Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 24
 # Óvœnt úrslit i höfuðborginni: Alþýðubandalttgeð Fallið kom í leitirnar Viö talningu atkvæöa i Reykjavík var álitiö á timabili i nótt, aö mis- talning heföi oröiö um 2V0 atkvæöi og stóö til aö telja upp á nvtt. Til þess kom þó ekki, þvi aö kjörkassi meö þessum 270 atkvæöum fannst meöal tómra kjörkassa Var þá búiö að telja öll atkvæði, ásamt utankjörstaöar- atkvæðum, og leit þá út fyrir að Sjálfstæöis- menn fengju 8 fulltrúa i borgarstjórn eins og skýrt er frá I frétt á öör- um staö i Visi i dag. Hins vegar breyttu þessi 270 atkvæöi sem týndust myndinni og Sjálfstæöismenn fengu aöeins 7 fulltrúa og má segja aö falliö hafi kom- iö i leitirnar á siöustu stundu. —-KS. hlaut fímm menn Sá sögulegi at- burður gerðist i þessum sveitar- stjórnarkosning- um, að Sjálf- stæðisflokkurinn missti meirhluta sinn i Reykja- vik, fékk 7 fulltrúa i borgarstjórn, tapaði 2, en Alþýðubandalagið fékk 5 fulltrua, vann 2, Fram- sóknarflokkurinn 1 fulltrúa, tapaði einum, og Alþýðu- flokkur 2 fulltrúa, vann 1. Sjálfstæöisflokkurinn hefur i hartnær hálfa öld stjórnað Reykjavikur- borg. Oft hefur munað litlu að meirihluti lapað- ist i kosningum og að þessusinni munaði aðeins átta atkvæðum á 8. manni Sjálfstæðisflkksihs og 5. manni Alþýðubandalags- ins. Úrslitin urðu þau að Alþýðuflokkurinn fékk 6261 atkvæði eða 13,4% greiddra atkvæða og 2 menn kjörna, þau Björgvin Guðmundsson og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ur. B-listi fékk 4367 atkvæöi eða 9,4% og 1 mann kjörinn, Kristján Benediktsson. D-listi fekk 22109 atkvæði eða 47,4% og 7 menn, Birgi Isleif Gunnarsson, Ölaf B. Thors, Albert Guðmunds- son, Davið Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Pál Gislason og Markús örn Antonsson. G-listi fékk 13862 eða 19,8% og 5 menn kjörna, Sigurjón Péturs- son, öddu Báru Sigfús- dóttur, bór Vigfússon, Guðrúnu Helgadóttur og Guðmund b. Jónsson. Úrslitin kómu þegar liðið var fram undir. morgun. Lengi vel Ieit svo út fýrir að 8 Sjálfstæðis- menn héldu meirihlutan- um. En þegar lokið var við að telja 270 atkvæði, sem höfðu misfarist, var ljóst að sterkasta vigi Sjálfstæðisflokksins var fallið. Atkvæöi stemma ekki aiveg ennþá, en það er engu sem munar og kemur yfirkjörnefnd aftur saman klukkan fjögur i dag til endurtaln- ingar. Annar maður Alþýðu- flokksins verður 14. borgarfulltrúinn með 3130 atkvæði á bak við sig. 5 maður Alþýðubandalags- ins verður 15. borgar- fulltrúinn með 2772 atkvæði á bak við sig og 8 maður Sjálfstæðisflokks- ins er með 2764 atkvæði á bak við sig — og munar þar ekki nema 8 atkvæðum. A kjörskrá voru 56664. Akvæði greiddu 47409 eða 83,7%, en 810 seðlar voru auðir eða ógildir. —KS Þeir voru heldur kampakátir, Vilmundur Gylfason og Björgvin Guömundsson er þeir skáluðu i nótt á Hótel Esju fyrir auknu fylgi Alþýðuflokksins um land allt. Visismynd: GVA. Heildarúrslit í hlutfallstölum: Stjórnarflokkarnir töpuðu 12.4% atkv. Heildarfylgi stjórnmálaflokkanna við bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar samkvæmt landsmeöaltali skiptist hlutfallslega á eftirfarandi hátt: Alþýðuflokkur niaui 16.5% atkvæða, Fram- sóknarflokkur .15.2%, SjálfstæðisfloikkúF 39.9%. Alþýðubandalag 24.5% og Samtökin 1.1%. Stjórnarflokkarnir tveir hafa samtals tapaö 12.4% atkvæöa og stjórnarand- staða unnið tilsvarandi. Hreinn ávinningur vinstri flokkanna er 8,9%. Ef við tökum breytingar á fylgi einstakra flokka yfir allt landið þá hefur Alþýðu- flokkur bætt viö sig 7%, Framsóknarflokkur tap- aö 3,6%, Sjálfstæðisflokkur tapað 9,1% Alþýðubanda- lagið unnið 7,4% og Sam- tökin tapað 2,6%. Ýmsir aðrir sem bjóða fram hafa bætt við sig 0,8%. begar Reykjavik er tekin út úr þá eru breytingar á fylgi flokkanna i Reykjavik sem hér segir: Alþýðuflokkur jók fylgi sitt um 8,8%, Framsóknar- flokkur missti 7% af sinu fylgi og Sjálfstæðisflokkur tapaði 10,3. Alþýöubanda- lagið jók við sig um 11,5% en Samtökin töpuðu 3,1% . Siðast buðu Samtökin fram með Alþýðuflokknum en buðu ekki fram nú. -SG „Munum hiklaust smkia á brattann' „Úrslitin i Reykjavik eru okkur Sjálfstæðismönnum mikið áfall og almennt hafa úrslitin i sveitarstjórnarkosningunum valdið okkur miklum vonbrigðum” sagði Geir Hallgrimsson, — sagði Geir Hallgrímsson, forsœtisráðherra, er Visir rceddi við hann i New Vork i morgun um úrslit sveitarstjórnarkosninganna „Enginn vafi er á þvi að höfuðskýringuna er að finna f stöðunni i lands- málabaráttúnni” hélt forsætisráðherra áfram, „hins vegar hljótum viö Sjálfstæöismenn aö gera okkur grein fyrir að nú hefur gerst sem auðvitað gat oröið hvenær sem var, aö viö töpuöum meirihlutanum, sem viö svo lengi höfum haldiö f Reykjavik. Ástæða er 'til að rifja upp i þessu sambandi það sem okkar fallni forystu- maöur Bjarni Benedikts- son sagði eitt sinn fyrir borgarstjórnarkosningar i Reykjavik og einmitt er vitnað til i Reykjavikur- bréfi Morgunblaösins i gær: „Stjórnmálaflokkar eiga mismunandi gengi að fagna, meðbyr og mót- byr. Oft reynir meira á menn, hvernig þeir standa sig, þegar á móti blæs og þeir verða fyrir á- föllum. bvi veröur Sjálf- stæðisflokkurinn að taka eins og aörir og una dómi kjósenda. Viö get- um játaö, að i raun og veru er það ofætlan, þeg- ar við hugsum um fjölgun borgarbúa, flutninga fólks til og frá i næstu byggðarlögum og berum þetta saman við almennt fylgi flokksins I landinu að ætla Sjálfstæðisflokkn- um einum um alla fram- tið að halda meirihluta i Reykjavik”. Geir Hallgrimsson sagði i morgun, aö Sjálf- stæðismenn yröu umfram allt að hafa það hugfast aðnúreyndiá þá. „Dagur kemur eftir þennan dag: barátta er fyrir höndum. Úrslitin i sveitarstjórna- kosningunum sýna aö við eigum á brattann að sækja i landsmálunum i ■ < forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er Visir náði tali af honum i New York i morgun, en þar mun ráð- herrann flytja ræðu á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna i dag. Geir Hallgrimsson: „Nú hefur það gerst, sem auö- vitaö gat orðið hvenær sem var, aö við töpuöum meirihlutanum i Reykja- vfk". komandi Alþingiskosn- ingum og þáð munum við hiklaust gera”. „Ég vil beina sérstak- lega oröum minum til allra Sjálfstæðismanna og annarra stuðnings- manna Sjálfstæöisflokks- ins og þakka þeim fórn- fúst starf i kosningabar- áttunni og hvet þá til að missa ekki móöinn og halda baráttunni sleitu- laust áfram fyrir hug- sjónum Sjálfstæðisflokks- ins, landinu til heilla. Sér- staklega þökkum við borgarstjóra okkar Birgi ísleifi Gunnarssyni og frambjóöendum okkar I borgarstjðrnarkosning- unum og fulltrúum I borg- arstjórn afburöa-vel unn- in störf og frammistöðu þeirra I hvivetna” sagði Geir Hallgrimsson. Forsætisráöherra mun eins og áður sagöi ávarpa aukaþing Sameinuðu þjóðanna I New York I dag, en siðan heldur hann til Washington, þar sem hann mun sitja leiötoga- fund rikja Altlantshafs- bandalagsins, sem hefst á morgun. —ÓR VINNINGURINN ER m SIMCA 1307 VISIR VISIR Simi 66611 Simi 82260 Simi 82260 Simi 86611 pMMPi HsE3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.