Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson R.tstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns'son, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfl Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jtitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur 1 Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð I lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Kosningabarátta um verðlausar krónur Launapólitíkin hefur verið helsta þrætuepli í stjórn- málaátökum síðustu mánaða. Forystumenn verkalýðs- félaganna halda atvinnustarfseminni í úlfakreppu til þess að knýja á um f ullar verðbætur á hæstu laun. Ljóst er að þetta ástand mun standa f ram yf ir kosningar og að öllum likindum þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynd- uð, því að hér er fyrst og fremst um pólitískar aðgerðir að ræða. Á síðasta ári hækkaði kaup um því sem næst 70%. Þessi mikla kauphækkun færði launþegum þó aðeins 7% kaupmáttaraukningu. Þessar einföldu tölur sýna gleggst, að hér hef ur verið rekin óraunhæf launaþólitík, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Forystumenn verka- lýðsfélaganna eru að berjast fyrir því einu að fjölga verðlausum krónum í launaumslög umbjóðenda sinna. I sjálf u er er enginn vandi að greiða að f ullu þau laun, sem forystumenn verkalýðsfélaganna heimta á hverjum tíma. Það þarf enga samningafundi þar um, ef menn sætta sig við verðlausar krónur. Og það er einmitt það sem forystumenn verkalýðsfélaganna hafa gert. Þeir hafa kosið þá leið að viðhalda lífskjörum umbjóðenda sinna með verðlausum krónum. Kjarni málsins er hins vegar sá, að með þessum hætti verða lífskjörin aldrei bætt. Launasamningar eru í viss- um skilningi lausn á hagsmunaágreiningi, bæði milli launþega og fyrirtækja og ekki síður á milli launþega innbyrðis. Fram til þessa hafa menn notað verðbólguna til þess að leysa þennan ágreining. Verðbólgan á sér að sjálfsögðu margar orsakir. En framhjá því verður ekki horft, að launapólitíkin leikur þar stórt hlutverk. Gildandi vísitölureglur um verðbætur á laun eru veigamikill þáttur i því sjálfvirka verðbólgu- kerfi, sem við höfum búið við um áraraðir. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, Framsóknarf lokksins og Samta-kanna gerðu markverða tilraun til þess að brjóta þetta kerfi niður fyrir fjórum árum. Þá sagði formaður Alþýðubandalagsins að koma yrði í veg fyrir, að kaup æddi upp á eftir verðlagi eftir einhverjum vísi- tölureglum eins og þeim, sem við höf um búið við, því að það kippti stoðunum undan eðlilegum atvinnurekstri. Þessi tilraun Alþýðubandalagsins, Framsóknar- flokksins og Samtakanna um afnám visitölukerfisins mistókst vegna verðbólgustefnu verkalýðsforystunnar. Núverandi rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og. Fram- sóknarf lokksins gerði síðastliðinn vetur á svipaðan hátt athyglisverða tilraun til þess að draga úr áhrifum þessa sjálfvirka kerfis. Verkalýðsfélögin eru nú að brjóta þessa tilraun á bak aftur. Sannleikurinn er sá, að meðan stjórnvöld og hags- munasamtök koma sér ekki saman um raunhæfa launa- pólitík er engin von til þess að verðbólgan hjaðni. Einu gildir, hvort menn kalla það þjóðarsátt eða kjarasátt- mála. Núverandi ríkisstjórn ræður ekki f rekar við þenn- an vanda en vinstri stjórnin að óbreyttu kerfi. Ný launa- pólitík kemur að vísu að litlu haldi, ef ekki er samhliða f ylgt f ram aðhaldsaðgerðum á öðrum sviðum. En hún er eigi að síður forsenda þess að hoggið verði að rótum verðbólgumeinsemdarinnar. Launapólitik verkalýðsfélaganna er svo veigamikill þáttur í hinni pólitáiku refskák, að þess er tæpast að vænta að breyting verði á f yrir kosningar. En aðalatriðið er, að menn skilji nú þegar, að hér er um hreina verð- bólgupólitík að ræða. Það hafa formælendur þessarar stefnu, sem nú hafa fengið meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, viðurkennt í verki. Og það mættu fleiri gera. Mánudagur 12. júni 1978 VÍSIR Fyrsta úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði Þjóðhátiðarsjóður hefur úthlut- að styrkjum að upphæð 70 millj- ónum króna og er þar með lokið fyrstu úthlutun úr sjoðnum. Stofnfé sjóðsins er ágóði af útgáfu Seðlabankans á þjóðhátiðarmynt á 11 alda afmælinu árið 1974. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra að- ila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekiö i arf. Ráöstöfunarfé sjóðsins á þessu ári var 70 milljónir króna. Þar af, rennur fjórðungur eða 17,5 millj- ónir til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. Annar fjórðungur, 17.5 millj. skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Náttúruverndarráð og Þjóð- minjasafnið hafa birt lista yfir þau verkefni, sem unnið verður að fyrir styrkupphæðina. Allt að helmingi ráðstöfunar- fjár á hverju ári er varið til styrkja samkvæmtumsóknum og voru þvi allt að 35 milljónir til út- hlutunar að þessu sinni. Alls bár- ust63umsóknirum styrki að fjár- hæð um 235 milljónir króna. Úthlutað var 22 styrkjum er námu liðlega 34 milljónum og fékk Minjasafnið á Akureyri hæsta styrkinn eða sex milljónir króna. Úthlutun þessara styrkja er birt á bls. 5. í stjórn Þjóðhátiöarsjóðs eiga sæti Björn Bjarnason, sem er for- maður, Jóhannes Nordal, Ey- steinn Jónsson, Gils Guðmunds- son og Gisli Jónsson. Ritari er Sveinbjörn Hafliðason. —SG Sögualdarbærinn i Þjórsárdal var byggður I tilefni 11 alda afmælisins og hér er erlendum gestum sýnd ur bærinn. [ 1 i I ÍP \ l r fÆ Vaxtastefnan 1. Vaxtahækkun eða vaxtalækkun: Hvað skal gera? I greinaskrifum sem nýverið hafa verið i Morgunblaðinu um stefnuna i vaxtamáium greinir menn á um flest: A að hækka vexti eða á að iækka vexti? Sýnist sitt hverjum og liggja væntanlega til þess góðar ástæður. Guðmund- ur Magnússon, prófessor, er einn af greinarhöfundum og framlag hans sennilega um margt merk- ast. t þessari grein, „Lækkun vaxta — en hvað svo?”, leitast Guðmundur við að skilgreina fyr- ir leikmönnum sem öðrum eðli vaxta og tvibentar afleiðingar vaxtabreytinga fyrir stöðugieika efnahagsiifsins. Rökscmdafærsl- an er að mestu fengin úr hug- myndunum um hið fullkomna frjálsa hagkerfi, markaðshag- kerfið. Dreg ég i efa að hægt sé að skilgreina vandamálið innan slikra iikana. Þar að auki eru svörin við spurningunni: . en hvað svo?” engan veginn nógu ljós. Framboð lánsfjár eða sparifjár á frjáisum markaði innanlands hefur dregist saman undanfarin v e r ðb ó 1 g u s k e i ð, bendir Guðmundur á réttiiega, þannig að „spariféhefur rýrnað”.Og siðar i sömu grein segir: „Þeirri stað- reynd verður ekki haggað, að al- mennir innlánsvextir og útláns- vextir hafa verið svo lágir miðað við verðbólgu og ■ væntanlegan hagnað af þvi að taka lán, að eft- irspurnin eftir peningum hefur veriðmiklu meiri en framboðið”. Af þessu skyldi maður halda að Guðmundur, sem siðar i greininni vikur enn fremur að skertum hlut sparif járeigenda í verðbólguþjóð- félaginu, væri meðmæltur hækk- un vaxta. En þvi er á annan veg farið. Röksemdirnar fyrir hinni svoköliuðu lágvaxtastefnu, þ.e. vaxtalækkun, og/eða áframhaldi neikvæðra raungildisvaxta, eru: „reynslan sýnir að lágir vextir stuðia að aukinni þensiu. Háir vextirog mikil verðbólga fylgjast þvi að til lengdar”. Ennþá skýrar talar eftirfarandi: „Þegar öllu er á botninn hvolft eru háir vextir bæði orsök og afleiðing verðbólg- unnar, eins og hátt verðlag og kauplag almennt”. Ofanritaðar niðurstöður úr grein Guðmundar sýna aðjafnvel þó margt mæli óneitaniega með vaxtahækkun, þá ber engu að síð- ur að lækka vexti til að sporna gegn verðbólgunni. Meginmark- mið vaxtastefnunnar er þvi sam- kvæmt þessu að vinna gegn verð- bólgunni. Samtimis þvi leiðir vaxtalækkun, að mati greinarhöf- undar, til aukinnar framleiðslu, sem hann teiur eins konar jákvæða hliðarafleiðingu. Hann virðist ennfremur vera meðmælt- ur meiri notkun á mismununum á iánsfjárkjörum til að stýra notk- uninni enn frekar. Ég er um flestar um flestar þessar niðurstöður ósammála greinar- höfundi, en e.t.v. kæmumst við að sömu niöurstöðu með notkun á sams konar forsendum og aðferð- um. Þess vegna langar mig til að fjalla um eðii vaxtaákvaröana i hagkenningum og bera saman við raunveruiegan fslenskan mark- að. Siðan vil ég ræða afrakstur framleiðsluþáttanna og fram- MHHBBBHMM IWHiWMBHMPMBBBHB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.