Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 9
9 HÆPNAR AÐGERÐIR GEGN ÞÝSKARANUM Páll Jónsson hringdi: , ,Ég var að lesa um þýska fálkaþjófinn i Visi og varð satt að segja æ meira undrandi eftir þvi sem ég las meira um þetta mál allt. Náttúrufræðingar og lög- reglumenn elta þennan mann um hálft landið og láta hann óáreittan valsa um svæði þar sem fálkar og ernir verpa en reyna að halda sig i hæfilegri fjarlægð. Loks heldur Þjóðverjinn til Reykjavikur og það er ekki fyrr en komið er að borginni sem hann er stöðvaður og yfir- heyrður og tekur það margar klukkustundir. Þá er loks leitað i bil hans,fundust nokkur lang- viuegg,og manninum sleppt. Hver var tilgangurinn með þvi að láta hann fara að hreiðrum eins og hann vildi? Ef hann hefði tekið öll egg sem hann gat náð til og þau ekki fundist fyrr en við leit nokkrum dögum siðar má búast við að þau hefðu öll eyðilagst og engir ungar komið úr þeim eggjum. Varla hefur ætlunin verið sú að eyðileggja varp fálkans alveg á þessu vori og kannski arnarins lika, bara til að geta náð Þýskaranum og sektað hann um smáupphæð? Þarna var teflt aö tæpasta vað og mér finnst þess- ar aðgerðir vægast sagt mjög hæpnar. Þetta minnir hins vegar á að oft á liðnum árum hefur verið ráðist á fálkahreiður og stolið eggjum og ungum. Það hefur jafnan komist upp af tilviljun. Nú er kominn timi til að haft verði eftirlit með þeim mönnum sem sækja i varpstaði fálkans og á ég þá bæði við innlenda og erlenda menn.” Um beina útsendingu sjónvarpsins á laugardagskvöldið: Að þröngva Listahátíð upp á fólk ESSBÉ skrifar: Ég er alveg bálvond yfir þvi að láta stela laugardagskvöld- inu undir beina útsendingu af jasshljómleikum i sjónvarpinu. Það er mjög takmarkaður hluti fólks sem hefur áhuga á þessari tónlist. Ég held að þetta hefði getað beðið á myndsegulbandi i nokkra daga. Svo vildi ég mega spyrja að- stendur sjónvarpsins hvort Dubliners og Smokie verði ekki gert jafnhátt undir höföi og þessum tveim jassleikurum sem voru þarna á skerminum á laugardagskvöldið. Það er ekk- ert vafamál að það eru miklu fleiri sem hafa áhuga á þeim heldur en þessum jassistum. Það er algjörlega óverjandi að leggja besta sjónvarpstim- ann undir þessi ósköp — þessu var hreinlega þröngvað upp á áhorfendur. Eftir þetta laugar- dagskvöld datt manni i hug að hugsanagangurinn hjá þessum listapamfilum væri: það skal inn i hausinn á lýðnum, hvað sem tautar og raular. Og til þess að gulltryggja það settu spekingarnir Dave Allen á eftir tónleikunum, þannig að maður beið eftir honum, þvi hann er ómissandi. Ekki datt þejm i hug að setja hann á und- an þannig að hægt væri að slökkva á tækinu áður en ósköp- in dundu yfir. „Gott siðferði bara fyrir suma" EKKIBARA ALÞÝÐU- BANDALAGSMENN Stefán hringdi: að ekki séu allir templarar huga þegar hann hringdi inn Ég var að lesa lesendadálkinn Sjálfstæðismenn — eða er það? „hugvekju” sina — eða er þetta i Visi i dag (mánudag). Þar Helgi heföi getað haft þetta i kannski ööruvisi mál? hringir einhver Helgi inn bréf og virðist yfir sig hneykslaður á þvi að Alþýðubandalagið skuli nota húsnæði ASl eða Al- þýðubankans undir kosninga- miðstöð. Segir hann sem svo, að ekki séu allir félagar ASl Al- þýðubandalagsmenn. Ég veit ekki betur en að i sið- ustu prófkjörum Sjálfstæðis- manna hafi þeir notað Templ- arahöllina við Egilsgötu sem einn af sinum kjörstöðum. Til fróðleiks skal og þess getið að á kjördag 25. mai notuðu Sjálf- stæðismenn þennan sama staö fyrir bilamiðstöð sina. Einhvern veginn læöist sá grunur að mér GOTT SIÐFERÐI BARA FYRIR SUMA Helgi hringdí: „Hvernig | ósköpunum stendur ð þvi að Alþýöubanda- lagiö i Reykjavik getur notaö húsnæöi i eigu Alþýðusambands tslands,eða Alþýðubankans, við Grensðsveg og húsnæöi Dagsbrúnar og Verka- mannasambands tslands við Lindargötu, sem kosningamið- stöðvar sinar, svo sem það geröi I borgarstjórnarkosning- unum? Hver hefur vald til að leyfa sllkt? Ég hélt aö fleira fólk v*ri I þessum samtökum launafólks heldur en bara Alþýöubanda- lagsfólk. Hvað heföu Alþyðu- bandalagsmenn I Reykjavlk sagt ef Sjðlfstcðisflokkurinn heföi notfært sér aðstööu versl- uparmannafélagsins, eða þa hreinlega borgarstjórnarskrif- stofurnar sjðlfar, sem kosn- ingamiðsvöðvar fyrir sig? Þð hefði örugglega heyrst hljóð Ur horni. En það er eins og sið- ferðið sé bara fyrir suma en öðrum se allt leyfilegt" Nauðungaruppboð sem auglýst var i 5., 7. og 10. tbl. Lögbirtingablaðs 1978 á Asparfelli 12, þingl. eign BSAB fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Keykjavlk á eigninni sjálfri föstudag 9. júnl 1978 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 5., 7. og 10. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á húseign v/Artúnshöfða talin eign Þrastar Eyjólfssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 9. júni 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðsta á m/s Björgvin 1S-301 þingl. eign Björg- vins h.f. fer fram við eða á skipinu I Reykjavikurhöfn föstudag 9. júni 1978 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. e^ager^y æg Eyjagötu 7, Örfirisey Reykjavik . simar 14093—13320 HUSTJOLD - TJALDHIMNAR SÓLTJÖLD, TJÖLD, TJALDDÝNUR. Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag- stæðu verði m.a. 5 — 6 manna 3 manna Hústjöld 5 gerðir af tjaldhimnum. kr. 36.770. kr. 27.300. kr. 68.820.- — Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað t.d. — Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld Komið og sjáið tjöldin uppsett i hinum nýju glæsilegu húsakynnum að Eyjagötu 7 Örfirisey. Póstsendum um allt land. 10 í L A S T ö 4/ ÞRfiSTUR 85060 TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA B0RGINA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.