Vísir - 06.05.1978, Qupperneq 10
10
r
MBEWPíl&
ví ^ i
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davíö Guömundsson
Ritstjorar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind
Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrímsson,
Jón Einar Guöjónsson, Jónína AAikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Laugardagur 6. ma! 1978 VISIR
..................................................
Auglysinqa. og sölustjöri: Páll Stefánssor
Dreifingarstjöri: Sigurður R Petursson
Auglysingar og skrifstofur: Síöumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjorn: Siöumula 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu
kr. loo eintakið.
Vísir hefur alloft vakið athygli
á mikilvægi þess að mótuð verði
ný stefna í heilbrigðismálum.
Blaðið beitti sér m.a. á sínum
tíma fyrir greinaskrifum sér-
fræðinga um þessi efni. Einn
þeirra var Skúli Johnsen borgar-
læknir, sem setti fram hugmynd-
ir um arðsemismat varðandi
f járveitingar til heilbrigðismála.
Nú hefur Félag forstöðumanna
sjúkrahúsa tekið þessi málef ni til
opinberrar umræðu m.a. með at-
hyglisverðri ráðstefnu, sem
haldin var fyrr í þessari viku.
Það kemur flatt upp á ýmsa,
þegar rætt er um heilsuhagfræði.
En f lestum ætti þó að vera Ijóst,
að á þessu sviði sem öðrum er
þörf á að meta, hvernig f jármun-
um er skynsamlegast varið.
Með hæfilegri einföldun má
segja að heilbrigðismálin hafi
mótast af sjúkrarúmapólitík, ef
á annað borð er unnt að tala um
stefnu í þessu sambandi. En
Davíð Á. Gunnarsson formaður
Félags forstöðumanna sjúkra-
húsa segir með nokkrum sanni í
viðtali við Visi i gær, að þrýsti-
hópar og happa og glappaaðferð-
ir hafi öðru fremur ráðið verk-
efnavali á sviði heilbrigðismála.
Staðreynd er, að við höfum
komið upp fleiri sjúkrarúmum á
hverja eitt þúsund íbúa en f lestar
aðrar þjóðir. Það eru helst Svíar,
sem gengið hafa lengra í þessu
efni en við. Hér eru um það bil
40% fleiri sjúkrarúm á hverja
eitt þúsund íbúa en almennt ger-
ist og gengur með öðrum vest-
rænum menningarþjóðum.
Kostnaðarhliðin við heilsu-
gæsluna hefur í samræmi við
sjúkrarúmspólitíkina tekið eftir-
tektarverðum breytingum.
Sjúkrahúsakostnaður Sjúkra-
samlags Reykjavíkur nam árið
1960 36% af heildargjöldum sam-
lagsins en var orðinn því sem
næst 70% árið 1974. Og að sama
skapi hef ur kostnaður við læknis-
hjálp utan sjúkrahúsa dregist
hiutfallslega saman um helming.
Fyrirbyggjandi heilsugæslu-
starfsemi hefur á hinn bóginn
barist í bökkum. í þvi sambandi
má minna á leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins og starfsemi
Hjartaverndar. En báðar þessar
stöðvar hafa við erfiðar aðstæð-
ur og þröngan f járhag náð mjög
merkilegum árangri. Engum
vafa er undirorpið að við náum
miklu meiri og betri árangri með
því að veita f jármagninu í aukn-
um mæli í þennan farveg.
í sjálfu sér gilda í þessum efn-
um þau einföidu gömlu sannindi
að byrgja brunninn áður en barn-
ið fellur ofan í. Það er brýnf að
byggja upp góða sjúkrahúsaþjón-
ustu, en í sjálfu sér er enn mikil-
vægara að koma í veg fyrir að
menn þurfi í jafn ríkum mæli og
raun ber vitni að nota þá þjón-
ustu. Það er heilsuarðsemi.
Davíð Á. Gunnarsson segir í
viðtalinu við Vísi að flestar
meiriháttar ákvarðanir varðandi
uppbyggingu heilbrigðiskerf isins
séu teknar í skyndi á þrýstihópa-
vikunum (síðustu vikum f yrir af-
greiðslu f járlaga) með þeirri af-
leiðingu að litil sem engin tilraun
hef ur verið gerð til þess að meta
hvar peningarnir geti gert mest
gagn. Það er öðru fremur styrk-
leiki einstakra þrýstihópa, sem
ráðið hef ur ferðinni hverju sinni,
án þess að heildarstefnumörkun
hafi legið til grundvallar.
Sannleikurinn er sá, að Davíð
Á. Gunnarsson hefur talsvert til
sins máls. þegar hann beinir
þeirri gagnrýni að stjórnmála-
mönnum, að þeir hafi brugðist í
þessum efnum. [ stað þess að
taka ákvarðanir á grundvelli
heilsuhagfræðilegra upplýsinga,
hafa þeir látið stjórnast af
þrýstihópum á þessu sviði eins og
öðrum. Og trúlega er það einnig
rétt, að f jölmiðlar hafa verið of
bláeygir gagnvart þrýstihópun-
um.
Aðalatriðið er þó að menn átti
sig á því, að heilsuarðsemi miðar
ekki að því, að græða peninga á
heilbrigðisþjónustunni eða draga
úr henni. Þetta er spurning um
það, hvernig á að nota pening-
ana. Það er unnt að halda líf inu í
annars dauðvona mönnum með
háþróaðri og rándýrri tækni, en
þeir fá ekki heilsuna. Álitaefnið
er því, hvort ekki sé rétt að ver ja
peningunum í ríkari mæli í því
skyni að halda mönnum heil-
brigðum.
Þingmenn mættu hafa það í
huga (ekki sfst af því að kosning-
areru í nánd) að margt má færa
til betri vegar með því að fylgja
skynsamlegri heilsuarðsemis-
pólitfk í stað happa- og glappaað-
ferðarinnar.
HVÍTASYKU
Mál er í fjósið, finnst mér langt
fæ ég ekkert oní mig.
Æi lífið er svo svangt
enginn étur sjálfan sig.
Þessi staka, sem Jónas Hall-
grimsson orti ungur, datt mér
óvart i hug við tilbúning þessara
lina, og þótti vel við eiga, enda
er sannleiksgildi hennar ótvi-
rætt. Það er satt, að enginn étur
sjálfan sig (i hæsta lagi hestinn
sinn) og það er einnig satt, að
maðurinn einn er ei nema hálf-
ur, með hest í sér er hann meiri
en hann sjálfur (lauslega stað-
fært úr Einari). Nú verður
einnig i þessum inngangi að
minna á það sem enskurinn
segir: menn eru það sem þeir
snæða (you are what you eat)
þótt það kunni i fljótu bragði að
virðast mótsögn við: enginn
étur sjálfan sig. Þennan út-
lenska málshátt er þó nauðsyn-
legt að forðast eins og heitan
graut, þegar forvitnir útlend-
ingar eru fræddir um mataræði
þessarar litlu þjóðar. Maður
þorir nefnilega ekki að segja
sannleikann um fæðuinntökuna
i heild, það yrði of erfitt, svo að
maður snýr sig útúr málinu með
þvi að telja upp hina kræsilegu
þjóðarrétti, svo sem gleymda
skötu og hestakjöt i hlaupi.
Stundum getur maður þess lika,
að á Islandi svelti enginn.
Það er vonandi rétt, að allir
hafi i sig, en það harðnar á
dalnum, þegar þvi er velt fyrir
sér hvað almenningur, ég tala
nú ekki um láglaunafólk, hefur i
sig þessa sjö daga vikunnar og
tólf mánuði ársins. Niðurstaðan
hlýtur að vera sú, að hluti þjóð-
arinnar, sennilega stór hluti, er
slappur af næringarskorti
vegna fábreyttrar fæðu. Hinar
geysimiklu umræður um blóð-
fituna, mjólkina, undanrennuna
og svo náttúrlega smjerið, hafa
þvi aðeins snúist um hluta
vandamálsins, og ekki sann-
gjarnt að rugla þessa hrjáðu og
verðbólgnu þjóð svona i riminu
með staðhæfingum gegn stað-
hæfingum um skaðsemi eða
ágæti mjólkur. Það sem þarf að
leggja áherslu á, er, að fólk láti
ofan i sig sitt litið af hverju, en
hakki ekki eða hvolfi i sig ókjör
af einu eða tvennu. Mjólkur-
neysla Islendinga er að visu
óhugnanlega gott dæmi um eitt-
hvað eitt, sem hvolft er i sig* það
er vist ekki vitað um aðra þjóð,
sem drekkur meiri mjólk en
íslendingar, og áreiðanlegt, að
sú neysla er i óhófi, þótt gert
væri ráð fyrir að við þyldum
þennan skaðræðisdrykk betur
en venjulegt fólk i útlöndum,