Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 15
VISIR Mánudagur 12. júnl 1978 V r . NORRÆNT SAMSTARF UM: Vatnsvandamál fiskiðnaðarins Hannsóknarstofnun fiskiön- aðarins er þátttakandi I sam- norrænu verkefni, sem hófst I janúar 1977 um „Vatnsvanda- mál fiskiðnaðarins”. Markmið rannsóknanna eru m.a. að fá fram yfirlit yfir mengunar- vandamál I fiskiðnaöi á Norður- löndum og þá tækni, sem er til lausnar þcirra. Þá er ætlunin að rannsaka mögulegar aðferðir til vatnssparnaöar og meta áhrif minnkandi vatnsnotkunar á gæði framleiðslunnar. Og að þróa hreinsitækni fyrir vinnslu- vatn og leggja sérstaka áherslu á þær aðferðir, sem leiða til endurvinnslu efna i vatninu. Síöan er fyrirhugað að rannsaka möguleikana á að endurnota hreinsað vinnsluvatn og meta áhrif þess á gæði framleiðslunn- ar. Kostnaður við verkefnið er greiddur af NORDFORSK, Nordisk I n d u s t r i f o n d , Teknologiradet, Norges fiskeriforskningsrad, ásamt rannsóknarstofnunum og fyrir- tækjum i Danmörku,Noregi og Islandi. Skipta má verkefninu I tvo að- alhluta. Fyrri hluti verkefnisins var einkum sá að gera úttekt á núverandi vandamálum varð- andi vatnsnotkun og mengun í ýmsum greinum fiskiðnaðar á Norðurlöndum ásamt yfirliti yf- ir þá tækni, sem til er i dag til að takast á við vandann. Þessum hluta er lokið og hafa verið gefnar út 7 skýrslur um vanda- málið. Síðari hluti verkefnisins er langt kominn en það eru hin eiginlegu rannsóknar- og þróun- ar verkefni varöandi vatns- sparnaö o.s.frv. Stefnt er að þvi aö verkefninu verði lokiö I árs- lok 1978 — BA AFSLÁTTUR AF SUMARFERÐUM Stjórnir Verslunarmannafélags Reykja- vikur og Landssambands islenskra versl- unarmanna, hafa samið við ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir og Landsýn um 10.000 kr. afslátt fyrir félagsmenn og fjöl- skyldur þeirra i sumarleyfisferðir. 5.000 kr. afsláttur er veittur fyrir börn 2-15 ára. Farið verður til: Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir i sima 27077, Landsýn i sima 28899. Yerslunarmannofélag Reykjavíkur Landssamband íslenskra verslunarmanna VERSLANAHÖLLINNI LAUGAVEGI 26, SIMI 11244 HEITIR LJÚFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓLARHRINGINN Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kaffi, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið i bollann, síðan seturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk. Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur, og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun géfa ykkur að smakka og allar nánari upplýsingar. KOMIST Á BRAGÐIÐ OG YKKUR MUN VEL LÍKA SIMI 16463

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.