Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 4
4
Stef án og Jóhanna voru
meö hlaupabóluna. Þau
voru ekkert mikið veik,
en þau klæjaði í bólurnar.
Þið megið ekki klóra
ofan af bólunum, sagði
mamma.
Það er svo erfitt að
gera það ekki, sagði Jó-
hanna.
Sérstaklega, þegar við
höfum ekkert að gera,
sagði Stefán.
AAamma hugsaói sig
aðeins um. Svo tók hún
bók, sem lá á rúminu.
Bókin hét: Ævintýri
Péturs og Pálínu.
Við höfum lesið hana,
sagði Jóhanna. Meira að
segja tvisvar sinnum.
Ég veit það, ságði
mamma.
Svo fór hún út úr her-
berginu og tók bókina
með sér. Jóhann og
Stefán voru að hugsa um,
hvað hún væri að gera.
Þegar hún kom aftur
sýndi hún þeim tvær
dúkkulísur, sem hún
hafði teiknað og litað og
þær voru næstum alveg
eins og Pétur og Pálína.
AAamma náði svo i
pappir, skæri og liti og
setti hjá rúminu.
— Aumingja dúkkulís-
urnar eiga engin föt,
sagði mamma. Nú verðið.
þið að klæða þær i.
— Hvernig? spurði Jó-
hanna.
Þá sýndi mamma
Stefánj og Jóhönnu,
hvernig hægt var að
teikna dúkkulisuföt á
pappirinn.
Svo litið þið fötin, sagði
mamma og klippið þau
siðan út, en munið að
hafa litla takka á þeim,
svo að þið getið fest fötin
á dúkkulísurnar.
AAamma fór svo niður
og Jóhanna og Stefán
fóru að teikna dúkkulisu-
föt.
— Ég ætla að gera ball-
kjól, sagði Jóhanna og
setti heilmikið af blúnd-
um á pilsið.
— Pétur er að fara í
fótbolta, sagði Stefán og
bjó til æfingabúning fyrir
Pétur.
Þetta var ofsalega
gaman. Þau bjuggu til
alls konar föt, leikföng,
hjól og jafnvel flugvél.
Pétur átti fínan kapp-
akstursbil og Pálína átti
bát. Og þau voru svo
upptekin við að teikna og
lita og klippa, að þau
gleymdu alveg öllum
hlaupabólunum sínum.
Laugardagur 6. mal 1978
VÍSIR
„FIMICIKAR OG ABBA
HtlSTUÁHUGAMÁLIN"
HÆ
KRAKKAR'.
ms jón:
íinna Brynjúlfsdóttir
Þekkið þið þessa stelpu?
Jú, ég er viss um, að þið
þekkið hana. Þetta er
hún Hanna Stina, sem
þiðsjáið í Stundinni ykk-
ar í sjónvarpinu. Hanna
Stina heitir annars Jó-
hanna Kristín Jónsdóttir
og er 11 ára. Hún á af-
mæli 14. júní og er i 12
ára bekk í Vogaskóla.
Ég fór í heimsókn i upp-
tökusal sjónvarpsins ný-
lega og fylgdist þar með
Hönnu Stínu, þegar ver-
ið var að taka upp kynn-
ingar í Stundina. Ég
rabbaði líka svolítið við
hana.
Aðaláhugamál Hönnu
Stinu eru fimleikar, en
hún náði mjög góðum
árangri á síðasta ís-
landsmóti og svo sagðist
hún eiga annað áhuga-
mál, sem væri Abba.
Hún er sem sagt mikill
aðdáandi þeirra.
Ég spurði Hönnu
Stinu, hvað henni fynd-
ist um sjónvarpsefni
fyrir krakka og þetta
sagði hún: AAér finnst
ekki nóg efni fyrir
krakka í sjónvarpinu.
Stundum langar mann
til að horfa á sjónvarpið
eftir fréttir og þá er
ekkert skemmtilegt i
því. Þá væri gaman ef
það væru teiknimyndir,
t.d. bleiki pardusinn
eins og var stundum
einu sinni eða bara ein-
hverjir skemmtilegir
þættir, sem krakkar
hefðu gaman af. AAér
f innst gaman að þáttun-
um, sém eru fyrir
krakka á miðvikudög-
um, sérstaklega ,,Hér sé
stuð".
Og að lokum Hanna
Stina. Hvað ætlarðu að
verða, þegar þú verður
stór?
Ja, kannske hjúkr-
unarkona eða leikari.
Ég lék íkorna í
Dýrunum í Hálsaskógi
og það var skemmtilegt.
Hanna Stina og Asdís Emilsdóttir, um-
sjónarmaður Stundarinnar okkar
undirbúa upptöku. Ásdis hefur lokið
BA-prófi í guðfræði, uppeldisfræði og
islensku við Háskóla islands, og hefur
starfað mikið með börnum, m.a. í
sumarbúðum KFUK í Vindáshlið.
(Ljósm. AKB)
I skólanum finnst Hönnu Stinu mest
gaman að læra biblíusögur, en ekki
gaman að dönsku og ensku. Hún les
mikið allskonar barnabækur og auk
þess hefur hún gaman að bókum um
dulræna reynslu.
Einu sinni voru kóngur og
drottning i ríki sínu. Þau
áttu sér eina dóttur, sem
Armandína hét og átti
hún töfrastein. Alltaf
þegar töf rasteinninn var i
góðu skapi, sagði hann
skrýtlur og söng og söng.
Það var eitt kvöld, þeg-
ar Armandína átti að
fara að sofa, þá byrjaði
töf rasteinninn aðtala við
sjálfan sig og segja
skrýtlur. Þá varð
Armandína reið.Hún batt
þá um munninn á töfra-
steininum og þá þagði
hann og var góður.
Jóhanna Kristín, 7ára.
Hanna Stína er mikil fim-
leikakona. Hún æfir hjá
Ármanni og hefur hlotið
fimmtu gráðu á tvislá,
fimmtu gráðu í stökki, ní-
undu gráðu á slá og átt-
undu gráðu í gólfæfing-
um. (Ljósm. Jens)
I siöustu barnasíðu
komst prentvillupúkinn í
vísu eftir Ivar í Snæ-
landsskóla. Rétt er vísan
svona:
Litli Skjóni leikur sér
lipurt hefur fótatak,
Pabbi góður gaf hann
mér,
gaman er að skreppa á
bak.
— segir Hanna Stína, sem allir krakkar þekkja
sem kynni í Stundinni okkar í sjónvarpinu