Vísir - 06.05.1978, Síða 5
5
VÍSIK
Laugardagur 6. mai 1978
„w ÞU
LEIKUR í
LANDSLIÐI
VERÐA
ÓVINIRNIR
10 SINN-
UM 10"
SPJALL VIÐ HERMANN GUNNARSSON,
ÍÞRÓTTAKAPPA OG FRÉTTAMANN
„Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með bolta/
þannig að það er eiginlega óraunhæft að nefna ein-
hvern ákveðinn aldur og segja: Þá byrjaði ég í fót-
bolta. Þegar ég var strákur lék ég mér aðallega á
Framnesvellinum svokallaða, sem var lítill völlur
við Hringbrautina. Þetta var í vesturbænum og þvi
að sjálfsögðu á KR-svæði. Ég lék mér þarna aðal-
lega með eldri strákum/ eins og Þórólfi Beck og
Erni Steinsen/ og lærði mikið af þeim strax i
upphaf i. Auðvitað átti svo að troða mér í KR; pabbi
var til dæmis vitlaus KR-ingur/ en ég var ekki i
sama flokki og þessir strákar, þannig að ég hætti
við það. Ég var plataður á æfingu hjá Víkingi og
spilaði með þeim í tvö sumur. Þá hef ég verið 9 og 10
ára. Svo fluttumst við inn i Smáibúðahverfiðsem er
Vikings-hverfi , en með pínulítið meiri þroska
skiidi maður að Valur var félagið sem mann lang-
aði alltaf í, svo ég sió til og byrjaði þar".
Þannig hófst ferill Hermanns
Gunnarssonar i iþróttunum,
ferill sem óhætt er að segja aö
hafi oröið lengri og viöburðar-
rikari en flestra annarra inn-
lendra iþróttamanna. Helgar-
blaðiö ræddi við Hermann á
heimili hans i Breiöholtinu fyrir
stuttu, og auðvitað barst taliö
fyrst að iþróttunum. Hermann
hætti keppni fyrir um einu ári
siðan, þegar hann tók við starfi
iþróttafréttamanns útvarpsins -
af Jóni Ásgeirssyni.
,,Ég hafði spiiað á móti Val
áður en ég gekk yfir i þeirra
raðir, ávallt i fjórða flokki. Ég
man hvað ég varð sár þegar ég
gekk svo niður i fimmta flokk
þar, vegna þess að hann hafði
þá verið stofnaður.”
„Siðan spilaði ég allar götur
með Val bæði i handbolta og fót-
bolta, og reyndar i fyrstu deild i
körfubolta lika. Ég hef senni-
lega oröið sigurvegari i um það
bil 60 mótum á ferlinum.
Við urðum alltaf meistarar i
gegnum alla yngri flokkana,
bæði i handbolta og fótbolta.
Flestir þessara stráka eru löngu
hættir, og reyndar vorum við
Bergsveinn Alfonsson einir eftir
i langan tima. Það er alþekkt
þetta vandamál, að alltof
margir hætta iðkun iþrótta á
aldrinum 15-16 ára”.
„Helvitis strákarnir"
,,Ég lék mina fyrstu
meistaraflokksleiki 16 ára, bæöi
i handbolta og fótbolta og áður
en ég fór að leika i öðrum flokki.
Valur var á timamótum þegar
þetta var', i liðinu voru gamlir
jaxlar, en heldur var farið að
halla undan fæti. Svo vorum við
Bergsveinn settir inn i liðið i
fyrsta leik i Reykjavikurmóti,
og það gekk vel. Við unnum
mótið man ég var og i úrslita-
leiknum skoruðum við Berg-
sveinn öll mörkin. Ég man enn
eftir orðum Arna Njálssonar,
sem þá var fyririiði liðsins:
„Helvitis strákarnir! Þetta er
fyrsta Reykjavikurmótið sem
þið takið þátt i og þá vinnum
við, en við hinir höfum þurft að
berjast fyrir þessu i tiu ár”.
„Við verðum bikarmeistarar
1965 og siðan Islandsmeistarar
66 og 67. Það lið kemur ekki vel
út úr samanburði við Valsliöið
eins og það hefur verið á undan-
förnum árum. Liðið i dag er
miklu betra frá knattspyrnu-
legu sjónarmiði, það fer ekki á
milli mála. Það sem gerði Val
að tslandsmeisturum þá, var
fyrst og fremst sigurvilji, sam-
staða og barátta. Þá voru fjórir,
öftustu menn i vörninni t.d. ekki
undir 400 kilóum og það þætti
ekki vænlegt til árangurs i
dag”.
Haltrað á kantinum
„Fyrstu landsleikirnir komu
1966, og það ár útskrifaðist ég
einnig úr Verslunarskólanum.
Það er eftirminnilegt ár. Fyrsti
leikurinn i handboltanum var
við Pólverja i heimsmeistara-
keppninni, leikur sem við unn-
um 23-21. t kjölfar þess leiks
fylgdi frægur leikur viö Dani,
sem við þurftum að vinna meö
fimm mörkum til aö komast
áfram. Um tima vorum við
þessum fimm mörkum yfir, en
forystan tapaðist og við töp-
uðum leiknum.
•Fyrr á árinu lék ég fyrsta
fótboltalandsleikinn — Við
Wales hérna á Laugardals-
vellinum.. Það var taugastekk-
ingur i leikmönnum og við
fengum á okkur þrjú mörk.
Fljótlega i siðari hálfleik
meiddist ég og gat litið beitt
mér, en var ekki tekin útaf,
heldur látinn haltra úti á kanti.
Viö höfðum áður skorað tvö
mörk og svo á siöustu sekúnd-
unni skoraöi ég jöfnunar-
markið. Það var að vonum
ákaflega kærkomið.
„Það var alltaf verið að segja
mér að handboltinn og fót-
boltinn toguðust á i manni og að
þetta væri ekki hægt. Ég fann
aldrei fyrir þvi sjálfur að þessar
iþróttagreinar tækju hvor frá
annari. Viö höfum rætt þetta
kunningjarnir sem höfum verið
lengi i þessu og meðal annars
komist að þvi að við höfum
fórnað aö minnsta kosti nokkr-
um milljónum i peningum i
sportið. En við sjáum ekki eftir
einni einustu minútu þegar upp
er staðið.”
Heimsmet á 7. hæð
„Ég hef eignast aragrúa vina
og kunningja i gegnum iþrótt-
irnar og hef t.d. ferðast til
nánast allra Evrópulandanna
og til Bandarikjanna útá þær.
Maður hefur leikið á signum
moldarvelli i Luxemburg og
einnig uppá sjöundu hæð i há-
hýsi i New York. Það var dálitið
eftirminnilegt. 1966 lékum við
tvo landsleiki við Bandarikja-
menn i handknattleik. og annar
þeirra var einmitt leikinn á sjö-
undu hæð i mikilli iþrótta-
miðstöð. Þetta var löng og
skemmtileg ferð. Þeir höfðu
sæmilegu liði á að skipa og stóðu
i okkur i fyrri leiknum, en þann
siðari, sem leikinn var i há-
hýsinu. unnum við 41-17. Þá
setti ég heimsmet. sem ég held
að standi enn, meö þvi aö skora
17 mörk. Það var ansi gaman,
eins og gefur að skilja.”
Svag fyrir
sjónvarpinu
Annars er eftirminnilegasti
leikurinn sem ég spilaði senni-
Hermann og unnusta hans Ragnheiöur ólafsdóttir.
VIÐTAL: GUÐJÓN ARNGRÍMSSON MYNDIR: BJÖRGVIN PÁLSSON 0. FL.
!