Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 01.06.1978, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 1. júni 1978 5 ,ÓTAL MÖGULEIKAR Á MYNDUN MEIRIHLUTA' — sagði Freyr Ófeigsson á Akureyri í morgun ,,Það eru engar viðræður hafnará milli flokkanna, svo mér sé kunnugt” sagði Freyr Ófeigsson, efsti maður á A-lista Akureyri. Síðasti bæjarstjórnar- meirihluti á Akureyri saman- stóð af fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæöisflokks. Hann átti 5bæjarfulltrúa, en alls sitja 11 í bæjarstjórn á Akureyri. Freyr sagði að það væru ótal möguleikar fyrir hendi með myndun meirihluta miðað við fulltrúatölu flokkanna, en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði að þessu sinni tveimur mönnum öörum til Alþýðubandalagsins og hinum til Frjálslyndra og vinstri manna. Freyr sagði að fyrsti bæjar- tjórnarfundur yrði, ef reglum væri fylgt, haldinn þriðjudaginn 6. júni. Þar yrði væntanlega kosið bæjarráö og hugsanlega rætt um bæjarstjóra, en allir flokkar nema Alþýðuflokkurinn hefðu lýst yfir stuðningi við núverandi bæjarstjóra. —BA. „Rœðum fyrst við þá fiokka sem við stðrf- uðum með í síðustu bœjarstjórn" — segir Kristján Ásgeirsson, K-lista á Húsavík „Það er nú þannig að við verðum að vera upphafsmenn að myndun nýs meirihluta, þar sem við urðum svo áberandi sigur- vegarar i þessum kosningum”, sagði Kristján Asgeirsson, efsti maður á K-listanum á Húsavik, um meirihlutamyndun þar. ,,Ég reikna með aö þær við- ræður hefjist i dag og fyrst munum við ræða við þá flokka sem við vorum i samstarfi með i siðustu bæjarstjórn, það er að segja Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn”, sagði Kristján. K-listinn, sem samanstendur af Alþýðubandalagsfólki og óháðum, vann annan viðbótar- manninn sem bætt var við bæjar- stjórnina, en hún er nú skipuð niu mönnum i stað sjö áður, Alþýðu- flokkur fékk einn mann, Framsókn þrjá og Sjálfstæðis- flokkur tvo. —H.L. „ENGAR VIÐRÆÐUR KOMNAR AF STAÐ" — segir Guðmundur Magnússon, B-lista i Bolungarvík „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi málsins, hvað verður úr meirihlutamyndun i bæjarstjóninni hér”, 'fcagði Guðmundur Magnússon, efsti maður á lista Framsóknar- manna i Bolungarvík, um gang mála eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar þar. Rótgróinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll sem kunnugter i þeim kosningum og Ólafur Kristjánsson, efsti maður hjá Sjálfstæöisflokknum, vildi ekkert segja um þróun mála: „Ætli hér veröi bara ekki sjö manna bæjarstjórn”, sagði Ólafur. Sjálfstæðismenn voru með fund i gærkvöldi og sömuleiðis H-listinn. Þar var rætt um stöðu mála, en ekkert er farið að hreyfa neinum viðræðum milli flokkanna að sögn Guðmundar Magnússonar. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar 1 Bolungarvik verður seinni part vikunnar eða i byrjun næstu viku. —H.L. DREGIÐ VERÐUR í HAPPDRÆTTINU 1. júli n.k. HflLLO KRflKKflR SÖLU- OG BLAÐBURÐARHAPPDRÆTTI VÍSISI Þótttökurétt i happdrœtfinu hafa sölu- og blaðburðorbörn Visis um allt land. 1. vinningur: Danskt SCO-reiðhjól frá Reiðhjólaversluninni ÖRNINN að verðmæti um kr. 75.000 2. vinningur: Texas Instruments tölvuúr frá ÞÓR hf. að verðmæti kr. 8.000 3.-8. vinningar: Texas Instrumcnts tölvur frá ÞÓR hf., hver að verðmæti kr. 6.000 VISIR Hljónisveitin SKEMMTANIR FYRIR DI' ICTA HUa IM SJALFBOÐALIÐA ER UNNU li Fimmtudag 1. júní kl. 21-1. SIGTÚIM Hljömsveit hússins leikur fyrir dansi til kl. 1. Baldur Brjánsson skemmtir. Mánudag 5. júní kl. 20-24. s SIGTÚIM Diskótek Baldur Brjánsson Skemmtir Boðsmiðar afhentir í Valhöil. Háaleitisbraut 1, kl. 9—17 Baldur Brjánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.