Vísir - 29.05.1978, Blaðsíða 3
3
c v 'r wí' :
VISIR
Mánudagur 29. maí 1978
HUÓTUM AÐ HAFA
ÁHRIF í SAMRÆMI
m STYRK OKKAR"
— segir Sigurjón Pétursson
Ég fagna þessum úrslitum
ákaflega —þau benda til þess að
kosið hefur verið um það sem
við lögðum megináhersluna á
rikisst jórnina og aðgerðir
hennar”, sagði Sigurjón Péturs-
son i viðtali við Visi i morgun
þegar ljóst var að Alþýðubanda-
lagið hafði bætt við sig tveimur
borgarfulltrúum og meirihluti
Sjálfstæðisflokksins var fallinn i
Reykjavik.
Sigurjón kvaðst þó aldrei hafa
reiknað með slikum árangri
sem raun bar vitni, ,,en er
sannfærður um”, sagði-
Sigurjón. .að við sem höfum
verið i minnihluta i borgar-
stjórn munum ná samstöðu og
trúi ekki á það að hinir
flokkarnir fari að gerast hækjur
ihaldsins”.
En um það hver ætti að taka
að sér forystuverk i sliku
samstarfi sagði Sigurjón: ,,Við
hljótum að hafa áhrif i sam-
ræmi við styrkleika okkar, en
við munum ganga til heiöarlegs
samstarfs við hina flokkana,
Við gerum okkur það að
sjálfsögðu ljóst að við erum
stærstir, en munum ekki
legggja áherslu á það að beygja
hina til samstarfs", sagði
Sigurjón.
Þá sagði Sigurjón: ,,Það er
okkar skoðun að borgarstjóri
eigi aö vera framkvæmdastjóri,
Alþýðubandalagskonur fagna sigri i morgunsárið: Guðrún Helga-
dótt-ir, sem var i fjórða sæti á lista bandalagsins i Reykjavlk og
Adda Bára Sigfúsdóttir sem var i ööru sæti. Myndina tók
Ijósmyndari Vísis.Gunnar V. Andrésson,i kosningamiðstöð Alþýöu-
bandalagsins.
við setjum það ekki sem skilyrði
að hann hafi geislabaug.
Ég trúi og treysti þvi að þessir
flokkar komi sér saman um sér-
staka málefnaskrá sem grund-
völl sliks samstarfs.
Við erum ekki búnir að
ákveða hvað verður næsta
skrefið, enda er nóttin varla
liðin ennþá, en væntanlega
skýrist þetta allt saman fljót-
lega". —H.L.
„ENGIN HÆTTA Á OFRIKI AIÞÝÐUBANDAIAGSINS"
— segir Björgvin Guðmundsson
„Ég er mjög ánægður með út-
komu Alþýðuflokksins, hún er
mun betri en ég átti von á. Ég
fagna þvi að Sjálfstæðisflokkúr-
inn liefúr misst meirihlutann, það
var löngu kominn timi til að
breyta til eftir hálfrar aldar tima-
bil undir stjorn Sjálfstæðisflokks-
ins". Þannig mæltisi Björgvin
(iuðmundssyni, borgarfulltrúa
Alþýðuflokksins orð þegar Visir
náði tali af honum i nótt eftir að
urslitin i borgarstjórnarkosn-
ingunum tágu fyrir.
Björgvin sagði ástæðuna fyrir
góðri frammistööu Alþyðuflokks-
ins vera mjög málefnalega bar-
áttu, auk þess sem landsmálin
hefðu spilað þar inn i.
,,Það er nú ekkert farið að ræða
neitt ákveðið um meirihlutstarf,
en einsýnt er að myndaður verður
meirihluta Alþýðuflokksins, Al-
þýðubandalagsins og Framsókn-
arflokksins. Ekki ætti að vera
neitt vandamál að ná samkomu-
lagi um slikan meirihluta”, sagði
Björgvin um þaö, hvað nú tæki
við i borgarstjórn Reykjavíkur:
„Fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar 1974 var ráð fyrir þvi gert
af þessum flokkum að ef meiri-
hlutinn næðist, yrði sá háttur tek-
in upp að auglýsa stöðu borgar-
stjóra og i það embætti ráðinn
duglegur framkvæmdamaður”.
Um forystuhlutverk Alþýðu-
bandalagsins i nýjum meirihluta,
vegna stærðar þess, sagði Björg-
vin: ,,Ég tel enga hættu á ofriki
Alþýðubandalagsins, vegna þess
að þetta yrði vætanlega byggt upp
með svipuðu sniði og aðrar sam-
steypustjórnir, þetta yrði þriggja
ilokka samstarf og þótt Alþýðu-
bandalagið hafi fimm fulltrúa, þá
liöfum við til samans þrjá. Þegar
er t il reynsla fyrir sliku samstarfi
i borgarst jórn og prófsteinn hefur
lengist á slikt samstarf i ýmsum
meiriháttar málaflokkum.
AlþýðufIokkurinn mun ekki
greiða fyrir þvi að Alþýðubanda-
lagið hafi nein afgerandi áhrif i
nýjum meirihluta, ég vænti þess
okki einu sinni að þeir reyni
slikt”, sagði Björgvin.
En hvaðum samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn?
„Ég tel,” sagði Björgvin: „að
þegar Sjálfstæöisflokkurinn hefur
misst meirihlutann, þá eigi Reyk-
vikingar rétt á þviað að þeir, sem
sigur báru úr býtum eigi aö
mynda stjórn.” __m
Conseils de beauté
Rpc
Lyktarlausu ofnœmis-
prófuðu snyrtivörurnar
Ný sending
Fyrir nútíma-konur
sem velja það besta
•nuNTaiN
'ftANDmmmmmmmmmmmmu Cs)
NYJUNG!
HEITIR LJUFFENGIR
DRYKKIR ALLAN
S ÓL ARHRIN GINN
Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með
frá 2 upp i 6 tegundir í einu, svo sem kaffi, te, kakó og súpu, og það tekur
ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn.
Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í
handfangið og þá rennur efnið í boilann, síðan seturðu bollann undir
kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú crt búinn að hræra
í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk.
Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ckkert fer til spillis, enginn uppþvottur,
og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir.
Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þat eru jafnvel ekki dýrari
en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar. sem óskað er
heitra ljúffengra drykkja.
Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heim'-ókn, hann mun gefa ykkur
að smakka og allar nánari upplýsingar.
KOMIST A BRAGÐIÐ OG YKKUR MUN VEL LÍKA
SIMI 16463
m&m
1
S \
■■ S'j 1 11 8 4I 1 w * *