Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 9
9 Frá Smokie-tónleikunum i Laugardalshöll s.l. miðvikudagskvöld. Fullgott í unglingana? Jón Pétursson hringdi: Ég var einn af þeim fjölmörgu sem keyptu miða á tónleika Smokie. Daginn áður en þeir voru haldnir, heyrði ég þaö á skotspónum að fólk þyrfti að standa niðri i salnum — það ætti ekki að hafa neina stóla. Ég hringdi strax niðri miða- sölu Listahátiðar tii að spyrjast fyrir um þetta. Þar var mér sagt að þetta væri rétt. Að sjálf- sögðu þótti mér þetta heldur súrt i broti og var þá sagt að ég gæti fengið miðana endur- greidda. Það var að sjálfsögðu engin úrlausn fyrir þá sem vildu fara á þessa tónleika. Ég verð að segja að mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur að bjóða fólki upp á að standa upp á endann á einhverj- um dýrasta lið Listahátíöar — þetta er kannski fullgott i ungl- ingana? Sögulegt úrtak hjá Dreyra Sigurðardóttir Fjóla skrifar: Þann 28. mai 1978 fór fram á Iþróttavellinum á Akranesi úr- taka gæðinga, sem eiga að fara á landsmót hestamanna á Þing- völlum i sumar. Dómarar voru 3 vel þekktir menn. Var úrtaka þessi hin broslegasta að ýmsu leyti. Þarna mætti t.d. einn þekktasti hestamaður landsins á hest, sem nefndur var Viking- ur. Eigandi hestsins sat aftur á móti á grindverki þarna rétt hjá og sagði hestinn heita Aron, en gott er að vera aftarlega I staf- róífinu, ef hestum er raöað upp eftir þvi. Um þetta vissu aðrir sýningarmenn ekkert og riðu hinir spertustu gæöingum sin- um undir þeirra nöfnum, svo að lærði maðurinn fékk aö vera i friði aftastur eins og hann hafði ætlaö sér. Þarna gerðust þó einnig leið- inlegir atburðir, sem sé hlut- drægni dómara. Einn af þátt- takendum var maður héðan úr félaginu, sem hefur dómara- réttindi. Hefur hestur hans áöur komiðivið sögu á sýningum.en með misjöfnum árangri. Virtist hesturinn alls ekki ætla á Þing- völl I þetta sinn, þvi að hann gerði litið af þvi sem knapinn vildi láta hann gera. Þó greip hann i brokk i fjölhæfni. Verra var þó aftur með yfirferðar- ganginn. Hesturinn bara stökk af miklum móði, enda dugmikill að sjá. Linnti hesturinn ekki lát- um fyrr en hann kom á enda brautarinnar, þó að eigandinn reyndi allt sem i hans valdi stóð. Hafði knapinn siðan á þvi orö að afloknum sprettinum, að djöf- ulsins klárinn hefði bara ekkert gert af þvi sem hann hefði átt að gera. En viti menn. Þegar úrslit eru ráðin kemur i ljós, að þetta er hestur númer tvö á Þingvöll. Þeir höfðú gefið honum 7.5 fyrir yfirferðarganginn þó að aldrei kæmi skeiðið. Ég vildi að lokum óska þess, að þeir menn sem eiga að dæma hestana okkar i framtiðinni láti samvisku sina ásamt þeirri þekkingu, sem þeim hefur hlotnast, ráða gerð- um sinum, þannig að fólk þori aö koma, ef það á góðan hest og leggja hann undir þeirra dóm. verkalýðs? Þykir okkur verkafólki skjóta nokkuð skökku við. aö þeir sem berjast fyrir bættum hag verka- lýðsins skuli sparka i afturend- ánn á fólki og neita þvi um að fara i jarðarfarir barna sinna. Eru þessir menn kannski bún- ir að gleyma þvi að verkafólkiö á sinn rétt að talað sé við það, þótt þessir menntuðu verkstjór- ar geti ekki talaö ööruvisi en með skætingi og frekju. Menn Einar hringdi: Mér finnst rétt að þjóðin fái aö vita það, að báðir verkstjórarn- ir sem stjórna með fasistiskum aðgerðum i Bæjarútgerö Hafn- arfjarðar, eru yfirlýstir komm- únistar. Takið efftir! Ný sending plakata SMOKIE o. fl. o. ffl. Póstsendum samdœgurs — —-----------__j Skriffið eða hringið efftir lista yffir hið f jölbreytta plakata-úrval okkar: PLÖTUPORTW Laugavegt 17 C 27667 HREINUETISTÆKI fjölbreytt úrval Ármúla 21 sími 864 55 Nú fæst OþPinotex

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.