Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 26. júli 1978 visœ
„Ljúffengum landbúnaðar-
afurðum skellt á grillið"
Framsóknarmenn á ferð i Flatey
Ungir framsóknar-
menn i Kópavogi brugðu
sér um siðustu helgi i
dálitið ferðalag út fyrir
meginlandið.
Heimsóttu þeir Flatey á
Breiðafirði, og voru meö i för
tæplega fimmtiu manns. Aöur en
haldið var út i Flatey var þó kom-
ið við i Berserkjahrauni eina nótt.
Gömlu húsin í Flatey voru skoð-
uð og vöktu mikla hrifningu.
Ferðafóikið var orðið glor-
hungrað þegar snúið var heim i
tjaldþorpið i Berserkjahrauni
eftir reisuna, og var þá pylsum
og öðru góðgæti skellt á grillið.
Myndir GVA j
Tjöldum var slegið upp i hrauninu
á föstudagskvöldið, og eftir góöa
næturhvild hélt hópurinn til
Stykkishólms og steig þar á
skipsfjöl flóabátsins Baldurs,
sem kemur við i Flatey á leið
Varðeldur var tendraður um kvöldið og sungið og leikið á alls oddi.
sinni yfir fjörðinn að Brjánslæk.
Eyjan var skoðuð i krók og
kring og vöktu gömlu húsin þar
mikla hrifningu manna. Siðdegis
kom svo Baldur aftur við i eynni
og flutti „hressa og ánægða fram-
sóknarmen til baka til Stykkis-
hólms” eins og Gunnar ljósmynd-
ari komst að orði, en hann tók
meðfylgjandi myndir.
Tjaldþorpið var enn á sinum
stað þegar ferðafólkið kom aftur i
Berserkjahraun. Voru þá allir
orðnir hungraðir eftir reisuna, og
þvi engar vöflur hafðar á, heldur
„ljúffengum landbúnaöarafurð-
unum skellt á grillið,” varðeldur
tendraður og leikið á alls oddi
fram á nótt.
—AHO
UngirFramsóknarmenn I Kópavogi skruppu i ferð til Flateyjar um
siðustu helgi, en á leiðinni var tjaldaö I Berserkjahrauni. Gunnar
ljósmyndari fór með I feröina og tók þá þessar myndir.
OPNAISYNINGAHOLLINNI
Ársalir opnuöu á laugardaginn íSýningahöllinni á Ártúnshöfða alhliða sölu á bílum
ogbátum, nýjum ognotuðum, ogþegarfram ísækiröðrum eignum og vörum
Ekkert innigjald_______________________________
Ársalir bjóða yðurglæsilegustu verzlunarsalarkynnilandsins tilÓKEYPISafnota
þegar þér viljið selja bíl eða bát
Setjið bílinn á skrá___________________________
Starfslið A rsala mun leggja sigfram og veita yður beztu þjónustu sem völ er á.
Símar okkar eru 81199 og 81410
O
o
COi
o
c 3