Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 7
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, KSRAEL: Framtíðarlausn fyr- ir Palestínumenn? — Begin leggur fram tillögur sínar bráðlega Israelsmenn munu i dag svara tillögum Bandarikjanna, sem þeir hafa borið fram til lausnar deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Tillögur Banda- rikjanna eru um fram- tiðarskipan mála Palestinumanna. Israelsmenn gera nú tilraun til að koma á viðræðum að nýju við Egypta, eftir kaldar kveðjur frá Sadat for- seta undanfama daga. Hann lét þau orð falla að ef ísraelsmann myndu ekki slaka á i sambandi við herteknu svæð- in, þá myndi þaðþýða strið milli landanna. Ráðamenn í Israel hafa fjall- að um tillögur Bandarikja- manna, en þær varða framtið vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðið sem ísraelsmenn her- tóku i sjö daga striðinu árið 1967. Begin forsætisráðherra hafði lagt til að Palestinumenn fengjU sjálfstjórn. Nú hafa Banda- rikjamenn lagt fram spurning- una um það hvað taki við eftir sjálfstjórnartimabilið. Búist er við þvi' að svar Begins liggi brátt fyrir. Utanrikisráðherr- ann Moshe Dayan hefur einnig ákveðnar hugmyndir um það hvernig eigi aö ieysa þessi mál oger búist við að hann greini frá þeim. Bandaríkin: SONUR SÁMS DÆMDUR — lágmarksrefsing er 25 ára fangelsi David Berkowitz, eða Sonur Sáms, eins og hann hefur verið nefnd- ur, verður dæmdur i New York i dag fyrir sex morð, Dómurinn verður kveðinn upp i dómsal i Brooklyn, þeim sama og Berkowitz gekk berserksgang I fyrir skömmu. Vegna þess þurfti að fresta þvi að kveða upp dóminn yfir honum. Berkowitz, sem er 24 ára gamall og starfaði á póst- húsi var handtekinn i ágúst s.l. til mikils léttis fyrir borgarbúa New York-borgar, þar sem hann hafði verið ógnvaldur um eins árs skeið. Búist er við að Berkowitz verði dæmdur i 25 ára fangelsi. En hægterað bæta öðrum fimm árum við þann dóm fyrir morð- tilraunir. Ef hann verður dæmdur til 30 ára fangelsisvist- ar, en það er lágmark þeirrar refsingar sem hann getur feng- ið, þá er ekki hægt að náða hann. Hlytihann þyngri dóm, en 30 ár, er i fyrsta lagi hægt að náða hann eftir 30 ára fangelsis- vist. Fyrir rúmum þrem vikum gekk Sonur Sáms berserksgang iréttarsal þeirasem hann mætir i nú og-hlýðir á dóm sinn. 1 átök- unum við verði særði hann tvo þeirra. Þeir þrir dómarar sem kveða upp dóminn yfir Berkiwitz hafa sagt aðþóhannsleppisér aftur i dómsalnum, þá séu þeir reiðu- búnir til að reyna i þriðja sinn. BRETLAND: Dauðarefsing tekin upp? Skoðanakannanir i Bretlandi sýna að meirihluti mánna vill taka upp dauðarefsingu að nýju. Taiið er að milli 60 til 80 prósent séu fylgjandi dauðarefs- ingu. Þegar spurt er um refs- ingu hryðjuverkamanna vilja um 80 prósent að þeir séu dæmdir til dauða. Margret Thatcher, formaður Ihaldsflokksins, hefur lýst þvi yfir að hún sé fylgjandi dauða- refeingu. Húnsegir að ef flokkur hennar vinni næstu kosningar þá muni hann taka þessa refs- ingu upp að nýju. Umræður hafa verið um mál- ið f breska þinginu og vilja sum- ir þingmenn að þjóðaratkvæða- greiösla verði um málið. f Renault vann Le Mans Renault-bili vann i fyrsta sinn Le Mans kappaksturs- keppnina i Frakklandi, en úr- slit urðu kunn i gær. Verk- smiðjurnar höföu lagt um fimm milljónir dala i undir- búning keppninnar. Keppnin stendur i 24 tima. Þeir bllar sem hafa unnið oftast þessa keppni eru af gerðunum, Jaguar, Ferrari og Porsche. Franska rikið á Renault-verk- smiðjurnar. Renault tók forystuna þegar keppnin hafði staðið i 18 tima og hélt henni til loka hennar. SEXTIU OG SEX NORÐUR Regnfatnaöur fyrir börn, unplinga og fulloröna. 'ilvaliö í útreiöatúrinn og veioiterdina. SJOKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagöfu 51 Sími 11520

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.