Vísir - 30.06.1978, Blaðsíða 11
VISIR
Föstudagur 30. júnl 1978
n
Ferðin var ákveðin fyrir
tæpuári og var upphaflega
ætlunin að hagfræði-
prófessor, sem nú gegnir
embætti menntamálaráð-
herra í hollensku rikis-
stjórninni, færi með
stúdentunum. Síðar var
afráðið að de Wolff
færi með þeim, en hann
er nokkuð vel að sér í ís-
lensku. Aðspurður kvaðst
hann reyndar aldrei hafa
komið hingað fyrr, en
hann hafði hins vegar ætíð
haft mikinn áhuga á
Norðurlöndunum Meðan
hagfræðingurinn var við
nám sitt var helsta tóm-
stundagaman hans að
leggja stund á sænsku og
dönsku. Jafnframt greip
hann dálítið niður í gömlu
norskuna. Síðar fékk hann
Rockefellerstyrk til náms í
Svíþjóð og náði þar full-
komnu valdi á sænskunni.
Islensku skilur hann að
nokkru leyti, en þó miklu
betur gömlu íslendinga-
sögurnar en það tungumál
sem talað er í dag.
Stærðfræðingur og hag-
fræðingur
Pieter de Wolff lagði stund á
hagfræði hjá hollenska Nóbels-
v e r ð 1 a u n a h a f a n u m Jan
Tinbergen. Siðar störfuðu þeir
nokkuð saman, en Wolff hafði
einnig numið stærðfræði.
Hann hefur komið nálægt ýmsu
um ævina, þar á meðal var hann
um lOára skeið forstjóri „Central
Planning Bureau” i Hollandi,
sem hafði það hlutverk að vera
rikisstjórninni til ráðgjafar i
efnahagsmálum.
Fyrir ári siðan hætti hann sem
prófessor, 65 ára að aldri, en hann
hefur ekki látið deigan siga og
situr i ótal nefndum á vegum hins
opinbera.
Wolff kvaðst ekki hafa komið
hingað sjálfur i þeim erinda-
gjörðum að gera úttekt á efna-
hagsástandinu, en hér væri
óneitanlega athyglisvert dæmi
um góða afkomu miðað við gifur-
lega verðbólgu.
heyrast viða. Og það er sjálfsagt
au'ðveldara um að tala en i að
komast.”
Þjóðerniskennd og tor-
tryggni
Hagfræðingurinn kvaðst hafa
orðið einna mest undrandi á þvi
hversu sterk þjóðerniskennd væri
meðal Islendinga. 1 ofanálag
kæmi mikil tortryggni i garð
þeirra þjóða sem sýndu islensku
þjóðfélagi einhverja athygli.
,,Fólkið hér virðist halda að þeir
sem hafa áhuga á að leggja fé i
framkvæmdir hyggist leggja
landið undir sig. bétta kann að
stafa af þvi hversu mikið við-
skipti ykkar hafa beinst að Sovét-
rikjunum og Bandarikjunum.
Lánsfé ykkar hefur lika mikið til
komið frá sömu löndum. búð
mynduð til dæmis tæplega væna
Norðurlandabúa um að sækjast
eftir yfirráðum yfir landinu.” Þá
kvaðst hann lika hafa orðið hissa
á þeirri andúð og tortryggni sem
virtist i garð Alverksmiðjunnar i
Straumsvik. I framhaldi af þvi
innti hann blaðamann eftir þvi
hvort Svisslendingar hefðu sótst
hér eftir verulegum áhrifum.
,,Það má eiginlega segja að þið
standið frammi fyrir þvi hér með
hin miklu náttúruauðæfi, sér-
staklega þó hin óvirkjuðu
fallvötn, að fá erlenda aðila til
samstarfs eða halda ykkar algera
sjálfstæði án nokkurrar aðstoðar
utanaðkomandi. Gallinn er hins
vegar sá að fjölbreytni atvinnu-
lifsins er tæpast nægilega mikil.
Hollenski hagfræðingurinn
með 40 ára reynslu að baki
er undrandi á mörgu hér-
lendis. Mynd: GVfi
Á meðan nægur fiskur veiðist er
þetta i lagi, en hvað gerist ef hin
gjöfulu mið bregðast? Það eru
ótal möguleikar fyrir hendi hér
sem nýtast ekki ef þröngsýni og
tortryggni i garð útlendinga ræð-
ur ferðinni”
Rikisstjórnin valdalítil
Hann kvaðst hafa orðið undr-
andi á þvi hvað rikisstjórnin virt-
ist hafa litla möguleika á þvi að
gripa inn i þegar vandi steðjaði
að. Þetta væri verulega frábrugð-
ið þvi sem tiðkaðist i heimalandi
sinu. Þrýstihópar væru alls stað-
ar og hefðu uppi sinn barlóm ef
ætti að skerða hlut þeirra, en það
væri ekki unnt að hlusta á þá ef
verulegra aðgerða væri þörf.
Hann nefndi sem dæmi þá gifur-
legu fjárfestingu sem ætti sér
stað og orsakaðist mest af verð-
bólgunni. Stjórnvöld i heimalandi
sinu myndu hiklaust gripa inn i og
reyna að beina fjármagninu
annað. Wolff nefndi sem dæmi
islenska flotann, sem að hans
dómi er orðinn alltof stór. „Þarna
er þörf á að skera eitthvað niður,
en ég veit að harmakvein myndu
Verðbólga en góð lífskjör
Verðbólgu þá, sem við er að
glima hér á landi, taldi hann baka
okkur óþrjótandi vandamál.
Hann kvaðst hins vegar hafa
orðið hissa á þvi hversu almenn-
ingur virtist almennt búa við góð
lifskjör miðað við þetta ástand.
Hagfræðingurinn benti á það að
verðbólga i Hollandi hefði farið
upp i 10% og talað hefði verið um
öngþveiti i efnahagsmálum. en
þetta gerðist eftir að hinar miklu
hækkanir urðu á oliuverði. Það
hafi þó tekist að ná henni niður i 4-
5% á ársgrundvelli. tslendingar
geta. að hans dómi, einnig búið
við jafnlága verðbólgu ef tekið
ve.rður af festu á nokkrum þáttum
þjóðlifsins. Fyrst af öllu taldi
hann að yrði að reyna að draga úr
þeirri spennu sem rikti á vinnu-
markaðnum.
A hinn bdginn kvaðst hann vilja
geta þess sérstaklega, að það
væri aðdáunarvert að íslending-
um skuli hafa tekist að halda uppi
fullri atvinnu á meðan atvinnu-
leysi hefur verið höfuövandi
hinna vestrænnu þjóða. Þetta
væri hins vegar orðiö of mikið
þegar fólk ynni orðið 10 stundir
eða meira i eftirvinnu á viku
hverri.
Þá væri það grundvallaratriði
að við efldum verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins. Það yrði að gerast
ef ekki ætti að stefna i óefni. Sér
skildist að heimtað væri úr sjóðn-
um þegar illa áraði en menn vildu
hins vegar ekki greiða i hann þótt
afkoman væri góð. Þetta taldi
hann algera forsendu fyrir þvi að
hér ætti að rikja jafnvægi i efna-
hagsmálum, og jafnframt eitt
sterkasta verðbólguvopnið. Með
þessu móti gætum við fyrirbyggt
hinar gifurlegu sveiflur að ein-
hverju leyti.
Þeirri staðreynd yrði ekki neit-
að að við værum ..veiðimenn”
sem hvorki réðum þvi hversu
mikið aflaðist né verðlagi á
heimsmarkaði. bað væri þvi brýn
nauðsvn. með hagsmuni heildar-
innar i huga, að láta ekki allar
verðhækkanir á mörkuðum okkar
koma fram hér innanlands.
island getur ekki veriö
hlutlaust riki
Jöf nunarsjóöi verður að
efla,og draga úr fjárfest-
ingu
Pieter de Wolff telur fjárfest-
ingarhlutfall okkar af þjóðartekj-
um hærra en éðlilegt megi telj-
ast. 1/3 fari i fjárfestingu hér-
lendis. á meðan til dæmis Bretar
festi minna en 15% og Hollending-
ar i kringum 20%. Hann taldi að
slik fjárfesting væri forsvaranleg
i vanþróuðum rikjum, en ekki i
jafnháþróuðu þjóðfélagi og Is-
landi væri á flestum sviðum.
Hann kvaðst hafa orðið var við
það að töluvert skiptar skoðanir
væru hér á landi um aðild islands
að NATO. Kvaðst hann eiga erfitt
með að skilja það. að menn tryðu
þvi i alvöru að 220 þúsund manna
þjóð sem byggi á landfræðilega
þýðingarmiklum stað gæti tryggt
hlutleysi sitt. Þjóð sem ekki hefði
yfir neinum her að ráða gæti ekki
gætt hlutleysis sins og allra sist
jafnfámenn þjóð og Islendingar.
Hagfræðingurinn lét þess sér-
staklega getið hve það hefði
komið sér mjög á óvart hversu af-
staða þeirra sem hann hefði hitt
til varnarmála mótaðist mikið af
tilfinningu einni en ekki rökum.
Þetta ætti eiginlega jafnt við um
þá sem væru hlynntir áframhald-
andi veru i NATO sem og þá sem
væri þvi andvigir. betta væri hins
vegar mun stærra mál en svo að
unnt væri að taka afstöðu til þess
á þeim grundvelii. tslendingar
vrðu að yfirvega þetta af meiri
skynsemi og með hagsmuni allr-
ar þjóðarinnar i huga. — BA.
stjórnarskipti
Stjórn ólafs Thors 1953-1956, á ríkisráðsfundi með Ás-
geiri Ásgeirssyni.
Hófust þá viöræður Framsóknar-
manna og Alþýðuflokksins.
Þær viðræður leiddu i ljós að
grundvöllur var fyrir viðtæku
samstarfi þessara tveggja flokka.
Framsóknarmenn lögðu þvi til
aö gengið yrði til kosninga þá um
sumarið þar sem samstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn gæti ekki
haldið áfram. Þá ákváðu Fram-
sóknarmenn og Alþýðuflokks-
menn að hafa samstarf i kosning-
unum.
Uppúr stjórnarsamstarfinu
slitnaði endanlega i lok mars og
kosningar fóru siðan fram i júni
1956. Stjórn Ólafs Thors sat sem
bráðabirgöastjórn til 24. júli 1956
en þá tók við samstjórn Fram-
sóknarflokksins, Alþýðuflokksins
og Alþýðubandalagsins.
Stjórn Hermanns Jónassonar, vinstri stjórnin 1956-
1958 á rikisráðsfundi með Ásgeiri Ásgeirssyni.
varnaflokkurinn fékk tvo þing-
menn.
Að loknum kosningunum fór i
hönd timi viðræöna um stjórnar-
myndun. 1 lok júli lýstu báðir
fyrrverandi stjórnarflokkar yfir
áhuga á nýjum viðræðum þessara
flokka.
Viöræðurnar hófust i byrjun
ágúst. Eftir miklar umræður sem
stóðu fram i september náðist
samkomulag flokkanna um
áframhald samstarfsins.
Fyrri stjórn flokkanna hafði að
beiðni forseta Islands Asgeirs Ás-
geirssonar setið við völd á meðan
viöræður fóru fram en Steingrim-
ur Steinþórsson baðst lausnar
ll.september 1953 og féllst forset-
inn á lausnarbeiðnina. f
Jafnframt þvi sem Steingrimur
Steinþórsson sagði af sér á rikis-
ráðsfundi tilkynnti hann að sam-
komulag hefði náðst milli Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
um áframhaldandi samstarf
undir forystu formanns Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafs Thors.
1 hinu nýja ráðuneyti Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins sátu þeir Olafur Thors,
forsætis- og atvinnumála-
ráðherra, Bjarni Benediktsson
dóms- og menntamálaráðherra,
Ingólfur Jónsson viðskipta- og
iðnaðarráðherra. Eysteinn Jóns-
son, fjármálaráðherra Dr. Krist-
inn Guömundsson, utanrikis-
ráðherra og Steingrimur Stein-
þórsson, landbúnaðar- og félags-
málaráðherra.
Þessi stjórn sat þar til á út-
mánuðum 1956. Á stjórnartima
hennar var tvisvar borin fram til-
laga um vantraust á hana en felld
i bæði skiptin. 1 febrúar-mars 1956
voru miklar umræður i Fram-
sóknarflokknum um samstarfið
og vildu menn slita þvi hið fyrsta.
Hörð kosningabarátta 1956
Kosningabaráttan 1956 var
bæði löng og ströng. Alþýöuflokk-
ur og Framsóknarflokkur voru
með bandalag saman svo sem
fyrr segir og buðu ekki fram móti
hvor öðrum. Andstæðingar þeirra
nefndu þetta kosningabandalag
„hræðslubandalagið”.
Umræður spunnust um lögmæti
sliks samstarfs og varð lands-
kjörstjórn að úrskurða um rétt-
mæti þess en var þó ekki á einu
máli um það.
Annað bandalag myndaðist i
kosningunum 1956, Alþýðubanda-
lagið. bar gekk Hannibal
Valdimarsson ásamt fleirum til
samstarfs við Sameiningarflokk
alþýðu — Sósialistaflokkinn.
Allar þessar hræringar settu
sinn svip á kosningabaráttuna og
hleypti lifi og fjöri i pólitikina.
En úrslit kosninganna urðu þau
að Alþýðubandalagið fékk 8 þing-
menn Alþýðuflokkurinn einnig 8
þingmenn, Framsóknarflokkur-
inn fékk 17 þingmenn og Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 19 þing-
menn.
Þjóðvarnarflokkurinn
þurrkaðist út.
Alþýðuflokkinn og Framsókn-
arflokkinn skorti tvo þingmenn til
að ná hreinum meirihluta og urðu
þeir þvi að leita til Alþýðubanda-
lagsins. Viðræður hófust milli
fulltrúa þessara flokka með þeim
lyktum að samkomulag náðist
um stjórnarsamstarf i endaöan
júli.
Forseti Islands Asgeir Asgeirs-
son, fól Hermanni Jónassyni
myndun stjórnar og hún var
skipuð 24. júli 1956.
Ráðherrar voru tveir frá hverj-
um flokki. Frá Framsóknarflokki
Hermann Jónasson forsætis- og
landbúnaðar- og dómsmála-
ráðherra og Eysteinn Jónsson,
fjármálaráðherra. Frá Alþýðu-
flokknum voru þeir Guðmundur I.
Guðmundsson, utanrikisráðherra
og Dr. Gylfi Þ. Gislason, mennta-
mála- og iðnaðarráðherra. Frá
Alþýðubandalaginu sátu i rikis-
stjórninni Hannibal Valdimars-
son, félagsmálaráðherra og Lúð-
vik Jósepsson sjávarútvegs- og
viðskiptamálaráðherra.
Þessi fyrri vinstri stjórn varð
þó ekki langlif þvi upp úr sam-
starfinu slitnaði i árslok 1958.
Stjórnin sat til 23. desember 1958,
er minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins tók við undir forsæti
Emils Jónssonar.