Vísir - 26.07.1978, Side 10

Vísir - 26.07.1978, Side 10
10 Miövikudagur 26. júli 1978 VISIR VÍSIR útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: DavI6 Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritst jórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjðn meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrln Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Haf steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla S. Verö i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Hallœrið í góðœrinu íslenskt efnahagslíf hefur sjaldan einkennst af jafn miklum þverstæðum eins og um þessar mundir. Á annan veginn blasir við stöðvun f iskvinnslunnar vegna rekstrarörðugleika, verðjöfnunarsjðður, sem ekki getur staðið við skuldbindingar sínar og Seðlabanki, er ekki hefur fjárráð til þess að standa undir lögbundnum af- urðalánum til atvinnuveganna. Á hinn veginn horfa menn á landburð af fiski. En það heyrir til fáheyrðra tíðinda. Menn hafa einnig fyrir aug- unum tölur um hæsta afurðaverð á erlendum mörkuð- um, sem um getur. Þrátt fyrir þessi góðu ytri skilyrði stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegum efnahags- legum vandamálum. Meðan smám saman hefur sigið á ógæfuhliðina hafa ekki verið gerðar sérstakar athugasemdir við, að einn stjórnmálaflokkanna héldi með gerræðisvaldi við út- flutningshaftakerfi. Þessi útflutningshöft voru sett á í þeim tilgangi að knýja á um framkvæmd launamála- stefnu Alþýðubandalagsins, sem felur það í sér að bæta lífskjörin með verðlausum krónum. Við þessar aðstæður ræða menn um það í f ullri alvöru að ekki megi lækka gengi krónunnar. Fara verði nýjar leiðir til lausnar þeim vanda, sem við er að etja. Nokkrir stjórnmálamenn sitja meira að segja á rökstólum við stjórnarmyndun með þessa kenningu að leiðarljósi. Engu er líkara en menn átti sig ekki á því, jafnvel ekki reyndir stjórnmálamenn, að það er fyrir löngu búið að taka allar ákvarðanir um gengisfellinguna. Verðgildi krónunnar hefur verið að hrapa stöðugt frá því að sól- stöðusamningarnir voru gerðir fyrir ári. Héðan af verð- ur því ekki breytt. Menn verða að horfast í augu við, að gengi krónunnar er fallið. Það á aðeins eftir að taka ákvarðanir um skráningu krónunnar í samræmi við raunverulegt gengi hennar. Gengisskráningarákvörðunin er aðeins af leiðing af verðbreytingu krónunnar, í þessu tilviki enn einu verðfalli hennar. Það er ein þverstæðan til viðbótar sem landsmenn hafa fyrir augunum um þessar mundir, að þeir sem nú segjast hafna gengisfellingarleiðinni gengu harðast f ram í þvi f yrir ári að taka hinar raunverulegu gengis- fellingarákvarðanir. Þá þótti sjálfsagt að hækka kaup- gjald um 70 til 80% á grundvelli 7 til 8% aukningar þjóðartekna. Það var gengisfellingarákvörðunin. Afleiðing þessarar ákvörðunar er sú, að við stöndum frammi fyrir þvi að þurfa að skrá gengi krónunnar í samræmi við verðrýrnun hennar. Þeir sem vilja snúa af gengisfellingarbrautinni verða að átta sig á því að það verður ekki gert nema með því að halda útgjöldum þjóð- arinnar í samræmi við tekjurnar. Þeir sem nú krefjast þess að gengisfellingarsamn- ingarnir frá því í fyrra haldist óbreyttir í gildi eru þeir einu, sem í raun og veru vilja fara gengisfellingarleiðina i gegnum vandamálin. Það skiptir engu máli þó að menn neiti að skrá gengi krónunnar rétt. Vandamálin, sem hljótast af verðrýrnun hennar eru þau sömu eftir sem áður. Hættulegast af öllu er, ef mynduð verður ríkisstjórn, sem heldur óbreyttum öllum þeim ákvörðunum, er leitt hafa til verðfalls krónunnar. Þá heldur hallærið í góðær- inu áfram, þó að kaupa megi gálgafrest enn einu sinni með seðlaprentun. Baráttan við nátt- úruöflin stendur án af- láts i Mývatnssveit. Nýlega var þar tekin i notkun ný þró fyrir Kisiliðjuna en þær þrjár sem upphaflega voru gerðar hafa skemmst i jarðhrær- ingum. Nýja þróin tekur um 300 þús- und fermetra sem er jafnmikiö og þær gömlu tóku allar til sam- ans. Hún er nokkuð fjær verk- smiðjunni og telja jarðvisinda- menn hana á nokkuð öruggum stað. Ef hraun kemur upp i Bjarn- arflagi er Kisiliðjunni hætta bú- in og þvi hefur verið byggður umhverfis hana mikill varnar- garöur. Vésteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri, sagði I stuttu rabbi við Visi að þessi garðurdygði sjálfsagtekki mik- ið ef stórgos yrði á þessum slóð- um en það þætti sjálfsagt að vernda verksmiðjuna eins og hægt væri. Uppi á varnargaröinum er svo mikil vatnsleiðsla sem ligg- ur niður i Mývatn. Með henni á að reyna hraunkælingu,eins og gert var i Vestmannaeyjum;ef til kemur. —ÓT. Varnargarður með vatnsleiðslu ofan á liggur í kringum verksmiðjuna. Ef þarna verður gos á að reyna að kæla hraunið eins og gert var í Eyjum. Vísismyndir —ÓT. Peysur fyrir 160 milljónir til Sovét: Þegar búið að fram- leiða upp í samninginn Nýlega var gengið frá sölu- samningi á 51.000 ullarpeysum til Sovétrikjanna. Peysurnar eru prjónaðar á Prjónastofunni Heklu á Akureyri og er söluand- virði þeirra um 160 milljónir króna. Hjörtur Eiriksson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambands islenskra samvinnu- félaga á Akureyri sagði i viðtali við Visi aö enda þótt þessi samningur væri mjög ánægju- legur þá þyrfti meira til ef kom- ast ætti hjá samdrætti i starf- semi iðnaöardeildarinnar á Akureyri. Ofangreindur sölu- samningur hefði verið á döfinni fyrr á þessu ári og væri þvi nú búiö að framleiða megnið upp i þennan samning. Sagði Hjörtur það vera knýjandi nauðsyn að efnahagsmálin fari að skýrast. Um almenn viðskipti íslands og Sovétrikjanna er þaö helst að frétta að sovésk sendinefnd hef- ur á undanförnum dögum átt viðræður viö islenska nefnd um viöskipti Islands og Sovétrikj- anna meö hliðsjón af 5 ára viö- skiptasamningi rikjanna er gildir árin 1976-80. A fúndum nefndanna, var gengið frá söl- unni á ullarpeysunum og rætt um ráðstafanir til þess að fryggja jafnari sölu á islenskum ullarvörum. Lagöi Islenska sendinefndin áherslu á nauðsyn þess að greiða fyrir frekari söíu áullarvörum oglagmeti ogenn- fremur að flýta fyrir þvi' að samningar um aukin kaup á saltsild geti hafist. Viðskipti Islands og Sovét- rikjanna eru mjög þýðingar- mikil en þann 1. ágúst n.k. eru liðin 25 ár siöan fyrsti við- skiptasamningurinn milli islands og Sovétrikjanna var gerður. —ÞJH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.