Vísir - 07.06.1978, Side 11
visir Miövikudagur 7. júni 1978
bandalagið á ekki fullt traust
mikils fjölda vinstrimanna.
bess vegna bjóða Samtökin
fram. Þau telja stefnu sina eiga
erindi, og telja raunhæfa mögu-
leika á kjördæmakjöri Magnús-
ar Torfa og uppbótarsæti
Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur,
sem yrði fyrsta konan úr verka-
kvennastétt til að ná kjöri til
Alþingis. 1 kosningunum má
fólk ekki láta persónulega vel-
vild til Svavars, Eðvarðs og
Svövu villa sér sýn, kosningar
eru kjarabarátta og það er
ótviræður hagur launafólks að
kjósa Magnús Torfa og
Aðalheiði á þing.
11
Barnakór frá Akranesi
maraþontónleikum
Maraþontónleikar á Listahá-
tið fara fram á laugardaginn og
hefjast með þvi að skólakórar
koma fram klukkan 13,38. Þess-
ir kórar hafa óneitanlega falliö i
skuggann af þeim frægu lista-
mönnum sem koma fram á
Listahátið en framlag okkar
ungu listamanna má alis ekki
vanmeta.
Vísir kom á æfingu hjá kór
Barnaskóla Akraness og kór
Gagnfræðaskólans á Selfossi
þegar sá siðarnefndi kom til
Akraness þar sem samæfingar
fóru fram.
Börnin i Akranesskórnum
hafa undirbúið sig vel undir
stjórn söngstjórans , Jóns Karls
Einarssonar. En það er meira
en söngþjálfun sem þau hafa á
sig lagt. Þau héldu kökubasar
og hlutaveltu til að afla fjár til
kaupa á búningum.
Þessi dugnaður vakti athygli
heima fyrir og nokkur fyrirtæki
sendu þeim nokkra fjárupphæð
til styrktar starfinu. Akurnes-
ingar eru hreyknir af frammi-
stöðu barna sinna og vita að það
verður enginn svikinn sem
hlýðir á kórinn á Listahátið. All-
ir landsmenn þekkja til árang-
urs Selforsskórsins og stjórn-
anda hans, Jens Inga Sigur-
mundssonar, af tónleikum og
hljómplötum og án vafa mun kór-
inn töfra áheyrendur nú sem
fyrr.
Með tónmennt i skólum er
lagður grundvöllur að tónlistar-
lifi þjóðarinnar i framtiðinni og
þessu ber að gefa aukinn gaum.
Kennsla i nótnalestri og radd-
þjálfun sem börn og unglingar
njóta nú. veita þá undirstöðu
sem siðar má byggja á þegar
þessir einstaklingar skila sér i
kirkjukóra, samkóra eða karla-
kóra.
—SG/BP Akranesi
ekki. Þeir svara hinni spurning-
unni: Hvað á að taka við af þvi?
Varla lýðræðisskipulag eins og á
Vesturlöndum að mati þeirra.
Lausn þeirra á vandanum er:
þjóðernisvakning og trúarvakn-
ing. Gera á „siðferðilega bylt-
ingu”, þvi að dagur ofbeldisins er
liðinn og dagur siðferðisins upp
kominn. Rússneska þjóðin á að
breyta hugarfari sinu, heimta
aftur „þjóðarsálina” sem hún
missti i byltingunni lifna við.
Mestu máli skiptirað sögn þeirra
að hún kasti af sér þeim blekk-
ingarham sem Kremlverjar hafa
komið henni i fái aftur „innra”
frelsi hætti að trúa lyginni. Koma
máorðum Heilagrar ritningar að
kenningu þeirra: Sannleikurinn
mun gjöra yður frjálsa!
Að lifa við lygina
Ein ritgerð Solsjenitsyns i bók-
inni er um ágreining hans og
Sakharoffs (sem hann lofar mjög
þrátt fyrir ágreininginn) önnur
um menntamennina, sem lifa af
lyginni og við hana. Hann fer
hörðum orðum um Vesturlanda-
búa en frjálslyndi þeirra er að
dómi hansábyrgðarlaus værð. En
merkilegasta ritgerð bókarinnar
er, held ég, ritgerð stærð-
fræðingsins og Leninverðlauna-
hafans ígors Sjafarevitsj um
samhyggju (sósiaiisma). Hvað
ritar hann um hana? Samhyggju-
kenningin er jafngömul stjórn-
málahugsun mannkynsins. Sam-
hyggjumenn nýaldar frá St.
Simon til Bresneffs (og Lúðviks
Jósepssonar!) eiga marga fyrir-
rennara. Platón og fleiri speking-
ar fornaldar voru samhyggju-
menn. Villutrúarsöfnuðir miðald-
ar fylgdu sameignarstefnu. Og
kenningin fræðilega hefur viða
verið framkvæmd. Samhyggju-
kerfið er miðstjórnarkerfið sem
var eins með Mesópótamiumönn-
um, Inkum og ráðstjórnarþegn-
um nútimans. Hugsjón sam-
hyggjumanna er tortiming fjöl-
skyldunnar, trúarinnar og einka-
eignarinnar. Hvöt þeirra er
sjálfstortimingarhvötin, þeir
vilja tortima öllu, sem gerir
manninn að einstaklingi skilur
hann frá dýrunun skilur mannlegt
skipulag frá býflugnabúi og
mauraþúfu.
Mergur er i hverri málsgrein
ritgerðar Sjafarevitsj, hugsun
hanser djúpskörpogskýr. önnur
ritgerð hans er um hinn mikla
vanda þjóðanna og þjóðflokkanna
i Ráðstjórnarrikjunum (sem fáir
Vesturlandabúar vita um) hann
hvetur til samvinnu þeirra og
gagnkvæmrar viröingar. Þriðja
ritgerð hans er um framtið Rúss-
lands hann væntir „upprisu”
þess. Ritgerð stýrifræðingsins
Mikhails Agúrskýs er um hag-
kerfin tvö markaöskerfið i vestri
og miðstjórnarkerfið i austri,
hann greinir vel galla mið-
stjórnarkerfisins en illa kosti
markaðskerfisins, þráir sættir
manns og náttúru eins og margir
sveimhugar. Ritgerð list-
fræðingsins Evgenýs
Barabanoffs er um andstæðurnar
tvær, veröldina og kirkjuna hann
er hófsamari siðbótarmaður en
hinir höfundarnir. Ritgerð sagn-
fræðingsins Vadims Bórisoffs um
þjóðarvitundina og einstaklings-
eðliðhann brýnirþað fyrir mönn-
um aö þjóðerni sé fremur verð-
mæti úr heimi menningar en
stjórnmála (þó að greinarmunur
þessara heima sé ekki alger).
Tveir höfundar rita stuttar grein-
ar undir dulnefni annar um „ör-
lög Rússlands”, hinn um „stefn-
una til framtiðarinnar”.
Þörf áminning
Bók Solsjenitsyns og skoðana-
bræðra hans er ómissandi fyrir
þá sem hafa áhuga á rússneskri
menningu og þeir sem telja hana
til marks um „sótsvart aftur-
hald” koma einungis upp um van-
þekkingu sina á menningararfin-
um sem þessir ihaldsmenn eru að
ávaxta — arfi Tolstoys Dostójev-
skýs, Berdjajefss, Búlgakoffs og
annarra rússneskra hugsuöasem
skildu rök tilverunnar djúpum
skilningi. Aminning þeirra er
þörf: frelsið getur ekki án sið-
ferðilegs aðhalds verið það er
bæði „innra” frelsi og „ytra”
vestræn menning er komin undir
kristindómnum mannréttindin
eru ekki náttúrleg, heldur yfir-
náttúrleg, ekki er hægt að sækja
rök fyrir þeim i náttúruvisindin.
Vestrænir menn eiga að hlusta á
Solsjenitsyn sem rauf þögnina^
sagði þeim frá Gúlageyjunum,
rak róttæku vestrænu mennta-
mennina, sölumenn notaðra hug-
mynda, út úr musteri sannleik-
ans. Sakharoff og Solsjenitsyn
hafa gripið sitt brotið af sann-
leikanum hvort frjálslyndi og
ihaldssemi geta farið saman og
verða reyndar að fara saman.
Sakharoff er þó raunsærri en
Solsjenitsyn að minum dómi,hann
veit að hugsjónamennirnir verða
að gera málamiðlun viö veruleik-
ann. Solsjenitsyn og skoðana-
bræður hans segja eins og Steinn
Steinarr, þegar hannhafði kastað
trúnni á Kremlverja og ávarpaði
vindmyllurnar:
Minn herra léði mér fulltingi
sannleikans,
hins hreina, djúpa eilifa
sannleika
en þeir bæta ekki við þriðja visu-
orðinu:"
sem ég þó aðeins skynja til hálfs
Lýðræði er hagfellt vegna þess
aðmennirnir skynja aðeins sann-
leikann til hálfs. Þekking þeirra
er i molum vegna þess verður aö
dreifa valdinu á þá. Solsjenitsyn
og skoðanabræður hans misskilja
vestrænt lýöræði og dulhyggja
þeirra á að minu viti ekki heima i
stjórnmálum. Lausn þeirra er
óraunhæf i stjórnmálum. En ósk-
andi er að þeim takist að hleypa
grósku i rússneskt þjóölif. Og
hugrekki þeirra (sem búa flestir
enn i Ráðstjórnarrikjunum) hlýt-
ur að vekja óblandna aðdáun.
Vesturlandabúar verða að finna
aftur þann siðferðilega mæli-
kvarða sem þeir misstu i fáti
þegar þeir heyrðu öskur
Nietzsches: „Guð er dáinn.”
Bók Solsjenitsyns og skoðana-
bræðra hans er ein varðan á þeim
meöalvegi frelsis og siðferöilegs
aðhalds sem Vesturlandabúar
verða að rata. En dómur
Solsjenitsyns um þá er of harður,
þótt áminning hans sé þörf. Þeim
hefur tekizt margt. Þeir unnu
Kalda stríðið, þvi að siðferðilegir
og efnahagslegir yfirburðir vest-
rænna lýðræðisrikja yfir aust-
rænu alræðisrikjunum blasa við
öllum sjáandi mönnum. Kreml-
verjar hafa einungis vinninginn i
vopnabúnaði. Og Islendinga
verður að minna á það sem þeir
gleyma stundum — að þeir eru
Vesturlandabúar. Vilja þeir vera
það áfram? Þeir kjósa um það i
þingkosningunum 25. júni.