Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. júni 1978 VISIR VISIR utgefandi: Reykjaprent h/l Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson . Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns"son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylf i Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósfnyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjori: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: SiðumúlaS. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 JJitstjorn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjalderkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. SLÆMAR HORFUR Ríkisstjórnin náði ekki tllætluðum árangri með opn- unarleik sínum í kjaramálunum. Henni tókst ekki með tilslökunum á verðbótaskerðingunni að koma aftur á eðlilegu ástandi á vinnumarkaðnum. Og kosningasigur stjórnarandstöðuflokkanna í sveitarstjórnarkosningun- um hefur gefið þeim pólitískan styrk til þess að halda rikisstjórninni í úlfakreppu fram yfir þingkosningar. Verkfallsaðgerðirnar nú eru fyrst og fremst þáttur í sókn stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórninni. Það er barnaskapur einn að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd. Fram til þessa hef ur ástandið verið einna líkast þrátefli. Litlu hefur mátt muna að verkalýðshreyfingin færi flatt á þessum aðgerðum, en eftir kosningarnar á sunnudaginn hefur hún óneitanlega undirtökin. Það er því komin upp alveg ný staða, sem gerir skák- ina meira spennandi. úrslit þingkosninganna eru að vísu ráðin i öllum aðalatriðum. En þessi afdráttarlausa niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna og þá ekki síst fall meirihlutans í Reykjavík hef ur breytt aðstöðu f lokk- anna til stjórnarmyndunar að kosningum loknurh. Og þegar allt kemur til alls er það stjórnarmyndunin, sem mestu máli skiptir. Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa lagt á það áherslu, að þeir gengju til kosninga með óbundnar hendur um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þeir hafa á hinn bóg- inn ekki útilokað, að stjórnin sitji áfram. En sveitar- stjórnarkosningarnar tóku af skarið um þetta. Ríkis- stjórnin hefur ekki lengur það pólitíska áhrifavald, sem nauðsynlegt er til þess að takast á við aðsteðjandi ef na- hagsvanda. I raun og veru er því það álitaef ni úr sögunni, hvort þessi rikisstjórn situr áf ram eða ekki. Spurningin er sú, hvernig ríkisstjórn verður mynduð að loknum þingkosn- ingunum. Engum vafa er undirorpið að sterkasta ríkis- stjórn sem völ er á við núverandi aðstæður er samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýöuf lokks. En sveitarstjórnarkosningarnar hafa einnig breytt möguleikum á myndun ríkisstjórnar af þessu tagi. Al- þýðubandalagið hefur eflst verulega og Sjálfstæðis- flokkurinn veiksttil muna. Sú aðstaða hlýtur aðtorvelda samvinnu þeirra. Áframhaldandi harka stjórnarand- stöðuflokkanna í verkfallsaðgerðum styrkir þá í upp- gjörinu sem fram fer á kjördag, en verður þeim f jötur um f ót, þegar leysa á vandamálin að kosningum toknum. Sannleikurinn er sá, að óbreytt verðbótakerfi á laun samrýmist ekki því markmiði að vinna bug á verðbólg- unni. Breytt vísitölukerfi er ekki eina lausnin, en óneitanlega einn þáttur i viðnámsaðgerðum gegn verð- bólgunni. Við mismunandi aðstæður hafa forystumenn allra flokkanna viðurkennt þá staðreynd. Sú ákvörðun stjórnarandstöðuf lokkanna að láta verkalýðsfélögin halda áfram útf lutningsbanni og skella á yf irvinnubanni styrkir þá f yrir þingkosningar, en veik- ir þá að þeim loknum. Þeir verða um of bundnir af óraunhæfumstríðsæsingi á lokastigi kosningabaráttunn- ar, og geta þvi ekki ef tir kosningar tekið þátt í að höggva að rótum efnahagsmeinsemdarinnar. Þó að þessar nýju aðstæður haf i hleypt meiri spennu í hina pólitisku ref skák eru þær alvarlegar að því leyti, að horfurnar á því að mynduð verði stjórn, sem getur ,endurreist efnahagskerfið og komið á jafnvægi, eru minni eftir en áður. Leiðtogafundur NATO-ríkja í Washington: _ t jBH :":^^^^B Frá fundi Atlantshafsbandalagsins i Washington. Visismynd: ESJ. Einar Agustsson „Ekki meiri harka í samskiptum austurs og vesturs en oft ábur" Einar rœðir við Kurt Waldheim í New York á morgun Frá Elíasi Snæland Jónssyni fréttamanni Visis i Washington i morgun: Einar Agústsson utanrikis- ráöherra kemur heim til Is- lands á laugardagsmorgun eftir að hafa átt fund með Kurt Waldheim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna i New York á föstudaginn. Frá Washington fór utanrikisráð- herra i gærkvöldi strax að loknum fundi æðstu manna NATO-rikjanna. ESJ/-KS — segir Einar Ágústsson utanríkisráðherra Frá Elíasi Snæland Jónssyni fréttamanni Visis í Washington i morgun: ,,Mér hefur ekki fundist að meiri harka væri i samskiptum austurs og vesturs nú en áður", sagði Einar Agústsson utan- rikisráðherra er blaðamaður Vísis i Washington spurði hann um þau þungu orð sem fallið hafa síðustu dagana hér vestra um afstöðu Sovétrikjanna til hernaðar og alþjóðamála. „Ég hef þá tilfinningu ein- dregna að Saltviðræðurnar gangi vonum framar og þeir eru þegar farnir að tala um þriðja áfanga þeirra viðræðna sem taka á við þegar niðurstöður hafa náðst i öðrum áfanga en hann stendur nú yfir", sagði Einar. Hann benti meðal annars á að Cyrus Vance utanrikisráðherra Bandarikjanna og Gromiko ut- anrikisráðherra Sovétrikjanna hefðu þegar ræðst við i samtals 18 klukkust unriir siðustu dagana og enn frekari viöræður væru væntanlegar. Þá hefði sér fund- ist ræða Gromikos á Alsherjar- þingi Sameinuðu þjóöanna fyrir nokkrum dögum mun mildari en hann hefði átt von á. Leiðtogafundi NATO lauk með sameiginlegri yfirlýsingu siðdegis i gær að staðartima hér i Washington og Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna gerði grein fyrir niöurstöðunum á sérstökum blaðamannafundi. Einu erfiðleikarnir sem hafa orðið við gerð yfirlýsingarinnar snertir þá málsgrein sem f jallar um málefni Grikkja og Tyrkja en deilá þeirra setti nokkurn svip á þennan fund. Einar Agústsson sagði að það hefði verið eina deilan innan banda- lagsins sem fram hefði komið a fundinum. t heild hefði sér þótt fundurinn nú einkennast af meiri beinum samtölum en minna hefði verið um flutning langra skrifaðra ræðna en of tast áður á þeim 14 ráðherrafundum NATO sem hann hefði setið. ESJ/-KS William Rees-Mogg: The Reigning Error — The Crisis of World Inflation, Hamish Hamilton 1974, 112 bls., 800 kr. (hjá Bóksölu stúdenta). „Kórvilla mannkynsins er að sætta sig ekki við þau skilyröi, sem sett eru fyrir lifsgæðunum," sagði dr. Samuel Johnson árið 1751. Þessi orð valdi William Rees-Mogg, ritstjóri brezka stór- blaðsins „The Times", að eink- unnaroröum hinnar vel skrifuöu og skemmtilegu bókár sinnar, Kórvillu mannkynsins („The Reigning Error"). Bókin er um verðbólguna i vestrænum iön- rikjum siðasta áratuginn. Hún er honum áhyggjuefni eins og flest- um upplýstum og frjálslyndum lýðræðissinnum. Kenningar hans um verðbólguna eru i rauninni fjórar: að verðbólgan sé óhófi mannanna að kenna, að hagfræðileg orsök hennar sé óhófleg aukning peningamagns, aðsiðferðileg afleiðing hennar sé almenn lausung. jafnvel fall lýð- ræðisskipulagsins, og að tak- marka beri aukningu peninga- magns og taka upp aftur gullfót- inn i alþjóðaviðskiptum. Versti löstur mannkynsins, sú „kórvilla" þess, sem dr. Johnson kallaði svo, er að kunna ekki tak- markanir sinar, brjóta leikreglur lifsins, reyna að sækja eldinn i greipar guðanna eins og Gengið á rcka l Hannes Hólmsteinn Gissurarson skriffar um erlendar boekur Prómeþeifur. Frásögnin frá Babelsturninum i Gamla testa- mentinu er um þennan löst. Grikkir hin>r fornu kölluðu hann „hybris" ofmetnað, hroka, dramb. Adolf Hitler var ein hold- tekjá hans, honum héldu engin bönd, hann var hamslaus. Lögin eru nauðsynleg til að temja menninaog hemja, árangur næst einungis i lifinu með sjálfsaga og siðun. Tilveran breytist i óskapn- að (kaos), ef hún er ekki skorðuð, ef hún er ekki bundin við reglur. Rees-Mogg telur verðbólguna til marks um þennan gamla löst mannkynsins, óhófið, hams- leysið. Verðbólgan er jafngömul peninganotkuninni: A dögum Alexanders mikla frá Makedóniu, rómversku hermannakeisar- ainiii, og ibúa Weimarlýðveldis- ins þýzka varð sú sifellda verð- rýrnun peninga (eða verðhækkun vöru), sem við köllum „verðbólgu". Hvað veldur slikri verðrýrnun peninga? Aukning peningamagnsins umfram aukn- ingu vörumagnsins (en peningar eru auðvitað ekki annað en ávis- anir á vörur eða lifsgæði) — með öðrum orðum það, að leikreglur atvinnulifsins eru brotnar, aukn- ing peningamagnsins er óhófleg. Hvernig eykst peningamagnið? Og hvers vegna? Það eykst með útgáfu myntar og seðla og aukn- ingu láneyris bankanna (þ.e. bankainnistæðna, sem ekki eru bundnar til mjög langs tima og eru taldar til peninga) — nema þegar fjársjóðir finnast eins og persnesku keisaranna og Inkanna og Aztekanna i Vesturheimi, peningamagnið jókst auövitað, þegar þeim var komið I umferð. Rikið eykur peningamagnið vegna þess að það þarf peninga, sem það getur ekki aflað sér á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.