Vísir


Vísir - 15.06.1978, Qupperneq 11

Vísir - 15.06.1978, Qupperneq 11
lla llí'riin u r llalliírimsson, Kskilirfii: Ég reikna ekki með mikilli breytingu hérna, en vona að sig- ur Alþýðuflokksins verði sem mestur. Ouðbjörn óskarsson, Seyðis- firði: Framsóknarflokkurinn fær 2 og sömuleiðis Alþýðubandalag- ið, en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Ætli Andri og Björn fái ekki 8-900 atkvæði. VÍSIR Fimmtudagur 15. jiini 1978 Seljan komist ekki inn á þing sem uppbótarmaður. Samtökin fá held ég litið. Kratar bæta væntanlega við sig fylgi, en sennilega ekki nóg til að koma manni inn. Sjálfstæðisflokkur- inn fær einn og Framsókn þrjá. firði: Ég á ekki von á þviað Alþýðu- flokkurinn og Samtökin fái fylgi að neinu marki. Sjálfstæðis- flokkurinn fær einn mann og ég vona að Helgi Seljan verði kjör- dæmakjörinn. Jón Guðmundsson, Reyðarfirði: Ég held að þetta verði óbreytt. Sjálfstæðisflokkurinn átti 300 atkvæði aflögu i siðustu Alþingiskosningum og má þvi tapa nokkru. Ætli Andri og Bjarni fái ekki samanlagt um 500 atkvæði. Guðlaugur Sigfússon, Reyöar- firði: Ég held að Helgi verði kjör- dæmakjörinn. Framsókn missir einn. Sverrir verður áfram. Kratar bæta sjálfsagt við sig. Sigurður Sigurðsson, Reyðar- f irði: Ætli Samtökin fái ekki 300 at- kvæði og Kratar 600. Ég held að Framsókn haldi sinu fylgit og það verði áfram 6 þingmenn. Karl lljelm, Norðfirði: Um Samtökin vil ég segja það, að ég held að flokkur Prúðu leikarannamyndi fá meira fylgi en sá listi sem Samtökin bjöða hér fram. Bjarni Guðnason eyk- ur væntanlega ekki fylgi Al- þýðuflokksins að neinu ráði. Ég vonast til að Helgi Seljan verði kjördæmakjörinn og þar með missi Framsókn þriðja þing- manninn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur manninum. 11 llrafnkell Jónsson, Kskifirði: Ég vonast til að Helgi Seljan verði kjördæmakjörinn og að Framsókn tapi manni. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar væntan- lega fylgi til Alþýðuflokksins en sennilega ekki nógu til aö tapa manni. Ég reikna með að Sam- tökin fái um 300 atkvæði. Stefán Björnsson, Seyðisfirði: Þetta verður sjálfsagt svipað. Égreikna meðþvi að Helgi Selj- an verði áfram uppbótarþing- maður og Framsókn haldi sinu. VtSBR t. jó«t (»: „DREIFING HAGVALDSINS GRUNDVALLARFORSENDA ilitð snllli eg Mill styttra eia margir halda" rikið i alræði?” — og: „Hve mikil og hvers konar hagstjórn? ” — og: „Að hvaða marki er lýðræði framkvæmanlegt?” Lausn hans á vandanum er sú, að riki frjálsra manna sé einungis starfhæft, mannréttindi sé einungis hægt að tryggja, ef valdinu sé dreift, einkum hagvaldinu. En hagkerfi þar sem hagvaldinu er dreift, er markaðskerfi, og ófullkomnar eftirmyndir þess eru á Vestulönd- um. Það er auðvitað ekki rök- semd gegn markaðskerfinu, að eftirmyndir þess eru ófuUkomn- ar, heldur hvatning til okkar um að miða umbætur á hagkerfinu við markaðskerfið. Um hvað er valið í stjórnmálum? Seinni athugasemd Ólafs Grimssonar er markverðari. Það skiptir miklu máli, hvaða grein- ingarhugtök eru notuð i stjórn- málum, hvað er borið saman. Ólafur Björnsson notar hugtökin frjálshyggju og alræðishyggju — þá skoðun, að einstaklingarnir eigi sjálfir að taka ákvarðanir i sem flestum efnum, og hina, aö einhver hópur valdsmanna eigi að taka ákvarðanir fyrir einstakl- inga i sem flestum efnum. En hvað getum við borið saman aö mati frambjóðandans? „Valið stendur i raun ekki á milli hag- kerfis einstaklinga eða þjóðnýt- ingar, heldur á milli forræðis fólksins á öllum sviðum þjóðlifs- ins og hins vegar forstjóraveldis i framleiðslu og stjórnsýslu”, segir hann. Þessi lausn er aumleg frá sjónarmiði fræðimanna, þótt hún sé það ekki frá sjónarmiði lýð- skrumara. Hvert er „fólkið?” Ólafur Björnsson gagnrýnir mjög i bók sinni þá, sem nota hóphug- tök (eins og fólkiö) sem einstakl- ingshugtök væru. Hópurinn hefur ekki óskir eða þarfir, heldur ein- staklingarnir, sem i hópnum eru og óskir þeirra og þarfir eru ólik- ar, mennirnir eru ólikir, þó að uppskafningar skilji það ekki. Og hvað á Ólafur Grimsson við með „forræði fólksins?” A meiri hlutinn að taka ákvarðanir fyrir minni hlutann? Auðvitað verður hann að gera það i sumum mál- um, til dæmis öryggismálum. En á meiri hlutinn (eða nefndir i um- boði hans) að taka ákvaröanir um neyzlu fyrir minni hlutann? Það kýs Alþýðubandalagið, þvi að það kýs rikisrekna innflutningsverzl- un, eins og segir i stefnuskrá þess. Það kýs með öðrum orðum að færa valdið frá einstaklingun- um og til einhverrar nefndar. Og stór skrifstofa, stofnun, er nauð- synleg slikri nefnd... Sá grunur læðist að mér, að Ólafur Grims- son kjósi sjálfur „forstjóraveldi” — þar sem hann er sjálfur for- stjóri. Munurinn á forstjóraveldi hans og annarra er sá einn, að hann kallar það „forræði fólks- ins”. En auövitað eiga einstakl- ingarnir að ráða neyzlu sinni sjálf- ir. Og markaöskerfið — þótt i ófullkominni mynd sé — er tæki okkar til þess. Ólafur Grimsson segir einnig, að „forræöi fólks- ins” eigi að vera „á öllum sviðum þjóðlifsins”. Á meiri hlutinn að taka ákvarðanir fyrir listamenn? Og visindamenn? En auövitað eiga listamenn að ráða sköpun sinni sjálfir og visindamenn rannsókn sinni. Þessi frambjóð- andi kemst hættulega nærri lýð- stefnu,, pópulisma, stefnu á al- ræöi meiri hlutans. Kenningarnar og kerfin Ólafur Grimsson telur saman- burð Ólafs Björnssonar á frjáls- hyggju og alræðishyggju ekki raunhæfan. Hvaö getum við borið annað saman? Við getum boriö saman raunveruleg hagkerfi nú- timans eins og frambjóðandinn bendir á i Visi, hagkerfi Banda- rikjanna og hagkerfi Ráð- stjórnarrikjanna, hagkerfi Júgó- slaviu og hagkerfi Sviþjóðar. Hagkerfi Bandarikjanna hefur vinninginn, ef það er gert, þjóðar- framleiðsla á mann á ári (sem er algengasta vogtala lifskjara) i Bandarikjunun er 8 þús. dalir, en sambærileg tala i Ráðstjórnar- rikjunum er 3 þús. dalir. Við get- um einnig boriö saman fræðileg verk hugsuða eins og Hayeks, og Karls Marx. Og verk frjálslyndra hugsuða hafa einnig vinninginn, ef það er gert. A það ber að minna, að Milton Friedman og Friedrich von Hayek hafa báöir fengiðNóbeslverðlaun i hagfræði, og kenning þeirra nýtur siaukins fylgis fræðimanna. Ólafur Grimsson segir: „lraun og veru er ekki til neitt stjórn- eða hagkerfi sem samræmist kenningun Hayeks”. Það er1 einungis hálfur sannleikurinn. Hagstjórn Ludwigs Erhards i Vestur-Þýska- landi var og hagstjórn i Sviss- landi er i anda frjálshyggju. Frjálshyggjumenn flýja ekki frá veruleikanum eins og Ólafur Grimsson sakar þá um. Þeir styðja vestrænt lýðræðisskipulag þótt þeir kjósi á þvi umbætur og miði þær við fullkomið markaðs- kerfi. Róttæklingar og marxsinn- ar flýja frá veruleikanum, þvi að þeir hafna þeirri tilraun, semgerð var til að framkvæma kenningu þeirra i Ráðstjórnarrikjunum, en benda ekki á neitt annað kerfi i þessum heimi. Af kenningu þeirra er engin reynsla önnur en ill. Hvort tveggja er nauðsynlegt: markmið og fær leið. Og Ólafur Björnsson gerir skýran greinar- mun á hinni fræðilegu fyrirmynd sinni og ófullkominni eftirmynd hennar. Hann segir: „En þó að öll þjóðfélög séu þannig blönduð, þá erekki sama, hver blandan er, og er það ástæðan til þess, að þessi bók hefir verið rituð”. Þaö er Ióð- ið. Frelsið eða valdið? Þaö er rétt, sem Ólafur Grims- son segir, að kenningu Marx megi skilja svo, aðhenni svipi til frjáls- hyggju. Siðferðilegar forsendur frjálshyggju og kenningar rót- tæklinga eru svipaðar. Frjáls- hýggjumanninn og róttæklinginn dreymir báða um samlif sjálf- stæðra og hamingjusamra ein- staklinga. En þeir draga ólíkar ályktanir af þessum forsendum. Frjálshyggjumenn telja frelsið bezta tækið til þessa, en róttækl- ingar vaidið. Róttæklingurinn Einar Olgeirsson ,sem er á sama framboðslistanum og Ólafur Grimsson, sagði af þessum sök- um fyrir mörgum árum, að Jósep Stalin, afkastamesti morðingi sögunnar, „hefði metiö mann- gildið ofar öllu öðru” — og hefur ekki tekið orð sin aftur. Ég held, að umsögn Ólafs Grimssonar um bók Ólafs Björns- sonar sé ekki hægt að taka alvar- lega sem visindalega. Hún er sögð i kosningabaráttu hans, og Ólafur Grimsson stundar ekki sannleiksleit, heldur valdabar- áttu. Visindi hans eru „baráttu- visindi” eins og þau, sem Ólafur Björnsson fer mörgum orðum um i bók sinni. Það er ótrúlegt, en satt, að Ólafur Grimsson er pró- fessor I stjórnfræði (að visu ekki ættfræði eins og sumir halda) i Háskóla Islands. V.ið gefum af þessu tilefni Ólafi Björnssyni lokaorðið, en hann segir svo i bók sinni: „Hitt er miklu verra sem i rikum mæli tiðkast við marga há- skóla á Vesturlöndum og jafnvel ekki örgrannt um. að þaö eigi sér stað við Háskóla tslands. að vis- indum i skilningi Max Webers og „baráttuvisindum” sé blandað saman á mjög villandi hátt". |' i ■

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.