Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 29. mai 1978 VÍSIR ' Utgetandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Palsson ábm. Ólafur Ragnarsson “v Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pátsson Ljósmyndir- Björgvin Pálsson. Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 J?itstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Þáttaskil i stjórnmálasögunni Einhver sögulegustu kosningaúrslit aldarinnar liggja nú fyrir. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykja- vikur hafa misst meirihlutann, sem hef ur verið í þeirra höndum frá öndverðu. Þetta er mesta kosningaáfall, sem Sjálfstæðisf lokkurinn hef ur orðið fyrir bæði fyrr og siðar. Þessi úrslit marka þáttaskil i íslenskri stjórnmála- sögu. Þau eiga eftir að hafa djúptækar afleiðingar. Alþýðubandalagið hefur fengið umboð til þess að hafa forystu um sósíalíska uppbyggingu Reykjavíkur. Það er sú hlið, sem snýr beint að Reykvíkingum. En úrslitin geta einnig haft áhrif inn á við í Sjálfstæðisflokknum. Meirihluti Sjálfstæðismanna i borgarstjórn Reykja- vikur hefur verið styrkleikamerki og einingartákn flokksins. Það þarf örugglega sterka forystu til þess að halda flokknum saman eftir þetta áfall. Þessi úrslit verða þvi mikil prófraun á innviði Sjálfstæðisflokksins. Hættan á klofningi hefur aldrei verið meiri. I raun og veru féll ríkisstjórnin i þessum kosningum. Kosningarnar i gær eru eins konar undirréttardómur um verðbólgu síðustu ára og Kröfluævintýri. Ýmislegt bendir til, að þessi dómur verði ekki mildaður með þeim hæstaréttardómi, sem felldur verður í alþingiskosning- unum eftir mánuð. Birgir isleifur Gunnarsson hafði að því er borgarmál- efni varðar góða vigstöðu í þessum kosningum. Það er ekki dómur kjósenda yfir stjórn borgarinnar, sem fellt hefur meirihluta sjálfstæðismanna. Alþýðubandalagið dró efnahags og kjaramálin mjög kröftuglega inn í kosningabaráttuna og hefur haft erindi sem erfiði. Úrslit kosninganna í bæjarstjórnum og kauptúnum um allt land benda til þess, að kjósendur hafi verið að gera upp sakir við rikisstjórnina. Það á ekki hvað sist við um Reykjavík. I annan stað hefur það ugglaust haft áhrif, að minnihlutaf lokkarnir, sem áður voru, héldu því mjög á lofti í kosningabaráttunni, að útlokað væri að fella meirihluta Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn og víða um landið verða að bita í það súra epli, að kjósendur voru í gær að kjósa um landsmál. Tap Framsóknarf lokksins í Reykja- vík, þar sem hann barðist fyrir þremur mönnum, en fékk einn, og áföll í f lestum bæjarfélögunum er einnig til merkis þar um. Stjórnarandstöðuf lokkarnir, Alþýðuf lokkur og Alþýðubandalag, vinna á hinn bóginn verulega á. Hlut- fallslega er ávinningur Alþýðuf lokksins mestur, en á það er að lita að hann er að vinna upp lylgishrun síðustu kosninga. Sigur Alþýðubandalagsins nú er athyglis- verður f yrir þá sök að það hef ur verið að sækja á undan- farin ár. Alþýðubandalagið á nú 30% atkvæða i Reykja- vik og þriðjung borgarfulltrúa. Úrslitin hafa orðið á sömu lund svo að segja um allt land. Þaueru mjög afdráttarlaus og ótvíræð vísbending um hvert stefnir i þingkosningunum. Krafan um nýja rikisstjórn er eiginlega komin fram nú þegar. Þau um- skipti hljóta þó að verða með nokkuð öðrum hætti en i borgarstjórn, því að gamla vinstri-stjórnaruppskriftin gengur varla lengur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós, hvernig til tekst með gömlu vinstri-stjórnaruppskriftina í meirihluta- samstarfi í Reykjavík. En þó að flestir hafi afskrifað stjórnarsamvinnu af þessu tagi er því ekki að leyna að meirihlutamyndun í borgarstjórn getur haft veruleg áhrif á myndun nýrrar ríkisstjórnar að loknum þing- kosningum. Askriftargjatd erkr. 2000 á mánuði innantands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Þessi mynd er takin á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eftir aö kjörfundi lauk. A myndinni eru Guðmar E. Magnússon 5. maöur á listanum, Vfglundur Þorsteinsson ög GIsli Ólafsson kosningastjóri. Vfsismynd: Þórir. „Héldum okkar fylgi þótt hinir samein- uðust gegn okkur" — sogði Sigurgeir Sigurðsson, bœjorstjóri á Seltjornornesi ,,Við erum mjög ánægðir með úrslitin, þegar það er haft i huga að þrir listar komu saman á móti okkur”, sagði SiguiN geir Sigurö.sson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi. Hann sagði að' kosningabar- áttan hefði verið háð á töluvert öðrum grundvelli en Sjálf- stæðismenn hetðu stefnt að. Rógburðurinn hefði sett svip sinn á kosningabaráttuná og mikill timi hefði farið i það að hreinsa frambjöðendur Sjálf- stæðisflokksins af þeim áburði sem hafður var i frammi Hann kvaðsi hins vegar þeirrar skoð- unar að kjósendur hefðu veitt Ma8nús Erlendsson fagnar sigri er ljóst var orðið að Sjálf- rógberum þá meðferð.sem þeir stæðismenn héldu meirihluta á Seltjarnarnesi. hefðu átt skilið Sigurgeir lagði þó áherslu á stæðisflokksins hefðu reynt að lega og unnt var. miðað við þær það, aö frambjóöendur Sjálf- haga baráttunni eins málefna- aðstæður sem riktu. —BA „Fengvm meðbyr" ,,Það sem einkennir kosningaúrslitin er mikið tap stjórnar- flokkanna beggja. Það sér varla á milli hvor þeirra heíur beðið meira afhroö. Samtök- in fengu ekki siður meðbyr en hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir á þeim stöðum sem þau buðu fram”, sagði Magnús Torfi ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i viðtali við Visi i nóttl Magnús sagði að Samtökin hefðu ákveðiö aö leggja aðal- áhersln á alþingiskosningarnar og því ekki veriö með hreint flokksframboð nema á fáum stöðum i sveitarstjórnarkosn- ingunum. Samtökin buðu fram á Akur- eyriog Sauöárkróki og fengu 10- 12% atkvæöa og sagði Magnús Torfi að væri það fært yfir á landsmælikvarða þýddi það að Samtökin fengju 4-5 þingmenn kjörna í alþingiskosningunum. Þá benti Magnús Torfi ólafs- son á það þar sem þeir buðu Magnús T. ólafsson. fram með öðrum hefði náöst | góður árangur. Sem dæmi um mikið tap stjórnarflokkanna nefndi Magnús tap Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik og Akur- eyri og tap Framsóknarflokks-1 ins i Reykjavik. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.