Vísir - 06.05.1978, Síða 6
6 Laugardagur 6. mal 1978 vism
lega 14-2 landsleikurinn við
Dani. Eftirá er gaman að hafa
tekið þátt i honum. Auk þess
sem ég skoraði helminginn af
mörkum okkar! Það var sér-
stakur leikur. Við vorum með
ungt lið og ómótað. Fyrr um
vorið höfðum við unnð Norð-
men'n, en tapað naumlega fyrir
Svium i þriggja landa móti hér
heima. Siðar lékum við á móti
Spánverjum tvisvar, gerðum
jafntefli i öðrum leiknum en
töpuðum hinum, aðallega vegna
ofboðslegrar hitabylgju. Þetta
liö var látið spila við Danina. Ef
við hefðum haft með okkur
reynda menn, eins og t.d. Arna
Njáls og Ellert Schram hefðum
við aldrei tapað nærri þvi svona
stórt. Það vantaöi kjölfestuna i
liöið.
Það spilaði lika inni að is-
lenska sjónvarpið var nýlega
komið á legg, og við vorum -
óskaplega svag fyrir þvi. Það
var landsliösnefndin einnig, og
þvi var ákveðið að leika sóknar-
leik fyrir islenska sjónvarps-
áhorfendur.
Hækkuðu verðið á
danskinum
„Útkoman var þannig að ég
hef aldrei tekið þátt i öðrum eins
leik. Þetta danska lið var lika
hálfgert undralið. Þeir höfðu
nýlega unnið Norðmenn 5-0 i
Ösló og Hollendinga 3-2 i Hol-
landi. Þar var valinn maður i
hverju rúmi. 1 leiknum var það
lika þannig að ef þeir skutu á
markið fór boltinn i stöngina og
inn, eða efst i markhornin.
Þetta var allt meira og minna
óverjandi. Þetta var einn af
þeim leikjum, þar sem allt tekst
hjá öðru liðinu, en ekkert hjá
hinu. Það kemur reyndar oft
fyrir i iþróttum.
Fljótlega eftir þennan leik var
danska liðið selt eins og það
lagði sig. t hófi eftir leikinn voru
þeir allir mjög vinsamlegir við
okkur, og vildu allt fyrir okkur
gera. Það var ekki fyrr en
seinna að við áttuðum okkur á
að það væri vegna þess að við
höfðum hækkað verðið á þeim
svona mikið!
Þessi leikur og landsleikurinn
gegn Norðmönnum 1970 þegar
mér tókst að pota báðum
mörkunum i leiknum eru minir
minnisstæðustu leikir.”
„Röddin skiptir
engu máli"
„Hermann hefur gert meira
en að „leika sér” i iþróttum.
Hann var blaðamaður á Visi á
sinum tima, áður en hann fór til
Austurrikis 1969. Eftir heim-
komuna réði hann sig sem þjálf-
ara norður á Akureyri, og eftir
um ársdvöl fyrir norðan byrjaði
hann hjá skattinum hérna i
Reykjavik og vann þar þangað
til hann hóf «törf hjá útvarpinu.
Og a meðan hann var i blaða-
mennskunni sá hann um Lög
unga fólksins i útvarpinu. Við
spyrjum hvort það hafi ekki
verið skemmtilegt.
„Það var mjög spennandi”,
segir Hermann. „Bergur
Guönason, vinur minn, haföi
haft umsjón með þessum þætti
og þegar hann varð að hætta
gekk ég inn i þetta. Bergur
hefur mjög ráman málróm og
ég man þegar verið var að
ganga frá þessu að við töluðum
við Guðmund Jónsson, fram-
kvæmdastjðra útvarpsins og
söngvara. Hann spurði hvort ég
væri sæmilegur i islensku. Ég
sagðist halda það. „Þá ertu
ráðinn”, sagði Guðmundur,
„þvi eins og þú veist þá skiptir
röddin engu máli”, sagði hann
og leit á Berg!”
Redda stelpu
fyrir Jóa
„Þau voru mörg góð bréfin
sem ég fékk. Iðulega sendu
krakkarnir mér karamellur eða
súkkulaði og allskonar gjafir i
bréfunum, svona rétt til að
leggja áherslu á kveðjuna. Svo
var ég oft beðinn um að vera
einskonar miðlari. Að redda
stelpu fyrir Jða, 14 ára. Þetta
var ljómandi skemmtilegt
stundum.
Mér fundust lögin lika
skemmtilegri en núna. Þetta
var á árunum 66 til 69, og þá var
tónlistin mun léttari og aðgengi-
legri en mér finnst hún vera
núna. En islenskum tónlistar-
mönnum hefur farið fram”.
Það var sjálfgert hjá
Hermanni að hætta i poppinu,
þegar hann fór út til Austurrikis
i atvinnumennsku i knatt-
spyrnu. Hann var þriðji Islend-
ingurinn sem lagði út á þá hálu
braut, á eftir Albert Guðmunds-
syni og Þórólfi Beck.
Þaö versta og besta
i atvínnumennsku
„Ég lærði geysilega mikið á
þeim tima sem ég var þarna
úti”, segir Hermann. „Þetta
varð með þeim hætti að þjálfari
að nafni Pfeiffer sem hafði
verið hér i tvö ár með KR og
landsliðið var nú orðinn þjálfari
fyrstu deildarliðs i Austurriki.
Þegar keppnistimabilið 1969
var nýbyrjað hér heima, kemur
Pfeiffer aftur og vildi eindregið
að ég kæmi meö sér i atvinnu-
mennsku. Það var enginn timi
til að segja nei, svo ég dreif mig
bara með.
Liðið er frá mjög fallegri borg
sem heitir Eisenstadt. Það var
býsna gott hjá Pfeiffer að hafa
komist þarna að sem þjálfari
vegna þess að Austurrikismenn
hafa á að skipa einhverjum
bestu þjálfurum heimsins. Þeir
voru yfirburðaþjóð i knatt-
spyrnu fyrir siðari heimsstyrj-
öldina og flestir leikmennirnir i
þvi landsliði fóru út i þjálfun.
Maður sér lika núna að austur-
riskir þjálfarar eru i topp-
stöðum i Vestur-Þýskalandi og
á Spáni og samkeppnin er mikil
i Austurriki. En þetta var nú
útúrdúr.
A þeim tiltölulega stutta tima
sem ég var þarna, kynntist ég
atvinnumennsku i knattspyrnu
eins og hún gerist skemmtileg-
ust og einnig eins og hún gerist
verst. Þetta var stórkostlegur
timi til að byrja með. Við ferð-
uðumst mikið, vorum i æfinga-
búðum og allt gekk eins og i
sögu. Okkur gekk vel i fyrstu
leikjunum, en svo töpuðum við
tveimur leikjum i röð og meira
þurfti ekki. Pfeiffer var
sparkað, og eftir fráhvarf hans
kom mikil upplausn i liðið.”
Allir i fýlu
„Launin byggðust mikið á
bónusgreiðslum, sem fengust
fyrir unna leiki eða jafntefli.
Þegar illa fór að ganga fengust
engir bónusar. Þá var þetta
orðið þannig að menn kenndu
hvex öðrum um, og komu á
æfingar, lögðu sig litið fram,
töluöust alls ekki við, og allir
voru i fýlu. A þessu hafði ég ekki
nokkurn áhuga. Ég hafði fengið
tilboð frá Viener Sportklub, sem
þá var i öðru sæti i fyrstu deild-
inni, og ætlaði út aftur, eftir að
ég kom heim i jólafri. En það
varð aldrei úr aö ég færi. Senni-
lega hafa það veriö bitrar minr.-
ingar sem ollu þvi að ég ákvað
frekar að fara til Akureyrar.
Atvinnumennskan er ákaf-
lega margslungið fyrirbæri og
miklu meira en að leika sér i
fótbolta fyrir peninga. Leik-
mennirnir eru sifellt að reyna
að fá sem mesta peninga fyrir
sem minnsta vinnu, og félögin
reyna að fá sem mesta vinnu út
úr leikmönnunum og borga
þeim sem minnst. Það er þvi
eilif togstreita þarna á milli.
Allir sem áhuga hafa á at-
vinnumennsku eiga að kynna
sér hvernig málum er háttað i
Frá blaðamennskuárunum. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir
leikinn fræga milli Vals og Benfica. Þá var hér i viku fyrir leikinn
„portúgalskur blaöamaður sem fylgdi Hermanni hvert sem hann
fór i vinnunni. Það þótti óskaplega skritíð úti Portúgal að fyrirliði
liðs i Evrópukeppni skyldi stunda aöra vinnu á daginn en að leika
knattspyrnu!
„Aðdáendamynd” frá árunum i
Austurriki. Félag Hermanns lét
útbúa inyndir eins og þessa af
öllum leikmönnum liðsins og
þær voru siðan áritaðar af leik-
in önnunum.
Það er ekki á ailra vitorði að
Hermann lék 1972 nokkra leiki
með Val i körfuknattleik og stóð
sig með prýði. Þessi mynd er
reyndar úr leik millli blaða-
manna og gamalla landsliðs-
manna og ekki ber á öðru en að
Hermann kunni tökin á körfu-
boltanum.
íslenska liðið myndar heiðursvörð eftir leik gegn Spánverjum.
1967. Til hægri á myndinni má þekkja Arna Njálsson og Ellert
Schram sem settir voru út úr liðinu siðar um sumarið þegar leik-
ið var við Dani i Idrætsparken.
Síöari árin i handboltanum lék
Hermann einkuin stöðu horna-
manns. Hér hefur hann snúið á
Ingólf Óskarsson i leik gegn
Fram og er á leiðinni inn i teig-
inn.
a.m.k. tvo eða þrjá mánuði áður
en þeir binda sig einhvers-
staðar. Þetta er ekki bara
barátta um sæti i liðinu og fljót-
fengnar milljónir.”
Þessir miklu kappar
Hermann er á þeirri skoðun
að miklar framfarir hafi orðið i
knattspyrnunni hér á siðustu
árum, en hann er ekki jafn
hrifinn af þeirri þróun sem orðið
hefur i handboltanum.
„Ég er á þeirri skoðun að
handboltalandsliðið fyrir 10 eða
12 árum hafi ekki verið lakara
en liöiö sem leikur i dag. Þá var
alltaf hægt að ná upp góðu liði,
fullu af krafti, og einstaklingum
sem þorðu og gátu gert óvænta
hluti. Þessir miklu kappar eins
Framlina B-landsliös sem lék á
móti Pressuliði þegar Hermann
var 16 ára. „Þetta var skemmti-
legur leikur” segir Hermann. „1
þessu liði voru reyndir kappar
og ég man að áður en leikurinn
byrjaði sagði Nunni við mig:
„Vertu alveg rólegur. Gefðu
bara alltaf á mig og þá verður
allt i lagi.” Gunnar Guðmanns-
son (Nunni) er i fremsri röö til
vinstri og við hlið hans Skúli
Hákonarson. Vinstra megin við
Hermann er svo Steingrimur
llelgason og örn Steinsen hægra
megin.
og Ragnar Jónsson, Ingólfur,
Gunnlaugur, Karl Jóhannsson
og Guðjón Jónsson, sem mér
fannst alltaf best að spila með.
Undanfarin ár hefur litið borið á
islenskum stórskyttum, og það
hefur verið undir hælinn lagt
hvort þær sem við eigum núna,
hafi fengið að njóta sin. Það er
rauninni grátlegt hvað við erum
staðnaðir i handboltanum.
Menn sem gætu gert stóra hluti i
landsleikjum, eins og Geir, Axel
og Einar eru rigbundnir i leik-
kerfi. Slikur handbolti er einnig
leiðinlegur á að horfa. Fólk vill
sjá óvænta hluti, ekki eitthvað
sem hægt er að stilla upp heima
i stofu.”
Atvinnumennskan
mál málanna
„Annars er það mál málanna
i iþróttunum hérna að minum
dómi að byrja einhverskonar
atvinnumennsku. Það er tómt
mál að tala um að ætla að keppa
við erlendar þjóðir nema að við
getum búið við svipaðar
aðstæður og þær. Ef ekki verður
eitthvað gert i þeim málum
verðum við orðnir áhorfendur
aðeins eftir nokkur ár. Og
þjóðarrembingurinn er svo
mikill hér að það viljum við
ekki.
Æfingaálagið á okkar bestu
iþróttamönnum er orðið slikt að
það er ekki hægt að ætlast til að
neinn standi undir þvi til lengd-
ar. Nú þegar erum við farnir að
missa leikmenn i knattspyrnu
og handknattleik út, jafnvel i
þriðjudeildarlið i Danmörku.
Það þarf enginn að segja mér að
slik félög hafi meiri tekjumögu-
leika en okkar bestu félagslið.
Það er hægt að fá fyrirtæki til
að taka þátt i fjármögnuninni,
jafnvel til að borga einum eða
tveimur leikmönnum hálfs-
dagslaun. Ég er sannfærður um
að þetta er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Nú þegar eru t.d.
FH-ingarnir farnir að greiða -
leikmönnum vinnutap, og önnur
lið hreinlega verða að fylgja á
eftir, ef þau eiga ekki að missa
af lestinni.”
Bensínafgreiðslu-
menn frá Englandi
„Ég er sannfærður um að
þegar þetta verður gert þá batni
árangurinn að sama skapi. Við
þurfum ekki annað en að lita á
Hrein Halldórsson til að sjá það.
Hann ók strætisvagni 8 eða 10
tima á dag og barði bauk. Svo
þegar honum er veitt fri á
launum svarar hann með þvi að
verða einn albesti kúluvarpari f
heimi.
Hitt er svo annað mál að
framfarirnar hjá Landsliðinu i
„Bless Jóhannes”, gæti þessi
mynd heitið. Hermann virðist
þarna gefa fyrrum félaga sínum
úr Val og góðum vini Jóhannesi
Eðvaldssyni óþyrmilega undir
afturendann i leik Celtic og Vals
i Evrópukeppni.
knattspyrnu hafa orðið miklar á
siðustu árum. Félagsliðin hafa
fórnað milljónum i erlenda
þjálfara, milljónum sem ég tel
að ekki ætti siður að fórna i
islenska leikmenn og islenska
þjálfara. Þá þarf að senda út og
gefa þeim tækifæri til að læra
sitt fag. Það er engin lausn að fá
hingað bensinafgreiðslumenn
frá Englandi. Og það er engin
patentlausn að ráða þjálfara
fyrir 3 eða 4 milljónir til að vera
með landsliðið i 2 til 3 daga fyrir
leiki og fara siðan utan eftir
sumarið án þess að skilja eftir
þekkingu.
Landsliðið sem við eigum
núna og hefur staðið sig svo vel
að undanförnu hefur verið að
þróast i langan tima.
Leikmennirnir þekkja hvern
annan orðið vel og hafa gaman
af að leika saman i landsliði.