Tíminn - 24.07.1969, Page 9

Tíminn - 24.07.1969, Page 9
FIMMTUDAGUR 24. júlí 1969. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgasofl og Ind'iði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7. - Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. — PrentsmiSjan Edda h.f. Kolkrabbmn Á undanförnum árum hefur okkur verið lofað spam- aði í ríkisrekstrinum á hverju einasta ári- Skipta spam- aðarloforðin í tíð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tugum og hundmðum. Efndirnar á þeim eru sívaxandi ríkisútgjöld samfara stórminnkuðum opinbemm fram- kvæmdum. Bruðlið er víða og slæm nýting er á fjár- magni ríkisins í mörgum greinum. Þar til viðbótar virð- ist hafa þróazt margs konar ósómi, óreiða og misferli í ríkiskerfinu, eins og Tíminn hefur gert að umtalsefni. Það, sem tvimælalaust mun geta valdið mestum spam- aði 1 ríkiskerfinu á næstu ámm er betri nýting fjár- magns og fjárfestingar ríkisins samfara lækkuðum framkvæmdakostnaði en þetta getur einmitt haldizt í hendur, ef skipulega verður að málum unnið. Hér í blaðinu hefur verið bent á það, hve hörmuleg nýting er á fjármagni, vélakosti og mannafla vegagerðarinnar. En það má telja upp ótal fleiri ríkisstofnanir, sem ekki em til nfiinnar fyrirmyndar um skynsamlegan rekstur. Það var yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar í orði, að bjóða út allar framkvæmdir á vegum ríkis- og ríkisstofn- ana, sem unnt væri. Þetta hefur verið illa efnt loforð. Má þar minna á, að verktökum hafa verið afhentar stór- framkvæmdir t. d. í vegagerð án útboðs og látnir vinna fyrir reikning. íslenzkum fyrirtækjum var bannað að bjóða í verkefni við nýjar framkvæmdir Kísilgúrverk- smiðjunnar, og fleiri dæmi mætti nefna. Ríkisstofnanir hafa fjárfest fyrir hundruð milljóna í vélum og tækjum, sem em í mjög slæmri nýtingu og mannafla er haldið á launum allt árið til að starfrækja þessi tæki stuttan tíma á ári. Enginn vafi er á því, að stórkostlegum sparnaði mætti koma á með sameiningu tækja-, véla- og viðgerðardeilda þessara ríkisstofnana í eina öfluga og vel skipulagða stofnun. Slíka stofnun ætti síðan að byggja upp og starfrækja á þann hátt að haft yrði að meginsjónarmiði að aðlaga hana þeirri stefnu, að sem mest af framkvæmdum ríkis- og ríkisstofnana yrði boðin út, en þessi stofnun gripi inn í þar, sem ekki væru skilyrði fyrir héndi eða erfitt að koma við útboð- um. Með þessu ynnist allt í senn: Betri nýting fjármagns ríkisins, auknar framkvæmdir, meiri framleiðni og bætt vinnubrögð og þar með lægri framkvæmdakostnaður. Þegar þessi mál eru rökrædd virðast menn flestir sammála um að þetta hljóti að vera skynsamlegasta stefnan. En það sem vantar hjá núverandi ráðamönnum er kjarkur til að ráðast gegn kolkrabbanum í ríkiskerf- inu, sem teygir anga sína í allar attir. Það má nefna hin- ar mörgu ríkisstofnanir, sem vinna að framkvæmdum og mannvirkjagerð, og allar eru með fjárfestingu í vél- um og tækjum upp á tugi og hundruðir milljóna, sem mjög illa er nýtt sem og mannaflinn í kringum þetta. í ríkum mæli er hér um skyld eða svipuð tæki að ræða. Það má nefna vegagerðina, vita- og hafnarmálastjóm, vélasjóð, raforkumálastjóm og rafmagnsveitur, flug- málastjóm og fl. Svo er það Landsmiðjan, sem einmitt átti að veita ríkisstofnunum viðgerðaþjónustu. Það fyr- irtæki er nú að fara á hausinn ve-gna verkefnaskorts! Ferðakostnaðurinn við framkvæmdaeftirlitið er vegna þessa margfalda kerfis ofboðslegur, eins og komið hefur til umræðu vegna skrifa um húsameistaraembættið sem er einn angi krabbans. Allt þetta efirlit ætti auðvitað að sameina í verkfræðistofur ríkisins, eina í hverjum fjórðungi, sem jafnframt framkvæmda eftirliti veitti landshlutanum nauðsynlega þj'ónustu í verkfræðilegum efnum. En höfuðstefnan ætti að vera útboð í öllum þeim greinum, sem unnt er, og sníða vélaeign og mannahald ríkisins í samræmi við það. TK TIMINN ÚR „THE ECONOMISr Jugðslavar eru frjálsari en aörar Austur-Evrópuþjóðir Aðgát verður þó að hafa vegna sambúðarinnar við Rússa og eiga stjórn- arvöld landsins stundum í vök að verjast vegna kvartana þeirra und- an opinskárri gagnrýni í blöðum landsins EINU simni endur fyrir löngu var gefið út í Belgrad dagblað, sem hét Borba, og þar var birt stefna kommúnista flokks Júgóslavíu í málum þeiim, sem á dagskrá voru hverju sinni. Hverjum þeim, ?em kæmi þangað nú, eftir 'nargra ára fjarveru, þættu íitkil umskipti á orðin. Hon- am veittist ekki auðvelt að rornast á snoðir um hina sam- jykktu afstöðu flokksins I inn- inlandsmálum, jafnvel þó að lenni væri ti! að dreifa, sem dó er sjaldgæft í Ji'vgóslavíu nú orðið. Hennar væri jafnvel sfzt að leita f Borba, sem ekki er framar málgagn flokksins, en skynsamlega og vel skrifað blað, Waftamennirnir sýnilega margfróðir og engu síður á önd verftum meiði við rikisstjórnina en aðrir blaftamenn, ef svo ber undir. Kunnur, júgóslavneskur sendi maður erlendis, kom þangað heim fyrir skömmu. eftir margra ára dvöl erlendis. Hon um veittist svo erfitt að kom- ast að afstöðu rfkisstjórnarinn- ar að hann spurði einn af leið- togunum, hvar henna-r væri að leita. Sá. sem spurður va-r, gerði ekki a-nnað en yppa öxl- u-m. Sérhver stjórnmálamaður í Júgóslavíu veit. að hann verðuir að læra að sætta sig við s-krif blaðann-a. sem eru ?agnrýnin og sýn-a yfi-rvöldun- mm litla virðin-gu. Hann veit ii dæmi-s. að þó að hann haldi •æðu ein-hverja helgin-a verður vkki sagt rækiliega frá ræðu íans (nema hann sé Tító sjálf ir) eða j'afnvel minnzt á hana, lema hann hafi eitthvað nýstár egt og eftirtektarvert að segja Fyrr á tíð gat forustu-maður í stjórnm-álum i Júgóslavíu komi-s-t af með það oitt að flytja ræður, en nú vr i þeir að sætta sig»við harðar rök- deilur i sjónvarpi og undirbún ingisla-us viðtöl blaða- og út- varpsmanna. VENJULEGUR júgósl-avn-csk jr þegn er auðvitað í sjöunda aimni yfir hinurn fjörlega skrif iðu blöðum og þeirri m-eðferð æm leiðtogarnir sæta þar. Somi svo fyrir, að bla-ðið hans :é leiðimlegt, þarf hann ekiki annað en að snú-a sér að sjón- varpinu — og hann getur horft og hlustað á verulegan hluta af dagskránni frá ítaiíu og Austurríki, — eða gripið eitt af „djöirfu" ritun-um, sem fuiit er orðið af á blaðsölustöðum í Júgóslavíu u-pp á síðkastið. Það eru Rússai’ einir og bandamenn þeirra í Varsjár- bandal-aginu, sem firtast við hispursleysi og hlífðarleysi blaðanna í Júgóslavíu, jafnve-1 þó að gagnrýninni sé ekki beint að þeim, heldur stjórnmála- mönnunum í Júgóslavíu sjálfri I Belgrad er sífellt verið að segja frá opinberum og óopin berum mótmælum ein-hvers af sendiráðum Austu-r-Evrópuríkj TITO anna. Starfsmenn þeir-ra neita að taka til greina þær skýring- ar stjórnarvaldanna, að þau hafi alls ekki á valdi sínu að breyta neinu, sem blaðamenn vi'lji segja. Satt að segja myndi þvælast fyrir rikisstjórninni að banna blað eða tímarit í Júgósl-avI’U. Hún á við nokkra-r óvinsældir að glíma á hverjum tíma og á eng-an veginn víst, að dómstól- arnir fari að viilja henn-ar. Júgóslavnes-k blöð og tkn-arit eru ekki að staðaldri til sölu í öðrum löndum Austur- Evrópu, en ferðamenn, verzl- unarerindrekar og stúdentar, sem ei-ga 1-eið um Júgós-lavíu, komast ekki hjá því að gera samanburð á andrúmsloftinu þar og í heimalandinu. JÚG0SLAVAR geta þó ekki látið eins og velvilji Rússa sé þeim einsskis vi-rði. Innrás- in í Tékkóslóvakiu eíldi mjög eininguna innan Júgóslavíu, en hún hefur eigi að síður leitt til stjórnmálaeinangrunar lands- ins. Fu-ndu-r full-tirúa hin-na hlut 1-ausu ríkj-a, sem hal'dinn var þar á dögun-um tii u-ndirbúnin-gs atoennri ráðstofnu þeiirra síð- ar, var vi-ðOeitni til að rjúfa þessa einangrun. Sambandið er ágætt bæði í stjórnmálum og viðskiptum við mörg hinn-a vestrænu ríkja, einkum þó ítalíu og Austurríki, en Júgó- slavar eig-a í verul-egum efna- hagserfiðlei-kum með útflutnin-g sinn ti/1 landanna, sem eru í Efnahagsbandai'agi Evrópu. — Jafnvel þó að takast mætti að kippa þessu í lag væri enn við ýmsa erfiðleika að stríða fyrir þann iðnað í landinu, sem hlýt- ur óhjákvæmilega að t/reysta á m-arkað f þei-m rikjum Aust- ur-Evrópu, sem eru skemmra á veg komin í efnahagsþróun. Afstaða Rússa tii Júgóslava ber þess merki, að þeim er þett-a að nokkru leyti ljóst, og hún er því að sumu 1-eyti skynsamdegrl og sveigj anl-egri en stefna Krustjoffs var, hvað þá stéfna Stalíns. Rússar virð- ast gefa Júpóslövum kost á bættri samúð, eða að minnsta kosti vopnahléi j rökdeilunum. Benediktov, sendiherra Rússa í Belgrad, hefur heimsótt Tító að minnsta kosti tvisvar síðan um miðj-an maí. Sa>gt er, að hann hafi vikið að hugsanlegri komu rússneska uta-nríkisráð- herrans ti-1 Belgra-d, au-k þess sem han-n kvartaði um leið und a-n skrifum í júgóslavneskum blöðum. ÞETTA kann að gera leið- togum Júgóslava erfi-tt fyrir á ýmsan hátt. Þeir geta að vísu sem bezt haft nokkurt taum- haild á skrifum í blöðum um hin mi'kilvægustu stefn-umál, þrátt fyrir frjálsræði-ð, en al-lt öðru máli gegnir um fu-li-kom- inn m-úl á blað-amen-nina, ei-ns og Rússar helzt vlja. Ríkis- stjórnin verður a«ð taka veru- legt ti-Hit tiil afstöðu ataenn- in-gs, ekki sízt þeirra þúsund-a félaga í kommúnistafllokknum, sem fordæma innrásina í Tékkó slóvakíu og ófrjá'lslynda stefnu Rússa yfirdeitt, og vilja ha-lda áfram að lýsa því yfir í heyr- anda hdjóði. Þarn-a er ekki a-ðeins um grundvallarkenningair að ræða, heldur beina stjórnmálanauð- syn. Flokkurinn á auknar vin- sældir hi-n síð-ustu ár fyrst og íremst því að þakka, hve vel hefur lánast m-eð umbætur í efnaha-gs- og stjórnmálum, sem eru greinillega öllum almenn- i-ngi til hagisbóta. Þessar um- bætur hefðu a-ldrei komizt á ef ekki hefði notið við árvekni í eftirrekstri af hádfu óþodin- móðra bl-aðamanna í Júgó- slavíu. BÆTT sambúð Júgóslava og Rússa hefur á undangen-ginni tíð jafna-n leitt ti'l þess að orðið h-efur að fórna bæði frjálelyndi í stefnu og mönn- um, sem höfð-u orðið Rússum sérstö-k hneykslunarhella, svo sem Midovan Diid-as og Miha.ilo Mihajlov. Brottviknin-g Momcilo Pud-ar fréttastjóra Tanju-g fréttastofunnar í júni hlýtur því að vekja óvinsældir. (Látið er í veðri vaka af kurteisi að hann hafi sa-gt upp sta-rfin-u). Skömrnu áður en heimsráð- stefn-a kornmúnista hófst í Moskvu skrifað-i Pudar harð- orða grein, þar sem hann skýrði afstöðu Júgóslava til ráð stefnunnar og rakti óstæður þess, að þeir tóku ekki þátt í henni. Lesendur tóku grein Pudars ágætlega, en forusta flokksins hafnaði henni um- svifalaust á þeto forsendum, að hún væri einhllða og ekki I sam-ræmi við yfirlýsta stefnu flloikksins, en hún var að forð- ast allar deil-ur, að minnsta kosti þar til að ráðsitefnan væri um garð gengio. Sennilega lítur ríkisstjórnin svo á, a-ð hún hafi slakað nokk uð til Rússum tiil þóknunar. En margir Júgóslavar efast um að rétt hafi verið að láta und- an Moskvumönnum, þó ekki Fram-hald á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.