Vísir - 28.07.1978, Blaðsíða 7
7
VISIR
Föstudagur 28. júli 1978
c
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Skora á fólk að yfírgefa
Líbanon hið allra fyrsta
Bandarikin ráðlögðu i
gær þeim bandarisku
rikisborgurum, sem
ekki eiga brýnt erindi i
Libanon, að hafa sig
brott úr landinu
einsfljótt og auðið yrði.
Talsmaöur stjórnarinnar sagöi
að fækkaö yröi i starfsliði banda-
riska sendiráðsins i Beirút og
flestir þeir sendir úr landi, sem
komast mætti af án.
I tilkynningunni var ekki til-
greind nein ástæða fyrir þessari
skyndilegu ákvörðun, en hún
kemur i kjölfar mánaöarbardaga
milli sýrlenska gæsluliösins og
hægrisinna Líbana i hverfi krist-
inna manna i Beirút.
Tekiö er fram, aö Bandarikja-
stjórn sé ekki aö hefja skipulagöa
brottflutninga allra þegna sinna
úr Libanon, en bent er á, aö sam-
göngutæki séu til staöar fyrir þá
sem vilja fara.
Naumast haföi bandariska
utanrikisráöuneytiö fyrr látiö
þessa tilkynningu frá sér fara, en
kanadiska utanrikisráöuneytiö i
Ottawa sendi frá sér svipaöa til-
kynningu, og skoraöi á alla
Kanadamenn, sem ekki hafa
knýjandi erindi i Libanon, aö yíir-
gefa landiö.
Segðu þeim að hypja sig — Þetta er okkar söluhorn
Eanes leitar að
lausn stjómar-
kreppu Portógals
Loftbelgurinn
Tveir Bretar, sem
reyna þessa dagana
að verða fyrstir til
þess að svifa yfir
Atlantshafið i loft-
belg (án hjálpar-
vélar), eru sagðir um
1,440 km undan
vesturströnd Eng-
lands.
Þeir lögöu af staö frá St.
Johns á Nýfundnalandi á mið-
vikudag.
Til þeirra félaga hefur
heyrst i talstöð nær allan tim-
ann, og höföu menn nokkrar
áhyggjur af þvi, þegar tvi-
menningarnir skýröu frá þvi,
aö 2.5 metra löng rifa væri
komin i innra byröi belgsins.
En hún rifnaði dtki meira i
nótt og ætla þeir aö reyna aö
halda ferðinni áfram.
Þeir svífa i 2,130 metra hæö
og rekur þá rétta stefnu til
Bretlands. En illviöri er i aö-
sigi og veltur á þvi, hvort þeir
ná Bretlandseyjum á undan.
Eanes Portúgalsfor-
seti ráðfærir sig i dag
við ýmsa stjórnmála-
menn um myndum
nýrrar rikisstjórnar,
eftir að hann vék frá sex
mánaða gamalli rikis-
stjórn Mario Soares,
forsætisráðherra.
Strax i gærkvöldi eftir að Eanes
haföi vikiö Soares frá, kom upp
deila þeirra I milli um túlkun á
stjórnarskránni varöandi þaö,
sem næst tekur viö.
1 tilkynningu forsetans var sagt
aö hin fráfarandi stjórn mundi
sitja áfram til bráöabirgöa uns
nýr forsætisráöherra heföi verið
skipaður — Dr. Soares sagði hins
vegar, aö sér skildist aö stjórn sin
véki frá þegar i staö.
Soares lét eftir sér hafa i gær-
kvöldi, að hann teldi óhugsandi,
að hann yrði beöinn aö mynda
næstu stjórn. — „Þegar forsetinn
beitti valdi sinu og sagöi mér, aö
mér heföi verið vikið frá, leiö mér
eins og fugli sem sér búrdyrnar
opnast.”
1 tilkynningu forsetans var ekk-
ert minnst á kosningar.
Hin sex mánaða gamla stjórn
jafnaöarmanna og ihaldsmanna
féll á þriöjudag þegar ihaldsþing-
mennirnir, 41 aö tölu, afturköll-
uöu stuöning sinn við stjórnina
Jafnaöarmenn með 102 þingmenn
á 263 fulltrúa þingi, voru þá
komnir i minnihluta.
Ný þýðing
biblíunnar
Fyrirfram-sala á
nýrri þýðingu bibli-
unnar er nú komin yf-
ir 850,000 eintök
Útgefandinn, Peter
Kladder, forseti
Zondervan Cwporat-
ion, segir, að þetta sé
meiri sala en hjá
nokkurri annarri in-
bundinni bók.
Hin nýja biblía er sögö
væntanleg úr prentsmiöjunni i
oktober, en I fyrstu veröa
prentuö 1,1 milljón eintaka.
Gætu þau hugsanlega öll selst
upp, áöur en þau koma úr
prentun, ef svona heldur á-
fram sem hingaö til.
Aö þessari nýju þýöingu
hafa starfaö um 115 ritstjórar
og þýöendur frá 5 löndum siö-
an 1967. Þeir hafa þýtt biblf-
una úr hinum upprunalegu
tungumálum, grisku, he-
bresku og aramisku.
Deila um Kúbu
Utanrikisráðherrar ó-
háðu rikjanna sem
standa utan allra hern-
aðarbandalaga, voru
mjög klofnir á ráðstefn-
unni i Belgrad i afstöðu
til hlutdeildar Kúbu i
málefnum Afriku.
Utanrikisráöherra Egypta-
lands lagöi til á ráöstefnunni i
gær, aö ráðstefnan næsta ár yröi
ekki haldin i Havana, eins og
fyrirhugaö haföi veriö. Vegna
hlutdeildar Kúbu og Sovétrikj-
anna i' málefnum Angóla og
Eþiópia gætifundarhald i Havana
komiömönnum til aö efast um, aö
þessi riki væru algjörlega óháö.
Marokkó hefur hótað, aö sækja
ekki ráöstefnuna næsta ár, ef hún
verður haldin i Havana.
Fyrir tveim dögum hélt Fidel
Castro forseti Kúbu þvi fram i
ræðu I Havana, aö Kúba mundi
aldrei láta af byltingarstefnu
sinni i Afriku né gleyma skyldum
sinum viö samtök óháöu rikj-'
anna.
Sjálfstœði
Namibíu
Sameinuðu þjóðirnar
búast i dag við að leggja
siðustu hönd á drög að
stofnun sjáifstæðs
Namibiurikis þrátt fyrir
andstöðu Suður-Afriku.
Pik Botha, utanríkisráöherra
Suður-Afriku, lagðist af heift
gegn yfirlýsingu öryggisráösins
um, aö Walvis Bay, eina stór-
skipahöfnin á þessum slóöum,
verði hluti af sjálfstæöi Namibim
En Bandarikin,' Bretland,
Frakkland, Vestur-Þýskaland og
Kanada, sem hafa staðið aö þvi
aö gera drögin aö sjálfstæöi
Namibiu.létu orö Botha sem vind
um eyrun þjóöa. — Sovétrikin og
Tékkóslóvakia eru einu rikin sem
sátu hjá.
Aætlunin gengur út frá þvi aö
Sameinuöu þjóöirnar gangist fyr-
ir kosningum i Namibiu, áöur en
landið öðlast sjálfstæði, en þaö
hefur veriö undir stjórn Suöur-
Afriku.
Sérlegur sendimaður Samein-
uöu þjóðanna, Martti Ahtisaari,
veröur sendur til Namibiu meö
40-50 embættismenn samtakanna
til að undirbúa kosningarnar.
Þaö er búist viö þvi, aö Ahtisaari
leggi til viö Waldheim aö 5000
manna gæslulið og 1000 manna
starfslið til undirbúnings kosn-
ingunum veröi sent til Namibiu.