám- námskeiði að Kirkjubæjar- skeiðinu var kennd ræðu- klaustri nú fyrr i mánuðinum. mennska, fundarstjórn og Þátttakendur voru á aldrinunt fundarreglur. 15 til 44 ára og voru þrettán Leiðbeinandi var Magnús talsins. Þeir undu hag sinum hiö ólafsson, S v ei ns s t ö ðu m , besta og létu i ljós áhuga á að A.-Húnavatnssýslu. Sölumenn í CHRYSLER-SAL, Suðurlandsbraut 10, Sími 83330 eða 83454. föwökull hf ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366. Eigum til afgreiðslu með stuttum Jyrirvara flestar útgáfur af DODGE ASPEN og PLYMOUTH VOLARE 1978 fólksbílunum vinsælu frá bandarísku Chrysler-verksmiðjunum. Vandlátir bílakaupendur velja sér DODGE ASPEN eða PLYMOUTH VOLARE bila fyrir sumariö. Halldór er aðstoðar- framkvœmdastjóri í frétt i Visi fyrir skömmu urðu þau mistök er sagt var frá fyrir- huguðum veisluhöldum við Sigöldu að Halldór Jónatansson var sagður framkvæmdastjóri Landsvirkjunar. Hið rétta er að Eirikur Briem er framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar en Halldór aðstoðarframkvæmdastjóri. Hlutaöeigandi eru hcr með beðnir velvirðingará þessum mistökum. Safna fyrir nýju heimili Töluverður fjöldi áfengissjúk- linga, sem hafa verið til með- ferðar 1 Reykjadal, á Kleppi, á Freeport-sjúkrahúsinu og á Vifilsstööum, hefurekki átt i neitt hús að venda eftir að meðferö lauk. Þetta fólk hefur nú um nokkurt skeiö haft athvarf i Brautarholti 22, en þaö húsnæði er éngan veginn fullnægjandi. Nú er hafin fjársöfnun til að festa kaup á hentugu húsnæöi fyrir þetta fólk. Happdrættismiðar verða til sölu i bás Kristins Guðnasonar á Bilasýningunni Auto 78. Vinn- ingurinn er Renault 5 TL að verömæti 2,5 milljónir króna. Félagsprentsmiöjuniiar hf. . Spílalastíg 10 - Sími 11640

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.