Vísir


Vísir - 11.05.1978, Qupperneq 2

Vísir - 11.05.1978, Qupperneq 2
Fimmtudagur 11. mai 1978. VISIB c í Reykjavík Langar þig í sumarferð til Grænlands? Steinunn Sigurðardóttir, (rétta- maöur: Ég var einmitt að hringja i Flugfélagið, til þess að spyrjast fyrir um Grænlandsflug. „ Sigurður Ólafsson, söngvari: Já svo sannarlega. Ég hef nú mestan áhuga á að sjá islenska hesta sem eru þarna. Hafsteinn Filippusson, hús- gagnasmiöur: Þvi ekki það. Mér hefur reyndar dottið i hug aö fara þangaö i sumar. ólafur Guðjónsson, vinnur há R.R.: Já ég hefði áhuga á þvi ef timi gæfist til þess og peningar væru til. Eggert Jóhannsson, 10 ára: Já, já. Ég held aö þaö væri gaman aö koma til Grænlands. Nei, ég hef aldrei farið til útlanda. $ varar i Benedikt Gröndal, al- þingismaður og formaður Alþýðuf lokksins, mun sitja fyrir svörum á beinni línu Vísis í kvöld frá kl. 19.30 til 21.00. Sím- inn á ritstjórn Vísis er: 86611. Lesendur hafa kunnað vel að meta þá nýjung Vísis að f á f orystumenn í þjóðfélaginu til þess að svara spurningum um hin margvíslegustu málefni með þessum hætti, en skýrt verður frá spurn- ingunum og svörum Benedikts við þeim í Vísi á morgun, föstudag. Benedikt er fjórði maðurinn, sem mætir á beinu linu Visis. Hinir eru Garðar Valdimarsson, skattrannsóknastjóri, Birgir Is- leifurGunnarsson, borgarstjóri, og Gunnar Thoroddsen, iðnað- arráðherra. Flokkur í sviðsljósi Vafalaust hafa lesendur Visis margs að spyrja Benedikt Gröndal, þvi hann er formaður flokks, sem verið hefur i sviðs- ljósinu að undanförnu. Þannig mun ýmsum leika for- vitni á að vita álit Benedikts á þeim nýju mönnum, sem nú hafa farið i framboð fyrir flokk- inn, og yfirleitt hvert flokkurinn stefnir i islenskum stjórnmál- um. Einnig munu ýmsir hafa hug á aö heyra viðhorf Benedikts til nýsettra laga, sem banna er- lendan fjárstuðning við stjórn- málaflokka. I þvi sambandi munu margir hafa hug á að fá upplýsingar um fjármál Al- þýðuflokksins og Alþýðublaðs- ins, sem ekki hefur komið út nú i nokkra daga vegna fjárhagserf- iðleika. Skammt er nú til kosninga, og forystumenn Alþýðuflokksins ætla honum stóran hlut i þeim. Um þau efni og margt fleira munu lesendur Visis sennilega vilja spyrja Benedikt nánar. Síminn er 86611 Það skal svo aftur minnt á, að siminn er 86611. Fyrir þá, sem eiga heima utan Reykjavikur, hefur Visir tekið upp þá nýjung að leyfa þeim að hringja á rit- stjórnina siðdegis i dag, fimmtudag, og láta skrá þar nafn sitt og simanúmer. Siðan verður hringt i þá meðan á simaviðtalinu við Benedikt stendur, og geta þeir þá komið spurningum sinum á framfæri. Þetta er gert til þess að koma i veg fyrir, að lesendur utan af landi þurfi að biða lengi eftir að komast að, eins og komið hefur fyrir, en það kostar viðkomandi verulegar fjárhæðir. —ESJ. GUÐMUNDUR J. I FIMMTA SÆTI Enn bólar ekkert á framboös- lista Alþýðubanda lagsins - I Reykjavik við Alþmgiskosning- arnar i júni næstkomandi. Hef- ur staðið i löngu þófi milli for- ustuliðs verkalýðshreyfingar- innar annars vegar og háskóla- manna hins vegar um skipan listans. Upphaflega var ætlunin að hafa aðeins einn verkalýðs- foringja i fimm efstu sætum listans, en brátt kom i ljós að verkalýðsforustan undi þessu ekki, og endaði fyrsta lota með þvi að Snorri Jónsson, varafor- seti ASt sagði sig úr uppstilling- arnefnd, þegar Ijóst var að þar fékkst ekki hljómgrunnur fyrir framboði Asmundar talnafróða i fyrsta sæti. En Asmundur hefur verið duglegur að „reikna barnið i kerlinguna” fyrir þá ASt menn, þegar þeir hafa stað- ið I vinnudeilum. Þegar Snorri Jónsson var bú- inn að segja sig úr uppstill- ingarncfnd mátti með nokkrum rétti álita, að hann kæmi orðið til greina sem fulltrúi verkalýðsins á lista Alþýðu- bandalagsins við hlið Eðvarðs Sigurðssonar. En háskólamenn eru valdamiklir og valdafrekir i Alþýðubandalaginu.og lengi vel stóðu dæmin þannig, að líkur voru til að þcir hefðu fullan sig- ur i uppstillingarnefnd. Guðmundur J. Guðmundsson sinnti þessum framboðsraunum litið, enda stoð hann i skæru- hernaði við stjórnvöld og vinnu- veitendur, boðaði útflutnings- bann með undanþágum og nú siðast innflutningsbann á olium, dustaöi rauða tóbaksklútinn og manaði lið sitt til samstöðu. Sjálfur lét Guðmundur ekki leiða sig út i umræður um hugs- Guömundur J. Guö- mundsson anlegt sæti Snorra Jónssonar á listanum, mátti raunar varla vera að þvi að huga um aðrar uppstillingar en þær, sem heyrðu til útflutningsbanninu. Uppstillingarnefnd bandalags- ins var komin i vanda við brott- för Snorra Jónssonar, sem var raunar ekkert annað en stór- felld árétting þeirrar kröfu, að verkalýðurinn fengi einn full- trúa til viðbótar á listann. Þann- ig var Snorri orðinn áhrifameiri utan uppstillingarnefndarinnar en innan hennar. Fljótt sást að Snorra Jónssyni var ekki ætlaö sæti á listanum, kæmi til þeirra kasta að há- skólamenn létu undan. Brátt kom til mála að Guðmundur J. fengi fimmta sætið. Þóttust há- skólamenn vel bjóða með þeirri ráðstöfun. För svo eftir nokkurt Eövarö Sigurösson þóf, að Guömundur J. lenti i þvi sæti, og hefur þvi möguleika á að verða varamaður. Má verka- lýðshreyfingin sæmilega við una þau málalok, þótt eflaust sé hún ekki ánægð fremur en undirritaður. Snorri Jónsson hefur unnið þokkalegan sigur I málinu, þótt hann hafi að likind- um ekki gertþennan uppstey t til að auka framavonir Guðmund- ar J. Sýnt er af ráðstöfnunum upp- stillingarnefndar, að flokksfor- ustan hefúr nú ákveðið, að Guð- mundur J. verði arftaki Eð- varðs Sigurðssonar en ekki Snorri Jónsson. Er svo sem ekk- ert við það.að athuga. Báðir eru þeir Guðmundur og Snorri hæfir til verkalýðsforustu, og munu rekast svona ámóta vel innan flokksins. Eini sjáaniegi mun- urinn á þeim er.að annar tekur i Snorri Jónsson. nefið en hinn ekki, og má til sannsvegar færa, að neftóbakið hafi orðið Guðmundi J. nota- drjúgt i viðræðum við eyrar- kariana um dagana. Hefur dós- in jafnan verið á lofti, þegar blása hefur þurft til samstöðu, og jafnframt hefur sést i horn á tóbaksklútnum, sem samkvæmt tviþættu eðli málsins er hafður rauður. Þegar klúturinn er dustaður og strokinn og látinn lafa niður með lærinu hafa unnist umtals- verðir sigrar á æviferli Guð- mundar J. Og þannig stóðu þessi teikn, þegar Guðmundur J. gekk upp tröppurnar á Þórs- hamritil fundar við Lúðvik Jó- sepsson eitt siðdegið nú i vik- unni til að taka við fimmta sæt- mu á lista Alþýðubandalagsins. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.