Vísir


Vísir - 26.07.1978, Qupperneq 3

Vísir - 26.07.1978, Qupperneq 3
3 VXSIK Miðvikudagur 26. júli 1978 Áningastaður SVR á Hlemmi: Sölubúðir opn- aðar 12. úgúst Stefnt er að þvi að verslunaraðstaðan sem leigð var út á áningar- stað SVR á Hlemmi verði opnuð 12. ágdst n.k. að sögn Kjartans Arnar Sigurðssonar skrifstofustjóra hjá Innkaupastofnun Reykjavikurborgar. Sem kunnugt er ákvað borgarstjórn i siðustu viku að leigja ekki út aðstöðu til sælgætissölu og færi SVR með þann rekstur. Sagði Kjartan að gert væri ráð fyrir þvi að sæl- gætissalan hæfist einnig á sama tima. Hins vegar yrði einhver dráttur á að veitingasal'an byrjaöi. Kjartan sagði að ákveðið heföi verið að farmiða- salan færi fram i sælgætissöl- unniog viö það losnaði um 6fer- metra rými sem ætlaö hefði verið til þeirra nota. Ekki hefði verið ákveðið til hvers þetta rými verður notað en rætt hefði verið um að þar gæti orðið að- staða fyrir vörð eða komið yrði upp sameiginlegri aöstöðu fyrir starfsfólk verslananna. Samkvæmt gögnum frá Inn- kaupastofnun var hæsta tilboð i leigu á sælgætissölu 275 þúsund krónur á mánuöi eða 26.563 krónur á hvern fermetra. önnur aöstaöa sem leigð verður út önnur en nefnd hefur verið hér að ofan er til sölu á ljúfmeti (ávöxtum, grænmeti, áleggi, brauðvöru, mjólkurvöru o.f 1.), snyrti- og hreinlætis- vörum, blóma- og gjafavörum, leikföngum, blöðum og bókum, skyndimyndum ljósmynda- vörum o.fl. og issala. Leigutimi verður 3 ár, en fyrirframgreiðsla er 1 ár. I gögnum Innkaupastofnunar- innar kemur fram aö heildar- leigutekjur af áningarstöö SVR verða 1.235.711 krónur á mánuði. —KS Fundar sjálfstœðis- manna í kvöld beðið með eftirvœntingu Heimdallur, samtök ungra s jálfstæðismanna, gengst fyrir fundi fyrir allt sjálfstæðisfólk i Valhöll I kvöld. Er ekki iaust við að fundarins sé belSÖ með tals- veröri eftirvæntingu, þar sem fundurinn er fyrsta tækifæri fiokksmanna til að beina fyrir- spurnum til forystumanna Sjálf- stæðisflokksins. Tveir yngri mannanna, þeir Daviö Oddsson, borgarfulltrúi, og Friðrik Sophusson, alþingismað- ur, munuhafa framsögná fundin- um. Siðan munu sitja fyrir svör- um, þeir Geir Hallgrimsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thoroddsen, varafor- maöur, auk Alberts Guömunds- sonar, Birgir ísleifs Gunnars- sonar og Ragnhildur Helgadóttur. Umræöum mun stýra Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur. Yfirskrift fundarins er Sjálf- stæðisflokkurinn, staða hans I nú- tið og framtið. Fundurinn er op- inn öllu sjálfstæðisfólki. Kjartan Gunnarsson, formaður Heimdallar, sagði I samtali viö Visi I gær, að fundurinn væri haldinn til þess, að gefa sjálf- stæðisfólki tækifæri til að ræða við forystumenn flokksins, og heyra þeirra viöhorf. Vonast væri til að fjörugar umræður yröu, og gagnleg skoðanaskipti. Fundarins hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu, og er búist við snörpum umræðum, ekki hvað sist eftir harðorðar yfirlýsingar Alberts Guðmunds- sonar i Db. og Tlmanum I gær um Morgunblaðið og fleira. —AH Hvermg er að búa ó eldfjalli? Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur flytur fyrirlestur annað kvöid, i Norræna húsinu um það hvernig það sé að búa á eldf jalli. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og nefnist ,,At leva pa en vulkan”. Norræna húsið hefur tekið það upp I dagskrá sina að hafa opið hús á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 þar sem fluttir verða fyrir- lestrar og sýndar kvikmyndir. Þessi dagskrá er einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndun- um, en auðvitað er öllum heimill aðgangur. Mótmœla í Hveragerði Hveragerði 17. júli 1978. Nokkrar konur i Hveragerði komu saman til að ræða um fegr- un og snyrtingu þorpsins. Enn- fremur varrætt um þau vandræði er skapast af lausum hundum og villiköttum. Konurnar sam- þykktu aö skoraá hreppsnefndina að framfylgja nú þegar gildandi reglugerðum um hundahald og búfjárhald innan þorpsins. Auk fyrirlesturs Dr. Sigurðar Þórarinssonar verður sýnd kvik- mynd um Surtseyjargosið sem Osvaldur Knudsen geröi á sínum tima. Þess má geta að i anddyri Nor- ræna hússins er sýning á mynd- um og munum i eigu hússins. Sumarsýning er i kjallaranum á verkum Asgrims Jónssonar, Braga Asgeirssonar og Sverris Haraldssonar. Sýningin er opin til kl. 22 fram til 30. júli. Kaffistofa Norræna hússins er opin til kl. 23.00. ÞJH hundum Þar sem núverandi ástand er óviðunandi. Má I þvi sambandi benda á tið hundsbit á börnum. Konurnar ræddu Hka um allskon- ar óþrifnaö, svosem hauga, bil- hræ og annað þviumlikt, sem geturverið stórhættulegt börnum aö leik. Lika má benda á hitarör sem viða eru óvarin og hafa valdið bruna. Það var einróma sam- þykkt kvennanna aö skora á hreppsnefndina að hún tæki þessi mál til alvarlegrar athugunar. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.