Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 3
VISIR Fimmtudagur 1. júni 1978 stendur að gerð bókar um Erró og sagði Haraldur J. Hamar fram- kvæmdastjóri útgáfunnar að undirbúningur verksins hefði hafist fyrir tveim árum. Erró valdi sjálfur allar myndirnar og fylgdist með litgreiningu þeirra og prentun bókarinnar. t útgáfu Iceland Review sem nvi kemur i bókabúðir er bókin með enskum inngangstexta enda er fyrirhugað að koma henni á markað erlendis. Forlagið seldi Bókaklúbbi Almenna bókafélags- ins islenska útgáfu bókarinnar og voru báðar útgáfur bókarinnar framleiddar samtimis. Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins sagði, að islenska útgáf- an hefði verið prentuð i 4.500 ein- tökum og hún hefði selst upp fyrirfram. Félagsmönnum i Bókaklúbbi AB var gefinn kostur á að kaupa bókina þegar útgáfan var ákveðin og voru undirtektir slikar að upplagið seldist allt þegar i stað áður en listaverka- bókin kom til landsins. Einstæö bók Eins og Erró tók fram i upphafi er þetta vandaðasta bók sem jit hefur komið um verk hans. Erlendis hafa verið gefnar út bækur um verk listamannsins en I þessari bók eru 58 myndir i full- um litum. I öðrum bókum hefur jafnan verið talsvert af svart/hvitum myndum sem að sjalfsögðu ná ekki fram áhrifum litmyndanna. Útgefendurnir Haraldur J. Hamar og Brynjólfur Bjarnason rómuðu mjög samstarfið við Erró, Braga Asgeirsson, Matthi- as Johannessen og Eddu Sigurðardóttir hjá Auglýsinga- stofunni hf. sem annaðist hönnun bókarinnar. Prentstofa G. Bene- diktssonar setti bókina en prentun og band er unnið hjá itölsku fyrirtæki. Þetta er fyrsta listaverkabókin sem Bóka- klúbbur AB gefur út og sagði Brynjólfur Bjarnason aö endur- prentun bókarinnar væri i athugun. Eins og áður segir kemur enska útgáfan hins vegar I bókabúðir i dag eða á morgun. Sýnishorn 20 ára Erró valdi myndir i bókina og eru þær allt frá árinu 1959 til dagsins i dag. 1 samtali við blaða- mann Visis sagði listamaðurinn að myndir af sumum listaverk- anna hefðu verið til á filmum en aðrar myndir voru teknar sér- staklega fyrir bókina. — Nú hefur þu sagt að þú sýnir bara verk þin en Utskýrir þau ekki. Margir vilja fá skýringar þinar með myndunum. „Vissulega hefði ég kosið að skýringatextar fylgdu i bókinni. En margar myndanna i bókinni eru á sýningunni á Kjarvals- stöðum og þar er hægt að fá sýningarskrá þar sem sagt er frá málverkunum. Meö þessa sýningaskrá getur fólk notið myndanna betur". — Ferðu aftur utan eftir opnun sýningarinnar? „Fyrst ætla ég að fara hring- veginn með vinum mínum og skoða landið. Einu sinni kom ég ekki heim i niu ár og það er langur timi. Siðan fer ég til New York í stutta ferð og svo til Spán- ar". — Þú hefur sagt að málverkin lifi áfram i bókinni eftir að sýningunni lýkur", skaut Matthi- as inn i. „Já, það er rétt. Myndir i bókum og á póstkortum hefur fólk áfram hjá sér og öll slik útgáfa er nauðsynleg", sagði Erró um leið og hann lýsti enn yfir ánægju sinni með hve bókin nýja væri vönduð að allri gerð og frágangi. SB // Engar viðrœður hafnar ennþá" — segir Valdimar indriðason, D-lista á Akranesi //Mér vitaniega eru eng- andi og bjóst Valdimar ar viðræður hafnar milli flokka um meirihlutasam- starf í bæjarstjórn hér", sagði Valdimar Indriðason efsti maður á lista Sjálf- stæðisf lokksins á Akra- nesi. Samkvæmt ákvæðum í bæjarmálasambykkt Akraneskaupstaðar á að halda fyrsta fund í bæjar- stjórn 12. júni næstkom- og frekar við því að málin yrðu skýrari þá en við- ræður væru ekki hafnar enn svo sem áður er sagt. Á síðari hluta kjörtíma- bilsins störfuðu Sjálf- stæðisf lokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubanda- lag saman í bæjarstjórnar- meirihluta á Akranesi. —H.L. „Línurnar fara að skýrasf fIjótlega ## — segir Tómas Tómasson, D-lista í Keflavík „Það verða fundir hjá öllum flokkum i dag og eftir þaA fara nú linurnar liklega að skýrast i sam- bandi við meirihlutamyndun", sagði Tómas Tómasson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins um meirihlutamyndun þar en á siðasta kjörtimabili voru Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðismenn saman í meirihlutasamstarfi. Tómas sagði að venjan væri að bæjarstjórn kæmi ekki saman fyrr en flokkar hefðu komið sér saman um meirihlutasamstarf en nú yrði liklega haldinn fundur i bæjarstjórninni fyrr til að gera út um kjörskrárkærur sem borist hefðu. Tómas vildi ekkert segja um það hvaða flokkar hann teldi lik- legt að störfuðu saman i bæjar- stjórn að þessu sinni. —H.L. fþróffa- og leikja- námskeið fyrir börn tþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og 10-12 ára hefjast i Reykjavlk I dag. Námskeiöin munu fara fram á niu stöðum i borginni. Þeir aðilar sem fyrir þeim standa eru íþróttabandalag Reykjavíkur, Leikvallanefnd Reykjavíkur, Æskulýðsráð Reykjavikur og íþróttaráð Reykjavikur. Þátttakendur á siðasta ári voru um sex hundruð og komu þá margir efnilegir iþróttamenn i ljós en námsskeiðinu lýkur með iþróttamóti fyrir 10-12 ára börn á Melavellinum þann 15. júni. —KS Verðbólgan 42,5% á ári Verðbólgan frá 1. mal 1977 til 1. mai 1978 reyndist 42,8% en Þjóð- hagsstofnun hafði spáð þvf að hún yrðiá þessum 12 mánuðum 40%. t spá hennar var jafnframt gert ráð fyrir þvi að verðbölgan myndi minnka a siðari helmingi þessa árs, þannig að hún yrði e.t.v. á bilinu 30-35%. Haft var samband við Ólaf Davfðsson og hann inntur eftir þvi hvort þær forsendur sem þessi spá var byggð á hefðu breyst eitthvað að ráði. Hann sagði að i aðalatriðum væru þær forsendur óbreyitar sem spáin hefði verið byggð á. Þær launa- hækkanir sem yrðu 1. júni breyttu þar ekki miklu um. En ólafur reiknaði þö fremur með þvi að verðbólgan á þessu ári yrði við efri mörkin það er 35%. Verðbólgan er reiknuð sem a>s- hækkun vlsitölu framfærslu- kostnaðar. —BA þrjár góáar Z325 H Electrolux Z$2»Þ Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/mín.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með 6 m. langa snúru. Z305 Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500.- Æ,302 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500.- Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAN/ÍK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.