Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 1
Flugstöðvarbyggingin: Ný ffugsföð iilbúin eff- ir fíegur ár ,Var orðin fjárhags lega of viða okkur" — segir Páll Ásgeir Tryggvason Ný flugstöövarbygging á Keflavikurflug- velli ætti að geta komist í gagniö árið 1982/ svo fremi að hafist verði handa um bygg- ingu hennar á þessu ári. Eftir er að ræða við Bandaríkjamenn um einstök atriði þess- arar framkvæmda, en að því búnu ætti að vera hægt að ráðast í verkið að fullum krafti. Björgvin Guðmundsson og Sigurjón Pétursson voru hinir ánægðustu að loknum fundinum i gær. Meirihlutafundur með leynds 99 Samkvæmt áætluhum er gert ráð fyrir að það taki eitt og hálft til tvö ár að ganga endanlega frá öllum teikningum, útboðstimi er áætlaður sex mánuðir og áætlað er að sjálf byggingin risi á tveimur árum. Þessar upplýsingar fékk Visir i morgun hjá P á 1 i As g e i r i Tryggvasyni, deildar- stjóra i utanrikisráðu- neytinu. Bandarikjamenn hafa sem kunnugt er lýst sig fusa til að taka þátt i kostnaöi vegna bygg- ingarinnar, en ekki kvaðst Páll hafa upplýs- ingar um það hversu stóran hlut þeir væru til- búnir að greiða. t öllum fyrri áætlunum um þetta verk, sem ná allt aftur til ársins 1967, var gert ráð fyrir að tslendingar reistu flug- stöðina upp á eigin spýtur, en flugbrautir, vegir og annar búnaður utan flugstöðvar yrði greiddur af Bandarikja- mönnum. ,,I upphafi var rætt ¦ um hundruð milljóna", sagði Páll Asgeir, ,,en nú skiptir kostnaðurinn milljörðum og það var orðið ljóst að verkið var orðið islenska rikinu fjárhagslega ofviða." —Gsal BÖMff WCf MYNDATÖKm Oddvitar meirihlutafiokkanna i borgarstjór.n hafa náð samkomulagi um kjör forseta og varaforseta borgarstjórnar, svo og um fulltrúa i borgarráð og tveggja skrifara. S a m k v æ m t þe i m upplýsirigum, sem Visir hefur aflað sér, verður Adda Bára Sigfúsdóttir, forseti, fyrsti varaforseti Björgvin Guðmundsson og Kristján Benediktsson annar varaforseti. Þessar kosningar fara fram á fundi borgarstjórn- ar i dag, svo og kosning borgarráðsmanna. Sigurjón Pétursson, Björg- vin Guðmundsson og Kristján Benediktsson verða fulltrúar meirihlut- ans i borgarráði og munu skipta með sér formennsku i ráðinu og verður Sigurjón formaður til að byrja með. Af hálfu Sjálfstæöisflokks- ins munu Birgir Isleifur Gunnarsson og Albert Guðmundsson sitja. i borgarráði. Fulltrilar meirihlutans hafa ekki viljað gefa neinar uplýsingar um samkomu- lagið, sem þeir gerðu með sér i gær, ,um framan- greindar kosningar. Þeir eiga eftir að gera með sér málefnasamning- og kosn- ingum I önnur ráð, nefndir og stjórnir, verður frestað um hálfan mánuð. Fundur Björgvins Guðmundssonar, Sigurjóns Péturssonar og Kristjáns Benediktssonar i gær hafði á sér leyndardómsfullan blæ. Höfðu þeir neitað aö gefa Visi upplýsingar um fundarstað og tima og urðu hálf hvumsa við þegar Visir bankaði upp á fundin- um. Vildu þeir engar upplýsingar gefa og harðneituðu um leyfi til myndatöku. —SG. ,,Það hefur orðið að samkomulagi að leyfa engar mynda- tökur", sagði Kristján Benediktsson þegar Vlsir barði á dyr á leynifundinum I gær. SfMCAN DREGIN UT I OAO Nafn þess áskrifanda Visis sem hlýtur þriðja bilinn i áskrif- endagetrauninni, Simca 1307, verður dregið úr réttum svar- seðlum I kvöld klukkan 18. Þangað til er enn möguleiki á að koma getraunaseðlunum til Vísis og þeir sem enn eiga eftir að greiða áskriftargjaldið fyrir april-mánuð geta einnig gert það I dag til þess að tryggja rétt sinn,þar sem sá heppni verður að vera skuldlaus við blaðið, miðað við apríllok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.