Vísir - 06.05.1978, Side 2
Laugardagur 6. mai 1978
VISIR
iKIPTAR SKOÐAKIR SKIPTAR SKOÐAKIR SKIPTAR SKOÐAKIR SKIPTAR SKODAKIR
Hér hefur göngu sína nýr þáttur í Vísi er hefur hlotið nafnið skiptar
skoðanir. Ráðgert er að í hann veljist þau mál er hátt bera hverju
sinni og menn eru ekki á eitt sáttir um.
Skiptar skoðanir i dag hafa þeir Vilmundur Gylfason menntaskóla-
kennari og ólafur Ragnar Grímsson prófessor. Eflaust er lesendum
aðeinhverju leyti kunn ágreiningsmál þeirra á opinberum vettvangi.
ólafur hefur haldið því framaðhinir nýju menn i Alþýðuflokknum
sem nú skipa baráttusæti þar séu fulltrúar ættarvaldsins i flokknum
og að rannsóknarblaðamennska Vilmundar beri keim af pólitískum
áróðursskrifum. Vilmundur hefur sitthvað við þetta að athuga og tel-
ur m.a. að Alþýðubandalagið sé á kafi í samtryggingunni og beri ekki
skyn á lýðræðisleg vinnubrögð. —KS
##
Flokkoflakkarar sem reyna
að yfirbjóða samherjana"
• Vísir rœðir við Vilmund Gylfason
„Það er venja meö
svona flokkafla kkara
þegar þeir koma i nýja
flokka, og Ólafur hefur
gert mikiö af þvi, að þeir
þurfa gjarnan að yfir-
bjóða þá sem eru fyrir i
flokkunum með miklum
kjafti til aö sanna að þeir
dugi f baráttunni”, sagði
Vilmundur Gylfason við
Visi er hann var spuröur
að þvi hvort hann kynni
einhverja skýringu á rit-
deilu hans og ólafs Ragn-
ars.
„Með breyttum vinnu-
brögðum og aö verulegu
leyti nýskipan sinna innri
mála hefur Alþýðuflokk-
urinn verið að öðlast nýtt
og rismikið hlutverk”.
sagði Vilmundur „Meðal
annars með þvi að brjót-
ast út úr þessu samtrygg-
ingarkerfi sem stjórn-
málaflokkarnir allir sem
einn hafa átt mikinn þátt í
að skapa. Nú s.l. fjögur ár
hefur veriö bent á hvert
málið á fætur öðru: Ar-
mannsfellsmál, Kröflu-
mál, dómsmálahneyksli
Framsóknarflokksins og
loks Alþýðubandalagið:
þáttur þess i bönkum og
nú siðast þetta Rafafls-
mál.
Það sem augljóslega
fer fyrir brjóstið á svona
komma strákum eins og
Ólafi Ragnari er að bent
hefur verið á með hverj-
um hætti kommar hafa
þvælst inn i samtrygging-
una: það hafa þeir gert
með þvi að Ragnar Arn-
alds situr i Kröflunefnd
og það hafa þeir gert i
sambandi við Rafafl, svo
aö tvö dæmi séu nefnd.
Greinar Ólafs eru ekkert
annað en heiftúöug gagn-
sókn, engin rök heldur
bara upphrópanir af held-
ur óskemmtilegu tagi.
Ólafur Ragnar er sendur
til aö klórai bakkann. Það
sem hann finnur út er
tíl aö mynda að ég skuli
vera sonur föður mins
sem til sanns vegar má
færa.
Þegar þetta er orðið
höfuö inntak röksemda-
færslu, þá er lágt lagst.
Ef einhver fbkksklika i
Alþýðuflokknum hefur
veriö að hampa mér, þá
giltu þessi rök. En þegar
ég hef gengið i gegnum
prófkjör og hlotið stuðn-
ing nær 4000 Reykvikinga
eru þetta langt sótt rök.
Það sem kemur i ljós er
einfaldlega að gamla
þreytta Alþýöubandalag-
ið er á kafi i samtrygg-
ingunni og málf lutningur
minn kemur viö kaunin á
þvi.”
„Kiddafinnbogar
allra tíma”
Hverju viltu svara þvi
að þú sért nú hættur rann-
sóknarblaðamennsku og
skrif þin séu sprottin af
pólitiskum rótum?
„Það er út af fyrir sig
alvegrétt að sem fram-
bjóðandi og seinna sem
þingmaður hefur rann-
sóknarblaðamennska
min ekki sama vægi og
áður. Ég get ekki vænst
þess að mér sé trúað og
treyst eins og áöur var og
Vilmundur Gylfason
ég óska eindregiðeftir þvi
að blaðamenn taki upp
þetta merki og keyri það
áfram á fullri ferð.
Stjórnmál eru þeim
annmörkum háð að
mönnum er brygslað um
ýmsar annarlegar hvatir
stundum með réttu og
stundum með röngu. Hins
vegar er fáránlegt að
halda þvi fram að grein-
arnar um Rafafl séu
sprottnar af pólitiskari
rökum heldur en fyrri
greinar. Og kiddarfinn-
boga allra tima segja ein-
faldlega: það er ágætt að
ráðast á alla hina bara
ekki mig. Eins og Klúbb-
málið var satt og rétt á
sinum tima þá er Rafafls-
málið satt og rétt nú.”
Þú hefur þá ekki beytt
öðrum vinnubrögðum við
skrifin um Rafafl en önn-
ur mál m.a. látið hjá liða
að afla þér nógra heim-
ilda?
„Það er hrein lygi. Ég
biöst ekki afsökunar á
neinu, skrifin standast
fullkomlega.”
Hvað viltu segja um þá
kenningu að nýju menn-
irnir i Alþýðuflokknum
séu eingöngu fulltrúar
gamla ættarvaldsins f
flokknum?
„Að einu leyti virðist
Óli karlinn vera orðinn
virkilegur kómmi, hann
skilur ekki lýðræði. Ef
lýðræðislegar leikreglur
eru fýrir hendi þá skil ég
ekki að það skipti nokkru
máli hverrarættar þú ert.
Sértuhins vegar valinn af
kliku þá skiptir það máli.
Þetta er svoleiðis bull í
honum að það tekur engu
tali”.
Alþýðubandalagið
má þróast i Fram-
sókn
En hvað um kenningu
Finns Torfa um nýju
mennina i Alþýðubanda-
laginu?
„Hún er rétt. Það leynir
sér ekki að Alþýðubanda-
lagið er ekki komma-
flokkur lengur. Sumir
bundu vonir við aö
Alþýðubandalagið myndi
þróast yfir i heiðvirðan
krataflokk. En það hefur
þróast úr gamla flokkn-
um sem varði hreinsanir
Stali'ns yfir i það að verða
einhvers konar Fram-
sóknarflokkur. Ekki þarf
annaðen ( benda á fundi
sem Lúðvik er að halda
um allt land með bændum
þvi tíl stuönings.*'
Ólafur Ragnar heldur
þvi fram i' grein sinni aö
skrif þin i' gegnum árin
hafi orðið til þess aö festa
þá I sessi sem þú hefur
gagnrýnt?
,,Mér urðu það von-
brigði að dómsmálaráð-
herra með feril Ólafs Jó-
hannessonar skuli fá
svona glimrandi kosningu
i prófkjöri fyrir norðan.
Mér þykir það ekki vera
þvi fólki til hróss sem
kaus hann, en framsókn-
arfólk er nú einu sinni
framsóknarfólk.”
Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið eru
báðir verkalýösflokkar.
Hvor heldur þú að eigi
meiri hljómgrunn hjá
verkalýðnum um þessar
mundir ?
„Sannleikurinn er sá að
kommúnistablandaðir
flokkar fá mest 20% fylgi
i lýðræðislegri Evrópu.
Það er þeirra stöðvunar-
mark. Það sem meira er
eins og öfgar gera alltaf,
þeir tryggja andstæðing-
inn i sessi. Við höfum
dæmin fyrir okkur i nýaf-
stöðnum kosningum í
Frakklandi. Franski
kommúnistaflokkurinn
hefur tryggt varanleg
völd peningaaflanna i
Frakklandi frá striðslok-
um. Nú eru franskir jafn-
aðarmenn að vaxa
kommúnistum yfir höfuð
og ég held að svona þróun
eigi sér stað hér á landi.
Ég hygg að það skipti
raunverulegu máli að
Alþýðuflokkurinn taki við
þvi forystuhlutverki sem
Alþýðubandalagið hefur
gegnt of lengi”.
Samstarf undir
forustu Alþýðu-
flokksins.
Ólafur Ragnar segir að
þú hafir afneitað verka-
lýðshreyfingunni og viljir
slita tengsl Alþýðuflokks-
ins við hana?
„Það er bull og lygi og
hann veit það manna best
sjálfur. Hluturinn er sá að
éghef gagnrýnt feykilega
margt i fari verkalýðs-
hreyfingarinnar i stjórn-
un og uppbyggingu en
gagnrýni er allt annað en
afneitun.”
Er ekki æskilegt að
þessir flokkar starfi sam-
an og hverjir eru mögu-
leikarnir á þvi með hlið-
sjón af þeim deilum sem
hafa verið milli einstakra
flokksmanna undanfarið?
„Það eru miklir mögu-
leikar á þvi og getur vel
svo farið að við vinnum
með Alþýðubandalaginu.
En ég hlýt að segja það
sem jafnaðarmaður að i
þvi samstarfi viljum við
hafa forystu bæði að þvi
er varðar utanrikismál
og skynsamleg vinnu-
brögð á launþegavæng is-
lenskra stjórnmála. Ég
held að vinnubrögð eins
og ólögleg verkföll séu
iaunþegum ekki til fram-
dráttar. .ks
Rannsóknarblaðamennsku fórnað ó
kosningaaltari Alþýðuflokksins'
• Vísir rœðir við Ólaf Ragnor Grímsson
„Forsendan er sú að einn
mest áberandi frambjóö-
andi Alþýðuflokksins, Vil-
mundur Gylfason, hefur
kosið að hefja árásir á Al-
þýðubandalagið. Við höfum
lagt á það rika áherslu að
viö vildum eiga Alþýðu-
flokksmenn að banda-
mönnum. Einnig var mér
dálitið annt um þessa til-
raun Vilmundar á sinum
tima að breyta Islenskri
blaðamennsku og ég vil
ógjarnansjáhenni fórnað á
kosningaaltari Alþýðu-
flokksins”, sagði ólafur
Ragnar Grimsson er hann
var inntur eftir skýringu á
þeim hnútum sem gengið
hafa á milli hans og Vil-
mundar i blöðum undan-
farnar vikur.
„Ég skrifaði fyrir nokkr-
um vikum siðan grein þar
sem ég sýndi fram á aö
kenning Vilmundar og ann-
arra um að það væru allt i
einu komnir nýir menn i
Alþýðuflokkinn væri ærið
hæpin” sagði Ólafur Ragn-
ar. „Athugun sýndi aö allir
þeir ungu menn sem koma
til framboðs fyrir Alþýöu-
flokkinn i efstu sætum i
þessum kosningum eru
synir þeirra manna sem
hafa ráðið flokknum sið-
ustu áratugi: Vilmundur
Gylfason i Reykjavik,
bræðurnir Finnur Torfi og
Gunnlaugur Stefánsson,
Sighvatur Björgvinsson og
fleiri. Siðan eru tveir aörir
menn þeir Arni Gunnars-
son og Eiður Guðnason sem
eru alls ekki nýir i Alþýöu-
flokknum heldur gegndu
þar trúnaðarstörfum fyrir
tæpum 20 árum siðan.
Þessari grein hefur ekk-
ert verið svarað. Það hefur
enginn mótmælt henni, hún
stendur alveg óhögguð. Al-
þýðuflokkurinn hefur ját-
ast undir þetta með þvi að
svara þessu ekki einu oröi.
Ég skrifaöi svo aöra grein i
siöustu viku sem tók fyrir
þessa furðulegu herferð
Vilmundar, i garð Alþýðu-
bandalagsins og Þjóðvilj-
ans og núna siðast samtaka
ungra iðnaðarmanna og
Iðnnemasambandsins. Vil-
mundur hefur svarað þess-
ari grein með örstuttum
pistli. Ég vil ekki segja að
andsvörin við þessum
greinum minum hafi verið
það burðug að það beri aö
kalla þetta ritdeilur.”
Fulltrúar ættar-
valdsins
Telur þú að þessir nýju
menn i Alþýðuflokknum
komi þar fram sem fulltrú-
ar ættarvalds?
„Ættaáhrif i islenskri
pólitik er ekkert nýtt fyrir-
bæri. Sérstaklega var það
skýrt einkenni á islenskum
stjórnmálum fyrir mörg-
um áratugum. Hitt er svo
athyglisvert að þegar þessi
tök ættarveldisins i ýmsum
öörum stjórnmálaflokkum
hafa smátt og smátt farið
minnkandi á siðustu árum.
Þá skýtur þessu nú upp
kollinum i Alþýðuflokkn-
um. Þannig að þessu ieyti
svipar hann einna helst til
einkenna islenskra stjórn-
mála fyrir hálfri öld siðan.
Nú hefur Finnur Torfi
komiö fram með kenningu
á móti um nýju mennina I
Alþýðubandalaginu. Hann
segir þá eiga þaö sam-
merkt aö þeir séu róman-
tiskir menntamenn sem
séu á móti framförum og
komi yfirleitt úr Fram-
Ólafur Ragnar Grimsson
sóknarflokknum sem hafi
allra flokka minnst tengsl
við verkalýðshreyfinguna.
Hverju viltu svara þvi?
„I fyrsta lagi er þessi
kenning Finns Torfa litt
rökstudd. Hann nefnir aö-
eins nokkra einstaklinga,
mig og aðra, þessu dæmi til
sönnunar. Sem betur fer
hafa hundruöir annarra
komið til liös við Alþýðu-
bandalagiö, þannig að ekki
er gagnasöfnunin mikil.
Kjarni málsins er hins
vegar sá að það sem Finn-
ur Torfi kallar rómantfk og
náttúrudýrkun er einmitt
sá grundvöllur i stefnu Al-
þýðubandalagsins sem
felst i þvi að vernda efna-
hagslegt og pólitiskt sjálf-
stæði Islendinga.
Hvað snertir skort á
tengslum við verkalýös-
hreyfinguna er þvi varla
svaravert. Vilmundur hef-
ur t.d. gert það að höfuð-
stefnumáli sinu aö Alþýöu-
flokkurinn eigi að slita
tengslin við verkalýðs-
hreyfinguna og lagði það til
i stefnuskrárundirbúningi
flokksins aö það yrði skýrt
tekiö fram að Alþýöuflokk-
urinn væri ekki verkalýðs-
flokkur.”
Prófsteinninn á
Vilmund
Er Vilmundur aö þinu
mati þá aöeins liðtækur
rannsóknarblaðamaður
þegar hann beinir spjótum
sinum að Framsóknar-
flokknum en ekki þegar
hann skrifar um mál sem
tengjast Alþýöubandalag-
inu?
„Ég hef hvergi sagt það
aö Vilmundur væri þá að-
eins liðtækur rannsóknar-
blaðamaður þegar hann
réðist á aðra heldur en Al-
þýðubandalagið og Þjóð-
viljann. Hins vegar lagði ég
á það höfuðáherslu að þessi
skrif hans undanfarið hafi
magnað upp verstu gallana
sem voru á rannsóknar-
blaðamennsku hans hér áö-
ur fyrr. Galla sem eru i
fyrsta lagi þeir að kynna
sér ekki itarlega málið áð-
ur en skrifað er um þaö. Og
kynna sér það ekki frá öll-
um hliðum heldur gripa að-
eins sjónarmiö eins aöilans
sem i dæminu um Rafafl
eru rafverktakar sem eru
keppinautar þess. I öðru
lagi þegar honum er sýnt
fram á að hann hafi rangt
fyrir sér þá viöurkennir
hann það ekki heiðarlega
en heldur áfram að endur-
taka vitleysuna.
Þegar Vilmundur rak
sina rannsóknarblaða-
mennsku hér áður fyrr,
sem ég taldi að ýmsu leyti
merk nýmæli, þá er mér
kunnugt um að hann vand-
aði sig nokkuð vel við að
afla sér gagna. Aftur á
móti nú upp á siökastið
virðist hann stunda þetta af
meira kappi en forsjá. Það
er kannski nauðsynin á þvi
að reka rannsóknarblaöa-
mennskuna i pólitiskum tii-
gangi, sem knýr á um þaö.
Hann hefur skrifað fjöld-
an allan af greinum sem
reynast nú vera staðleysur
t.d. um Alþýðubandalagið
og Þjóðviljann og hand-
tökumálið. Prófsteinninn á
Vilmund sem heiðarlegan
rannsókparblaðamann er
hvort hann nú biðst
afsökunar á þessum skrif-
um sinum.”
Alþýðuflokkurinn
leitar að Glistrup-
fylgi
Nú er hér sprottinn upp
visir aö ágreiningi milli
verkalýðsflokkanna. Hvor
heldur þú að eigi meiri
fylgi að fagna hjá verka-
mönnum?
„Það er alveg á hreinu að
Alþýðubandalagið hefur
bæði meira fylgi meðal
fjölmennari hópa launa-
fólks en Alþýðuflokkurinn
og i forysturöðum Alþýðu-
bandalagsins eru fjölmarg-
ir áhrifamenn i verkalýðs-
hreyfingunni. Það er ótvi-
ræð stefna Alþýðubanda-
lagsins aö berjast fyrir
hagsmunum verkalýös-
stéttarinnar. Hinir nýju
menn svokölluðu i Alþýðu-
flokknum með Vilmund i
broddi fylkingar hafa hins
vegar aö stefnuatriði aö
rjúfa tengsl flokksins við
verkalýðshreyfinguna.
Sem dæmi má nefna afneit-
un Vilmundar fyrir tveim
árum á stefnuræðu forseta
Alþýðusambandsins i grein
er hann nefndi „Alþýðu-
völd — nei takk”. Þessir
menn telja það vænlegast
fyrir flokkinn að berjast
gegn þeim áhrifamönnum i
flokknum sem eru úr
verkalýðsstétt og höfða
fyrstog fremst til þess hóps
af fólki sem svon svona i
daglegu tali hefur verið
kallað Glistrup-fylgi, frek-
ar efnaöra milli-stéttarfólk
sem er ekki i beinum
tengslum við verkalýðs-
hreyfinguna.”
En þrátt fyrir þessa
stöðu Alþýðuflokksins að
þinum dómi, telur þú
hugsanlegt aö Alþýðu-
bandalagið gengi til
stjórnarsamstarfs við hann
eftir kosningar?
„Já, vissulega er það
hugsanlegt. Sem betur fer
eru þessir ungu fullhugar
ekki einir i Alþyðuflokkn-
um og ennþá eru i honum
fólk sem telur rætur sinar
vera i verkalýðshreyfing-
unni. Ég hefði satt að segja
vonað að þeir skildu að það
væri söguleg nauðsyn að
koma á nánu samstarfi
gegnum verkalýðs-
hreyfinguna milli flokk-
anna og að þpssir tveir
verkalýðsflokkar, sem ég
vil ennþá kalla Alþýðu-
flokkinn, eigi að standa
saman. Þegar svo siðustu
vikurnar eru linnulausar
árásir i Alþýðublaðinu og i
skrifum þessara manna i
siðdegisblöðunum á Al-
þýðubandalagið þá virðist
það gefa til kynna að þeir
viljifrekarstefnaað öðrum
bandamönnum.”
— KS
SKIPTAR SKOÐAKIR SKIPTAR SKOÐAKIR SKIPTAR SKODAKIR SKIPTAR SKOPAKIR