Vísir - 26.07.1978, Page 2

Vísir - 26.07.1978, Page 2
msiK spyr Hlakkar þú til aö fá sjón- varpiö aftur? r*. Stefán Almarsson, bakari: Nei, ég hef veriö á móti sjónvarpi frá þvi aö ég var litill. Þá sat vinur minn alltaf fyrir framan sjón- varpiö og hann situr eins, enn þann dag i dag. Asgeir Gunnarsson, bakara- sveinn: Jú ætli það ekki. Ég er með delluna. (Dreymir um að verða sjónvarpsstjarna). Lilja Sveinbjörnsdóttir, húsmóð- ir: Svona alveg eins. Nei, ég hef ekkert saknað sjónvarpsins. Jórunn Andersen, húsmóðir: Já. Það verður gott að fá fréttirnar aftur og svo ýmsa framhalds- þætti, sem maður horfir á. Lóa Sigurgeirsdóttir: Já ég hlakka voöalega mikið til. Sjón- varpiö styttir manni stundir og það er mitt lif og yndi. Miövikudagur 26. júli 1978 VISIH Heimsmeistaraeinvísið í skók: Endurtekning á jafntefli nr. 2 Fjórðu einvlgisskákinni á Fil- ippseyjum lauk með jafntefli og var hún að mestu endurtekning á 2. skákinni. Kortsnoj kom þó með óvænt bragð I 14. leik og hefur það sjaldan sést á skák- mótum. Minnistæðastur er þessi leikur úr skák þeirra David Bronsteins og Salo Flor I Moskvu árið 1944. Karpov hafði hvitt i skákinni i gær en átti ekkert svar við hin- um óvænta leik Kortsnojs. Heimsmeistarinn bauð jafntefli i 19. leik. Fyrstu 13 leikirnir fóru fram i miklu hasti eða á sjö minútum, eneftir 14. leik Korts- nojs tók Karpov sér umhugsun- artima i 39 minútur. Út úr þvi kom þó ekkert annað en jafn- tefli. Eftir þetta fjórða jafntefli i röö eru menn farnir að bera þetta saman við einvigið 1927 þegar heimsmeistarinn Jose Capablanca tapáði titlinum til Alexanders Alekhine. Það var mikið maraþoneinvigi þar sem tefldar voru 34 skákir og nú spá þvi margir að einvigið á Fil- ippseyjum standi allavega I þrjá mánuöi. Hér sitja kapparnir yfir einni jafntef lisská kinni ■*— -------------m. 1 fjóröu skákfnni beitti Kortsnoj spánska leiknum til varnar alveg eins og i annarri skakinni og fyrstu 13 leikirnir voru nánast endurtekning frá þeirri skák. Þegar Kortsnoj fór meöbiskupinnáh5i 14.1eiknum i stað þess að leika peðinu einsog i 2. skákinni, var það sem Karpov hugsaði I 39 minútur áð- ur en hann færði peð á h3 I 15. leik og siðan endaöi skákin meö jafntefli i 19. leik eins og áöur sagði.. -SG Hvítt: Karpov Svart: Kortsnoj Spánski leikurinn l. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.0-0 Rxe4 6d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10.Rbd2 0-0 11. Bc2 Bf5 12. Rb3 Bg4 13.Rxc5 Rxc5 14. Hel Bh5 15. h3 He8 16. Bf4 Re6 17. Bd2 Rc5 18. Bf4 Re6 19. Bd2 jafntefli Skákinni lauk þó áöur en timinn fyrir jógurtina var kominn. Stórmeistarar og fréttamenn eru farnir að kalla þetta mál „Kortsnojs com- plaint”, en með úrskurði dómarans er vonast til að þessu makalausa máli sé lokið. Kortsnoj borðar eina dós af kaviar fyrir hverja skák og segir að það skerpi heilasell- urnar. Siðan tekur hann meö sér súkkulaöi og te á hitabrúsa að skákborðinu. —SG Fjólublá Það eina sem hefur lifgað upp á fréttir frá jafntefliseinviginu á Filippseyjum er striðið um jóg- urtina hans Karpovs. Hefur Kortsnoj haldið þvi fram að vissar visbendingar geti verið fólgnar i þvi þegar Karpov er færð jógurt meðan á taflinu stendur. Aðaldómari einvigisins, jógúrt Lothar Schimd kvað upp þann úrskurð áður en fjórða skákin hófet, að einkakokkur Karpovs mætti Utbúa fjólubláa jógurt sem þjónn mætti siðan færa Karpov nákvæmlega klukkan 7.15 (staðartlmi). Hins vegar mátti ekki breyta um lit eða bragð á jógurtinni nema skýra frá þvi. Þorskurínn verður tíundi ráðherrann Eflaust heröir það á þeim, sem sitja nú meö sveittan skall- an viö að mynda Ihaldsstjórn, aö landburöur er af fiski hvar- vetna, þar sem veiðar eru stundaðar, og virðast hinar póli- tisku hrakspár Ilafrannsóknar- stofnunar þar með úr sögunni sem viðfangsefni stjórnvalda. Samdráttarstefna hinnar nýju ihaldsstjórnar, sem kallast mætti Rósamunda I höfuöiö á rós Alþýöuflokksins og Guð- mundi J., sem bilaði á útflutn- ingsbanninu, kemur alveg eins og kölluð ofan i fiskiriið, og viröist raunar ekkert eftir annaö en undirrita hinn ihalds- sama stjórnarsamning, þar sem samdráttur opinberra fram- kvæmda er efstur á btaði. Einn gleggsti og ágætasti maöur, sem fæst viö útveg um þessar mundir, GIsli Konráös- son á Akureyri, segir I Tim- anuro i gær: ,,Þaö hefur alltaf veriö min skoðun, að „svarta skýrslan” svonefnda hafi veriö alltof svört”. Kemur þetta sjónarmið Gisla heim viö þær grunsemdir, að álitsgerðir Haf- rannsóknar stofnunar um eyddan þorskstofn við strendur landsins hafi fyrst og fremst verið settar fram til aö valda Matthiasi Bjarnasyni, sjávarút- vegsráðherra erfiöleikum og raunar fráfarandi stjórn allri. Matthias skildi aö visu hvar fiskur lá undir steini hjá Haf- rannsóknarstofnun og lét ekki pólitískar vifilengjur undir visindalegu yfirvarpi villa sér sýn. En ástæöa væri nú til aö rifja upp allt þaö heljarþras, sem stjórnarandstaöan hafði uppi út af „útdauöum” þorski á islandsmiöum. Fullur sjór af fiski kemur sér vel fyrir þá örvæntingarfullu menn, sem nú sitja viö að mynda ríkisstjórn, eftir kosn- ingasigra, sem settu þá í alvar- • egan bobba. Viöræöur um stjórnarmyndun beinast af þvi- likum krafti að „vandamálum” þjóöfélagsins, að fyrstu drögin að stjórnarsáttmála fjalla um niðurskurð framkvæmda og að- þrengingar I lánamálum, alveg eins og viö höfum veriö stödd spönn frá heimsendi. Talið er að ráöherrar Rósa- mundu veröi niu talsins, þrir frá hverjum flokki. En það er að koma stööugt betur I ljós, aö ráðherrarnir verða tiu, þvi nú er þorskurinn kominn inn I mynd- ina.og eigi fyrirferöarlitill. Ætti Rósamunda að sýna honum þá virðingu að hafa einn ráðherra- stól auöan i þingsal, svo aUir megi skilja hver það hafi verið, sem blfs lifinu I nasir Rósa- mundu. Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar situr svo eftir með sárt ennið og „svarta skýrslu” hinnar pólitisku Hafrann- sóknarstofnunar, sem fer nú bráðlega að búa til nýja og lit- fegurri skýrslu handa Lúðvik. Rikisstjórn Geirs lagöi ofur- kapp á aö viðhalda fullu at- vinnulifi i landinu, og það tókst með þeim harmkvælum, að stór hluti kjósenda sneri við henni baki. Næsta stjórn þarf aftur á móti ekkert að hafa fyrir þvi aö halda viö fullu atvinnulifi. Hún getur skoriö niður fram- kvæmdir aö vild, jafnvel brýr á tólfta stólpa, án þess að nokkur maður verði þess var. Fram að síöustu héldu menn, af þvl opinberir sjóðir voru tómir, að næsta ríkisstjórn yrði að ganga fyrir neyðarópum. En fyrsta neyðarópið, sem heyrðist, barst frá Akureyri. Þar varö aö kalla fólk til vinnu úr sumarleyfum, af þvi þar var landburður af fiski. Svona geta duttlungar örlaganna verið. Kannski kommarnir fari að hressast I viðræðunum um stofnun Rósamundu. Þeir hafa yfirleitt ekki viljað fara i stjórn nema allar fjárhirslur væru fullar. Þannig fengu þeir ein- hverju að eyða. Þeim er auð- vitað sama þótt I staðinn komi sjór fullur af fiski. Jafnvel Guð- mundur J„ fyrrverandi lands- stjóri, hefur aflétt löndunar- banni i von um að einhverntlma veröi eitthvað gert I launa- málum. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.