Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 6
c
Fimmtudagur 1. júni 1978 vism
Umsjón: Katrin Pálsdóttir
3
Heimsmeistarakeppnin í Argentínu:
BEIN SJÓN-
VARPSÚT-
SENDING TIL
TVÖ ÞÚSUND
MILLJ. MANNA
— útsendingar hefjast í dag
en lýkur 25. þ.m.
menn hafa ekki tæki til að senda
út i lit. Þvi varö að byrja frá
grunni og byggja upp sérstaka
sjónvarpsstöð sem gæti annast
sendingarnar. Eitt skilyröi sem
FIFA setti þvi landi sem sæi um
keppnina, var að þaö annaðist
Um tvö þúsund milljón-
ir manna víðsvegar um
heim munu fylgjast með
heimsmeistarakeppninni
i knattspyrnu í sjónvarpi
en hún hefst í Argentínu í
dag. Því er það mikilvægt
að allt gangi vel og að
Argentínumenn standi
vel i stykkinu. Sjónvarps-
stöðin sem annast útsend-
inguna hefur aðeins tvis-
var áður sent út beint. Þvi
er það engin furða að
menn eru dálítið órólegir,
því nú ríður á að ekkert
fari úrskeiðis.
Astæðan fyrir þvi að nýliðar
eru fengnir til að annast þessar
útsendingar er sú að Argentinu-
SPURNINGAR
FÓLKSINS
Svör Alþýðubandalagsins
í sjónvarpsþætti Alþýðubandalagsins í næstu
viku svara Guðmundur J. Guðmundsson,
Gils Guðmundsson, Ólafur Ragnar Grímsson,
Svava Jakobsdóttir og Svavar Gestsson
spurningum um stefnu Alþýðubandalagsins
í komandi þingkosningum.
Einar Karl Haraldsson stjórnar þættinum
;.............-..........
Hvað viltu vita um Alþýðu-
bandalagið?
Hver eru meginmál þingkosn-
inganna:
Kjaramálin? — Atvinnu-
málin? — Sjálfstæðismálin?
Hvers vegna er Alþýðubanda-
lagið orðinn ótviræður for-
ystuflokkur launafólks?
Hvernig á að koma rikis-
stjórninni frá?
Eru kosningar kjarabarátta?
Hver er
spuming þín?
í dag frá klukkan 9 að morgni
til kl. 11 i kvöld geturðu hringt
i sima 1-75-00 og borið fram
ALLAR þær spurningar sem
þú vilt beina til Alþýðubanda-
lagsins. Þeim verður siðan
svarað i sjónvarpsþættinum.
Takið þátt í sjónvarpsþœtti
Alþýðubandalagsins
Sendið hvassar og djarfar spurningar
Spyrjið Guðmund, Gils, Ólaf, Svövu og Svavar
útsendingar i lit frá heims-
meistarakeppninni. Þvi varð aö
ráðast i svo miklar fram-
kvæmdir i Argentinu.
Milljón dollara fyrirtæki
Argentinumenn hófust handa
fyrir rúmlega ári siðan viö upp-
byggingu nýju sjónvarpsstöðv-
arinnar. Hún átti að hafa það
eitt verkefni aö sjá um sending-
ar frá keppninni. Fyrsta verkið
var að reisa mjög fullkomið
sjónvarpshús, sem er miðja
vegu á milli miðbo.rgar Buenos
Aires og iþróttavaílarins þar
sem flestir leikirnir fara fram.
Nú á siðustu vikum fyrir keppn-
ina hefur verið lokið við bygg-
ingu hússins og öllum útbúnaði
komið fyrir. Aætlaður kostn-
aöur við sjónvarpsstööina er um
fimmtiu milljónir Bandarikja-
dala.
Fyrsta útsending stöðvarinn-
ar var i janúar s.l. þegar sjón-
varpað var þvi þegar dregið var
i riðla i keppninni. Sú útsending
gekk eins og i sögu. Móttöku-
stöðvar erlendis voru ánægðar
með sendingar svo að hún lofaði
góðu um þaö sem koma skyldi.
Timasetningar voru einnig
mjög nákvæmar en það heyrir
til undantekninga i argentinska
sjónvarpinu ef nokkur þáttur
eða dagskráratriöi er sýnt
samkvæmt áætlun. Landsmenn
veröa stundum aö biða eftir
ákveöinni dagskrá upp undir
hálftima.
Onnur útsendingin kom dag-
inn eftir. Þá var sent beint út frá
kappaksturskeppni. Allt gekk
mjög vel, eins og i fyrra skiptið.
Siðan hefur aðeins verið unniö
að tilraunaútsendingum.
Argentínumenn horfa á
keppnina i svart-hvitu.
Argentinumenn eru einir af
fáum þjóöum i heiminum sem
verða að láta sér lynda að horfa
á heimsmeistarakeppnina i
svart-hvitu sjónvarpi. Þar getur
sjónvarpið ekki sent út i lit og er
ekki áætlað aö það komist á fyrr
en i fyrsta lagi 1980.
A78TV, eins og sjónvarpsstöð-
in i Argentinu er nefnd, notar
sama litakerfi og þýska sjón-
varpið notaði i útsendingum sin-
um frá Ólympiuleikunum i
Munchen árið 1972. Sendingar
til hinna ýmsu landa fara um
gervihnött sem staðsettur er
yfir Kyrrahafinu.
Bein útsending til 96
landa
Gert er ráð fyrir þvi að tvö
þúsund milljónir manna horfi á
leikana i beinni útsendingu.
Sent verður beint til 96 landa.
Argentinska sjónvarpið hefur
einnig viðbúnaö i öðrum borg-
um landsins, þar sem leikir fara
fram, en ieikið verður i fimm
borgum, Mendoza, Cordoba,
Rosario, Mar del Plata og
höfuðborginni Buenos Aires.
Tæknimenn sem starfa við út-
sendingar frá heimsmeistara-
keppninni eru allir Argentinu-
menn. Þeir eru um tvö hundruð
talsins. Engir aörir kvikmynda-
tökumenn fá leyfi til að taka
myndir á leikunum en þeir sem
eru frá A78TV.
Visnews-fréttastofan i London
hefur fengið leyfi til aö annast
sérstaka dreifingu á efni sem
unnið er upp úr þeim sendingum
sem argentinska sjónvarpiö
sendir út.
Mikill nýr búnaður hefur
verið settur upp á leikvöngun-
um þar sem keppni fer fram.
Þaö hefur verið komið fyrir sér-
stökum bðnaði fyrir sjónvarpið,
en einnig hefur veriö lögð mikil
áhersla á að hafa lýsingu sem
besta og þvi eru þar fyrir hendi
ein fullkomnustu floðljós sem
notuðeru á knattspyrnuvöllum i
dag.
I fyrsta leik keppninnar verða
i gangi sjö kvikmyndatökuvél-
ar. Tilhögun veröur sú sama
þegar úrslitaleikir fara fram. 1
öðrum leikjum verða fimm
kvikmyndavélar i gangi sem
staösettar verða niður við völl-
inn og fyrir ofan hann. Mynda-
vélar verða einnig fyrir aftan
bæöi mörkin, með sérstökum
búnaöi sem gerir þaö kleyft að
senda ot beint, mjög hægt, sér-
stök atvik sem gerast við mörk-
in, t.d. þegar mark er skorað.
Talsmaöur sjónvarpsstöðvar-
innar sagöi nýlega að allt heföi
gengið vel hingaö til og það væri
ekki nein ástæöa aö ætla að neilt
færi úrskeiðis þegar sendingar
byrjuðu frá keppninni. Eins og
fyrr segir þá hefjast sendingar i
dag og veröur sent út þar til 25.
júni, en þá fer fram úrslitaleik-
urinn i heimsmeistarakeppninni
i knattspyrnu.
—KP.